Færsluflokkur: Bloggar

Tveir afar ósmekklegir brandarar

Þar sem ég hef ekkert að segja í dag læt ég þessar tvær myndir tala fyrir mig..

djöfullin finnur ekki gleraugun sín

karl og kona


Vítahringur

vítahringurAð sjálfsögðu á að verðlauna fólk fyrir góða "hegðun" ef það er þjóðhagslega hagkvæmt. Það er ekki síður hægt að reikna út ávinninginn á því að borga fólki fyrir að fara í megrun, byggja brú eða gera jarðgöng. Það mætti líka athuga hvort ekki borgaði sig að greiða fólki sem er háð vímuefunum, ef það nær að hætta neyslu. En mjög margt fólk er á að launum við drekka frá sér lífið. það fer á örorkubætur út á drykkjuna og ein spurningin í örorkumatinu er hvort viðkomandi drekki fyrir hádegi.

Það er reginmunur á áfengissýki og öðrum sjúkdómum.

Þegar sjúkdómar eða slys leiða til örorku eru örorkubæturnar notaður til að borga húsnæði, mat og aðrar nauðsynjar og jafnvel ónauðsynjar. Það er einkamál hvers og eins hvernig peningunum er varið, en örorkubætur handa virkum alkóhólistum dregur bara vesöldina á langinn.

Tilgangur velferðar, örorkubóta og læknisþjónustu er ekki að ýta undir heilsuleysi eða dauða. Reynt er eftir fremsta megni að koma sjúklingi til heilsu eða halda í horfinu. Þegar ofdrykkjumaður sem hefur litla sem enga stjórn á drykkju sinni fær bætur út á stjórnleysið er hann fastur í öfugsnúnu velferðarkerfi sem sogar hann ofan í kviksyndi, vegna þess að bæturnar eru ekki notaðar til uppbyggingar heldur til niðurrifs, til áframhaldandi drykkju sem varir þar til heilsan gefur sig eða viðkomandi deyr. Það er nógu erfitt að geta ekki neitað sér um vímu þótt íslenska ríkið sé ekki að bjóða öllum sem eiga í erfiðleikum með að neita sér um áfengi, drykkjupeninga í formi örorkubóta.

Ég geri mér grein fyrir að þetta blogg hljómar ekki vel, en ég meina vel, því get ég lofað.


mbl.is Fá greiðslur fyrir að megra sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fer kjörtímabili Fidels að ljúka

Fidel fer frá völdumAldrei hef ég skilið þá aðdáun sem einvaldurinn og harðstjórinn Fidel nokkur Castro nýtur. Ég skil hana ekki. Þegar stjórnmálamenn á íslandi sitja lengur en eitt kjörtímabil, ég tali nú ekki um tvö, hvað þá þrjú, er talið sko aldeilis tímabært að skipta út og fá nýtt fólk að stjórn landsins. Fidel er búin að vera lengur við völd á Kúbu en elstu menn þora að muna en einræði hans og harðstjórn er yfirleitt réttlædd með vondum Ameríkönum.  Hins vegar er nokkuð öruggt að kjánaprikið hann Bush fari fljótlega frá völdum vegna þess að í Bandaríkjunum eins og á Íslandi eru þó kosningar á fjögurra ára fresti. Kjörtímabil hins sjálfkjörna Fidels lýkur hins vegar ekki fyrr en við dauða hans, og vonandi fer kjörtímabili hans að ljúka sem fyrst.


mbl.is Kastró fagnar 81s árs afmæli sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

COOL HAND LUKE

ERLING ÞÓRÉg sá uppúr 1970 kvikmynd sem var gerð 1967 með Paul Newman. Sú mynd er magnað sýnishorn af karlmennskutíðarandanum á sjöunda áratugnum enda var ímynd karla ögn frábrugðin því sem gerist í dag. Ég sakna svo sem ekkert þess tíma en ég hef mikinn áhuga á honum. Þegar ég las fréttina um Erling Þór á mótorhjólinu minnti hann mig dálítið á Paul Newman í þessari mögnuðu kvikmynd (liðinna tíma) COOL HAND LUKU. Sjálfur hef ég svo lélegt jafnvægisskyn að ég hef alltaf litið upp til þeirra sem geta ekið á mótorhjóli og náð öllum beygjunum en Paul Newman kunni bæði á bíla og mótorhjól, á öll tól og tæki enda er hann sennilega nýbúin að gera við kaggann sinn þegar myndin til vinstri var tekinn af kappanum.

Hann var sko engin Woody Allen.


mbl.is Voru ekki með forgangsakstur að óþörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðir annarra ættbálka

Þessi frétt er framlag moggans til að fræða og létta lund lesenda sinna enda er Angelina hreinræktað skemmtiefni inn að beini ekki síður Britney Spears og Paris Hilton. Rúmlega Angelinu skiptir máli. Sefur hún á hlið eða á bakinu? Notar hún dúnsæng eða ekki dúnsæng? Hvorum megin ætli Brad sé? Er hann alltaf öðrum megin eða báðum megin? Sefur hann í náttfötum? Sefur hann með nátthúfu? Lesa þau upp í rúmi? Eru þau með fartölvuna upp í rúmi? Rúmfarir Angelinu Jolie kemur okkur við vegna þess að annars værum við miklu fáfróðari um siði og menningu annarra ættbálka.


mbl.is Angelina fórnaði ærslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegan Fiskidag og farsæla vináttu

Því miður komst ég ekki á Fiskidaginn mikla í þetta skipti en verð örugglega með á næsta ári enda er fiskidagurinn best heppnaðasti hátíðisdagur sem til er að mínu mati. Á jólunum er hver fjölskylda útaf fyrir sig og gefur hvort öðru gjafir en á Dalvík eru allir eins og ein stór fjölskylda.

Gleðilegan fiskidag!


mbl.is Fjölmenni á Fiskideginum mikla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er lotterí

sæðiisfrumaLíkurnar á að foreldrar eignist eineggja þríbura er einn á móti 200 milljón en líkurnar á að mannkynið "eignist" eineggja þríbura eru mun meiri.

Það má líkja þessu við lottó. Líkurnar á að hver kaupandi lottómiða fái vinning eru ansi litlar en frá sjónarhóli þeirra sem reka lottóið eru líkurnar kannski einn á móti fjórum að einhver fái vinninginn.

Líkurnar á að ég varð til voru svo litlar að samkvæmt líkindareikningi er mjög ólíklegt að ég sé til í raun og veru. Móðir mín er fædd á Siglufirði, faðir minn í Hnífsdal. Þau hittast fyrir tilviljun í Reykjavik og af ótal syndandi "lottómiðum" datt "ég" í lukkupottinn.


mbl.is Eignaðist eineggja þríbura; líkurnar einn á móti 200 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fyrir bloggara með ritstíflu

ritstíflaÞarna er lausnin kominn fyrir bloggara sem neyðast til að kveðja bloggið sökum ritstíflu, sem segjast vera uppiskroppa með hugmyndir. Sjálfur var ég kominn á fremsta hlunn með að hætta að blogga þar til ég sá fréttina um segulörvun, hún gaf mér styrk til að þrauka aðeins lengur og von um betri hugmyndatíð. Segulörvun ætti að lækna ritstífluna sem hrjáir mig stundum, en ekki síður getur örvunin leyst úr læðingi ferskar og frjóar hugmyndir sem eru kannski til staðar lengst inn í rassgati en það hefur vantað tækið til að draga þær fram....en þar sem ég hef ekki farið í segulörvun hef ekki hugmynd um hvað ég ætti að segja meira um segulörvun.  


mbl.is Segulörvun „vekur“ sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 146007

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband