Gott fyrir bloggara með ritstíflu

ritstíflaÞarna er lausnin kominn fyrir bloggara sem neyðast til að kveðja bloggið sökum ritstíflu, sem segjast vera uppiskroppa með hugmyndir. Sjálfur var ég kominn á fremsta hlunn með að hætta að blogga þar til ég sá fréttina um segulörvun, hún gaf mér styrk til að þrauka aðeins lengur og von um betri hugmyndatíð. Segulörvun ætti að lækna ritstífluna sem hrjáir mig stundum, en ekki síður getur örvunin leyst úr læðingi ferskar og frjóar hugmyndir sem eru kannski til staðar lengst inn í rassgati en það hefur vantað tækið til að draga þær fram....en þar sem ég hef ekki farið í segulörvun hef ekki hugmynd um hvað ég ætti að segja meira um segulörvun.  


mbl.is Segulörvun „vekur“ sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ef vonin ein um segulörvun virkar svona vel þá er ekki spurning að fara að tala við segulörvunarfræðing hið snarasta, eða eru þeir doktorar?

halkatla, 6.8.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....bara strax á mrgun í síðasta lagi.

Benedikt Halldórsson, 6.8.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

hahahahaha góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk, Jenny

Benedikt Halldórsson, 6.8.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Laurent Somers

Ritstíflaður bloggari er þversögn.

Sannur bloggari getur dælt út úr sér mílum af ritmáli. Um ómerkilegustu hluti þó...

Laurent Somers, 7.8.2007 kl. 00:30

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

það er svo ekkert mál að pikka á lyklaborðið en stundum vantar innihaldið hjá manni, einhverja hugsun sem kemur frá eigin brjósti, jafnvel annað sjónathorn. Maður á til að endurtaka sjálfan sig, þá líður manni eins við færiband en hver nennir að vinna kauplaust við leiðinlegt færiband. Ég vil ekki bara dæla út úr mér orðum , ég vil að þau skipti máli, séu ekki bara munnræpa, þá er meira vit í þögninni.

Benedikt Halldórsson, 7.8.2007 kl. 00:51

7 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Já það getur verið erfitt stundum að finna sjálfan sig.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.8.2007 kl. 08:13

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Svo sannarlega. Woody Allen sagði að heilinn væri næstmikilvægasta líffærið en eftir því sem maður eldist verður heilinn það mikilvægari og segulörvun eða minnipillur munu koma í góðar þarfir, þá má maður ekkert vera að því að spila vist á elliheimilinu eða föndra.

Benedikt Halldórsson, 7.8.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 145774

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband