Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 6. ágúst 2007
Flótti úr liðinu
Þetta minnir á þegar Sovéskar sinfóníuhljómsveitir fóru í tónleikaferðir til vesturlanda og snéru heim til baka sem kvartett.
15 heimilislausir fótboltamenn hurfu í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Roðna, bugast og blána
sveitt og hitan þreyja.
Roðna, bugast og blána,
bíða þess að deyja.
Heimsmeistaramót haldið í gufubaðsetu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Erill og fylgifiskar hans
Erill og ölvun í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Erill gerður að blóraböggli...
Samkvæmt mínum heimildum er það alls ekki rétt að Erill hafi verið miðborginni í nótt. Erill var í skemmtilegu einkasamkvæmi fram á rauðanótt og hefur reyndar ekki farið oní miðbæ svo vikum skiptir, enda orðin langþreyttur á að lögreglan fari alltaf með það í blöðin í hvert skipti sem hann vogar sér út á lífið.
Tvíburasystur hans, Ys og Þys áttu afmæli. Það var nú allt og sumt.
Erill í miðborginni í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.8.2007 kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
Spádómar Nastradamusar um hjólhýsi
Nostradamus spáði því að hjólhýsi myndu fjúka um þessa verslunarmannahelgi 2007, að vísu gat hann ekki spáð nákvæmlega fyrir um hvar eða hvenær, var ekki alveg viss hvort fokið bæri upp á föstudag, laugardag, sunnudag eða mánudag, hann sá ekki bílnúmer jeppanna sem lentu í hjólhýsafoki enda var hann ekki með lesgleraugu þegar hann spáði.
Hann spáði mörgum tjaldstæðum um land allt.
Eigendur húsbíla og hjólhýsa hugi vel að veðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Hátíðahöld um veslunarmannahelgina 1939
Það er sagt er að sagan endurtaki sig í sífellu. Það á að minnsta kosti mjög vel við um spennuna sem myndast fyrir hverja einustu verslunarmannahelgi. Verður rok og rigning? Munu tjöld (hjólhýsi) fjúka? Hvert skal ferðinni heitið? Hvað sem veðrinu líður sem getur verið óútreiknanlegt, er löngu búið að skipuleggja dagskrána sem byggir á gömlum merg en tekur örlitlum breytingum ár frá ári.
Frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur fyrst fimmtudaginn 13. september 1894...Félagið hefur frá upphafi síðustu aldar nær óslitið staðið fyrir skemmtidagskrá á frídegi verslunarmanna. Fyrstu árin fögnuðu verslunarmenn frídegi sínum í byrjun ágúst, það var svo 1931 að fyrsti mánudagur í ágúst var valinn og tengdist það breytingu á samþykkt um lokunartíma verslana. Árið 1935 var dagurinn haldinn hátíðlegur á Þingvöllum og er talið að allt að fimm þúsund manns hafi sótt hátíðina. Sama fyrirkomulag var haft næsta ár en hátíðahöldin fóru yfirleitt fram í Reykjavík eða nágrenni eftir það. Deginum var fagnað á samkomusvæði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að Eiði í Gufunesi á árunum milli 1937 og 1939 en þar byggði VR meðal annars fótboltavöll þar sem heildsalar kepptu við smásala og starfsmenn þeirra. VR
Hitabeltisstormurinn Chantal gæti bjargað helginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Á kjánalánum gæti nóttin í hjólhýsi kostað meira en utanlandsferð
Ef fólk kaupir hjólhýsi á 3.000.000 kr, er ekki fráleitt að reikna með að það falli í verði um 30% fyrsta árið í svona brjálaðri sölu. Búast má við verðhruni á notuðum hjólhýsum næsta sumar.
Þegar helmingur kaupir á lánum er ljóst að stór hópur mun eiga í bullandi vandræðum með að borga af skrímslinu í vetur, sem verður kannski geymt í leikmunageymslu sem ekki er ókeypis. Þegar fólki gengur illa að borga af nauðsynjum er oft gripið til þess ráðs að selja ónauðsynjar en þar koma hjólhýsi afar sterkt inn.
Fyrsta sumarið gæti þriggja milljón króna staðgreidda hjólhýsið fallið í verði um 630.000 kr (30%), en miklu meira ef hýsillinn er tekinn á kjánalánum, en þá gæti heimilisskrímslið orðið verðlaust á örfáum árum, þegar ekki fæst meira fyrir það en kjánalánið stendur í.
Það þarf ekki mikið til að kom af stað vítahring greiðsluerfiðleika sem fer illa með fólk. Ef allt er tekið með í reikninginn gæti nóttin í hjólhýsi orðið ansi dýrkeypt og þá er ég ekki bara að tala um peninga.
Brjáluð sala" í hjólhýsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar