Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Stóra smákælimálið
Nú er kælirinn fullur, sagði Vilhjálmur borgarstjóri við þá hjá R.V.T.Á og vildi mælinn burt en ekki kælinn.
Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Hvað varð um sveitalegu Mosfellssveitina?
Hvað varð um Mosfellssveitina? Var hún lögð niður? Hvað varð um gömlu góðu Stuðmennina sem voru svo ungir en eldast svo vel í fjarlægð. Það hefði verið gaman að halda í Mosfellssveitina, sem sveitó bæjarfélaf með lúðalegum íbúum eins og gamlir Stuðmenn í asnalegum sokkum, með asnalegan hatt og asnalegt hljómborð. Hvað varð um sveitalegu Mosfellssveitina?
20 ára afmæli Mosfellsbæjar fagnað á tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Naustin
Lögreglunni vantar geymslur fyrir fólkið sem lognast út af og hefur sig ekki aftur í gang fyrir eigið vélarafl. Ég myndi vilja kalla slík afdrep Naust. í staðin fyrir að segja að mikill erill hafi verið á lögreglu og allar fangageymslur fullar, væri mikill erill hjá lögreglu og Naustin full eða tóm (vonandi).
En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin.
Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin.
Skýin, þau hanga á himninum slitin í tötra. -
Það hriktir í bænum, eins og kippt sé í fjötra.
- Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin.
Grunnsjórinn beljar um voginn, svo jarðirnar nötra.
En hafáttin er húmi og blikum til skipta;
hún hleypir skammdegisbrúnum föl undir svefninn.
Þá hamastu, tröllið. Í himininn viltu lyfta
hyljum þíns eigin dýpis og álögum svipta.
Einar Benediktsson
Áfengisdauðum verði sinnt í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Bubbi í átökum
Þótt þessi veiðifrétt sé vel skrifuð og skemmtileg, held ég þó að fyrirsögnin veki forvitni fólks og geri hana að mest lesnu fréttinni: "Bubbi Morthens í átökum við stórlax", kom mér fyrir sjónir eins og hann hefði lent í góðri rimmu við Árna Johnsen eða jafnvel sjálfan Eirík Jónsson.
Bubbi Morthens í átökum við stórlax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
"Viðskiptabann sett á Texas"
Ef Texas væri sjálfstætt ríki, væri ekki mjög fjarstæðukennt að ímynda sér að viðskiptabann yrði sett á það, vegna dauðarefsinganna.
Það má kannski réttlæta dauðadóma í einstaka tilfellum þótt ég komi ekki auga á hana. Dauðadómum fer fækkandi í Bandarikjunum en ekki í Texas en þróunin er að sjálfsögðu sú, að dauðadómar verða smátt og smátt aflagðir. En eftir hverju er verið að bíða? Að heil kynslóð refsiglaðra öfgamanna í Texas deyi út?
Væru það ekki frábær tíðindi ef fyrirsagnir væru eitthvað á þessa leið: "Viðskiptabann sett á Texas", þar sem Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið ákveddu í sameiningu að svæla villumennskuna burt með slíkum aðgerðum? Að vísu eru viðskiptabönn umdeild sem bera sjaldnast árangur en Texasbúar myndu glaðir breyta dauðarefsingum í ævilanga dóma (eftir atvikum), í skiptum fyrir hnökralaus viðskipti við nágrannaþjóðirnar.
ESB hvetur ríkisstjóra Texas til að hætta við dauðarefsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Ljótt er að heyra
Þetta eru "góðar" fréttir eða hvað? Eru skilaboðin ekki þau að sá sem álitur sig vera fegurðin uppmáluð, ef þannig má að orði komast, er einnig litinn fallegum augum af öðrum, eða er ég að misskilja málið?
Það er sagt að fólk sem er álitið fallegt, þéni 12% meira en þeir sem álitnir eru ljótir. Ef ég og þú, ættum að skipta fólki í tvo hópa, þann fagra og þann ljóta er ég nokkuð viss um að álit okkar yrði ekki alveg samhljóða, að skekkjumörk yrðu jafnvel meiri en 12% og færi jafnvel eftir dagsformi aðila, þess sem dæmir og þess sem dæmdur er?
Er ekki nokkuð ljóst að vafaatkvæði með gott sjálfstraust færu í flotta hópinn? Getur ekki líka verið að sá sem þénar vel, sé ánægðari með sjálfan sig?
Fólk sem misnotað hefur áfengi og hefur náð að hætt að drekka, fríkkar alveg ótrúlega mikið, stundum um mörg hundruð %, það eru ekki bara hrukkurnar og baugarnir sem hverfa, augun breytast og þau fara jafnvel að geisla.
Hvaðan kemur það?
Fallegt fólk þénar mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Fellibyljir, Hitler og Júdas
Fellibyljum eru gefin mannanöfn svo hægt sé að tala um þá almennt, t.d. í fréttum. Nú er Dean orðin nokkuð þekktur og allir vita hvað átt er við. Ef hann veldur miklum usla og manntjóni verður nafnið Dean ekki notað aftur, ekki frekar en Katrina sem olli gríðarlegu tjóni árið 2005, auk þess er talið að nöfn á fellybyljum dragi úr líkum á misskilningi ef fleiri fellibyljir eru í gangi á sama tíma. Frá 1953 voru aðeins notuð kvenmannsnöfn en það þótti ekki viðeigandi enda hafa verið notuð karlmannsnöfn til jafns við konunöfnin í rúm 20 ár. Önnur nöfn sem ekki verða notuð aftur eru: Floyd, Andrew, og Mitch. Þessi nöfn verða ekki notuð aftur frekar en Satan, Hitler eða Júdas.
Fellibylurinn Dean nær landi á Jamaica | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Menningarsónar
Vinsælasta atriðið á þessari miklu menningarnótt var menningarsónarinn en hann er gæddur þeim eiginleikum að geta skannað og kannað það sem kann að skorta uppá hjá fólki í menningarlegu tilliti. Skanninn getur einnig kannað hvaða bækur það hefur lesið um ævina, á hvaða myndlistarsýningar það hefur sótt og margt fleira sem óþarfi er að tíunda í smáatriðum, vegna þess að stillingar tækisins eru mjög flóknar enda hefur aðeins útskrifaður menningarlæknir réttindi á tækið, sem er með gervigreindarrafeindavirkja sér til halds og trausts.
Fólk var svolítið feimið í fyrstu að láta skanna hversu mikil menning byggi innra með því, en það lagaðist yfirleitt eftir nokkur glös af hvítvíni. En þó var kona ein sem sagðist hafa farið á meira en 100 myndlistarsýningar, bæði hissa og reið þegar tækið skannaði ekki einu einustu sýningu, hins vegar greindi tækið ógrynnin öll af kokteilum einmitt á þeim tíma sem sýningarnar áttu að hafa staðið yfir. Hún heimtaði endurgreiðslu sem var auðsótt mál.
Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að verðbréfasali kunni skil á heimspeki eða heimspekingur kunni á leyndardóma verðbréfanna. Þess vegna er mikilvægt að gefa upp starf og áhugamál þegar menningin er skönnuð og könnuð. En allir sem tóku þátt fengu einkunn eða stig, frá hreinu núlli, upp í hundrað. Þeir sem náðu meira en 90 stigum fengu nafnbótina menningarvitar sem verður staðfest í næsta lögbirtingarblaði.
Ein er sú stilling sem er vinsæl hjá fólki, er hvaða bók ætti helst að vera á náttborðum þess, svona miðað við aldur og fyrri störf. Skanninn finnur semsagt út hvaða ólesna bók ætti að vera næst í lestrarröðinni.
Þrír lögreglumenn sem voru á vakt og og höfðu lítið að gera, enda ekki mikill erill hjá lögreglu og fengeymslur tómar eins og þar stendur, létu skanna sig að gamni sínu. Sá fyrsti fékk langan lista af bókum, en átti helst að byrja á Laxdælu, annar í röðinni sem var mjög hávaxinn, fékk líka langan lista en matreiðslubók handa byrjendum var númer eitt hjá honum, en sá þriðji fékk engan bókarlista, hins vegar var hann vinsamlegast beðin um drífa sig á klósettið, og það strax!
Síðustu gestir Menningarnætur á leið heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.8.2007 kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Uppskrift að góðum Texasbúa
Ég var bara eins og hver annar, venjulegur maður, en það átti allt eftir að breytast til hins verra. Vandræðin byrjuðu svo sem ósköp sakleysislega. Ég fór að hugsa um eitt og annað smálegt sem betur mætti fara í samfélagi okkar, svona til að slaka á eftir erfiðan vinnudag. En smátt og smátt jók ég þessar hugsanir mínar um óréttlæti heimsins og áður en ég vissi af var ég farinn að hugsa um pyntingar og grimmilegar refsingar.
Ég fór að hugsa einn með sjálfum mér, til að slaka á, þótt ég vissi innst inni að það væri rangt. Hugsanir mínar tóku orðið mestallan minn tíma og að lokum var ég farinn að hugsa alla daga. Um leið og ég vaknaði á morgnana fór ég strax að hugsa og á kvöldin lognaðist ég út af frá hugsunum mínum.
Ég var farinn að hugsa í vinnunni, þótt ég vissi að vinna og hugsanir færu illa saman, en ég réð bara ekki við mig. Ég forðaðist vinnufélaganna í hádeginu til að geta lesið bókina, "Leitina að tilgangi lífsins", eftir Viktor Frankl, en hann taldi að ekki væri mögulegt að lifa ef maður fyndi engan tilgang. Og eftir að hafa lesið um pyntingar nasista og grimmilegar refsingar þeirra en Frankl lifði af vist í "vinnubúðum" nasista, spurði ég vinnufélaganna nánast ósjálfrátt einn daginn, eftir að hafa lesið um illsku mannanna, hver væri eiginlega tilgangur vinnunnar og lífsins almennt, en þeir hlógu bara af mér. Ekki gekk það betur heima. Kvöld eitt slökkti ég á sjónvarpinu og spurði konu mína alvarlegur í bragði; "hver er tilgangur lífsins?".
Hún svaf um nóttina hjá tengdamömmu. Brátt var ég farinn að fá orð fyrir að vera of mikill hugsuður. Ég var kallaður á teppið hjá yfirmanni mínum sem sagði mér til syndanna og sagði að ég hefði um tvo kosti að velja. Annað hvort hætti ég að hugsa í vinnunni ella yrði mér sagt upp. Þessir afarkostir leiddu mig út í enn meiri hugsanir.
Ég kom snemma heim eftir skammir yfirmannsins og sagði konu minni að ég þyrfti að játa svolítið; "ég hef verið að hugsa".
"Ég veit að þú hefur verið að hugsa," hrópaði hún, "og ég vil skilnað."
"En elskan mín, þetta er ekki svona slæmt!"
"Það er það víst", öskraði hún nánast. "þú ert farinn að hugsa jafn mikið og kennari og og þú veist að kennarar eru á skítalaunum og ef þú heldur svona áfram getum við ekki framfleytt okkur og förum á hausinn!"
"Þetta er tóm vitleysa í þér kona!" svaraði ég pirraður, og hún fór að gráta.
Ég var að niðurlotum kominn. "Ég er farinn á bókasafnið", æpti ég og skellti útidyrahurðinni fast á eftir mér. Ég ók að bókasafninu og ætlaði sko að lesa í burt sorgir mínar. Ég lagði bílnum fyrir framan safnið og hljóp að dyrunum, en það var einmitt lokað þennan dag, það var víst starfsdagur bókasafnsfræðinga. Ég veit núna að máttur mér æðri og betri tók í taumanna þetta kvöld. Ég settist niður á grasflötina fyrir framan bókasafnið uppgefinn á sál og líkama, en þá tók ég eftir skiltinu sem bjargaði lífi mínu.
"Vinur, eru of miklar hugsanir að eyðileggja líf þitt?" stóð á skiltinu. Þú kannast áreiðanlega við þennan frasa, lesandi góður, sem kemur frá "Thinkers Anonymous" sem eru þekkt samtök í Bandaríkjunum sem hafa hjálpað fólki að halda sönsum.
Í dag er ég óvirkur hugsuður og mér hefur aldrei liðið betur. Ég fer eins oft og ég get á TA samkomur. Við horfum mikið á sjónvarp, á allskonar skemmtiþætti sem ýta ekki yndir hugsanir. Síðan deilum við reynslu okkar, hvernig best er að forðast hugsanakveikjur, ofhugsandi fólk og aðstæður sem gætu leitt til stjórnlausrar hugsunar. Við hugsum ekki, einn dag í senn.
Ég hélt vinnunni og allt gengur miklu betur heima fyrir og lífið varð miklu auðveldara daginn sem ég sá skiltið og ætti að hugsa.
Á morgun er stór dagur í lífi mínu, en þá á ég 3 ára hugsunarleysisafmæli.
Aron Pálmi frjáls maður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 18. ágúst 2007
Bubba á þing
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 146007
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar