Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 19. maí 2007
Að setja sig ekki í spor annarra...sjá MYND og TEXTA
Sú hugmynd að ráðherrar þurfi helst að eiga "heima" í "sveitinni" til að hafa áhuga á henni, sú hugmynd að maður þurfi helst að vera kona til að skilja konur, er ansi frumstæð vægast sagt.
Það virðist almennt gengið út frá því sem vísu að enginn geti eða vilji setja sig í spor annarra og breytilegra aðstæðna í raun, hafi t.d. ekki áhuga á atvinnumálum á Flateyri svo dæmi sé tekið, nema hafa búið á staðnum um lengri eða skemmri tíma, annars er fólki alveg nákvæmlega sama hvað gerist fyrir utan nokkurra kílómetra radíus og þess vegna þurfi ráðherrar að koma frá sem flestum stöðum af landinu.
Samkvæmt þessari kynja- og staðsetngarpólitík ættum við kannski að hafa tvo ráðherra frá Afríku, mann og konu, mann og konu í Suður-Ameríku svo tilvonandi ríkisstjórn, sem ætti alls ekki að geta sett sig í spor annarra, frekar en aðrir menn og konur, einangrist ekki út út í ballarhafi, eigingjörn og sjálfselsk sem lítur aðeins í eigin barm og þurfi þess vegna alltaf að hafa fulltrúa allra heimsins barma og horna innan seilingar.
Og þegar menn geta ekki sett sig í spor kvenna, og konur geta ekki sett sig í spor manna, ungt fólk getur ekki sett sig í spor eldra fólks og öfugt, þegar lögfæðingar skilja ekki póstbifreiðastjóra og kokkar skilja ekki smiði, sjúklingar skilja ekki lækna og læknar skilja ekki sjúklingana nema hafa sjálfir verið sjúklingar, ef þetta væri svona í raun væri ástandið hrikalegt, þá værum við skini skroppin.
Þegar ekki er gert ráð fyrir að fólk geti sett sig í spor annarra eða hafi áhuga á öðru fólki, þarf sjálfsögðu allatf að vera jafnt í "liði", hver stétt þarf sinn fulltrúa, hvert kyn, hver aldurshópur, hver landshluti þyrfti sinn fulltrúa.
Hver einasti barmur þarf sinn fulltrúa....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. maí 2007
"...kynvilla, homosexualitas, nefnist það ástand, þegar kynhvötin beinist að einstaklingi sama kyns..."
...kynvilla, homosexualitas, nefnist það ástand, þegar kynhvötin beinist að einstaklingi sama kyns. Þetta frávik á kynlífinu telst sjúkdómur, er stafar að einhverju leiti af meðfæddum eiginleikum, en skapast eða kemur í ljós við vissar félagslegar aðstæður, eins og t.d. mistök í eðlilegu ástalífi eða félagsskapur við aðra einstaklinga, sem hafa sömu tilhneigingar. K. mun ekki vera eins óalgengur kvilli og áður var talið, og þarfnast meðferðar hjá sálsýkislækni. Ekki hefur verið unnt að sýna fram á neina afbrigðilega hormónastarfsemi hjá kynvillingum. K. Meðal kvenna nefnast stundum lesbískar ástir, og kynvilt kona lesbísk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. maí 2007
Efast skaltu stórlega um skoðanir nágranna þíns...
Þegar við vorum lítil börn lærðum við sögur og vísur utanbókar en skildum ekki endilega innihaldið. Við trúðum á jólasveininn og trúðum að það sem fullorðna segði að væri rétt, væri rétt. Þegar við þurftum að fá úr einhverju deilumáli skorið var nóg að spyrja pabba eða mömmu og þar með var málinu lokið, engin áfrýjun, málinu var ekki vísað til hæstaréttar.
En svo tók efinn við með sínum gráu tónum; það sem áður var annað hvort eða ekki, varð stundum og stundum ekki, allt eftir aðstæðum og samhengi.
Það má segja að efinn sé æfing í rökhugsun, æfing í að trúa ekki hverju sem er um hvað sem er. Ekkert fyrirbæri í heiminum er svo pottþétt að ekki megi efast um gagnsemi þess eða sannleiksgildi. Efinn heldur manni vakandi, svo maður sofni ekki á verðinum og láti t.d. sjónvarpssölumenn selja sér eitthvað sem maður hefur enga þörf fyrir eða láti gabba sig með ýmsum sjónhverfingum, í allskonar formi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Byssa er ekki góð vörn...
Maður nokkur heyrir þrusk um miðja nótt, hann ímyndar sér að nú sé hinn þjóðsagnakenndi vopnaði innbrotsþjófur lifandi kominn sem hann hefur verið að bíða eftir alla sína æfi enda er maðurinn stoltur bussueigandi sem trúir á rétt hvers manns til að verja sig og sína og er því væntanlega með byssuna hlaðna eða skotinn innan seilingar, hann grípur í byssuna skjálfandi, svitinn drýpur af honum, hjartað berst ótt og títt, hann skelfur enn meira en miðar, hurðin opnast og BANG, hann skýtur í rökkrinu en hittir ekki drukkinn son sinn sem svarar engu sökum ölvunar, en pabbin er svo heppinn að hitta hann ekki vegna þsss að hann skelfur eins og hrísla og pissar óvart á sig....
Það er stunum meiri vörn í blejum...
Tíu mánaða gamalt barn fær byssuleyfi í Illinois | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Gleðibankinn er týndur og tröllum gefinn...(II)
"Núna" er mælirinn fullur og tímabært að breyta leikreglunum, ef keppnin á ekki að lognast út af, "Hægt og hljótt" enda er Eurovision frekar slappur "Gleðibanki" þessa daganna, sem skilar lélegri ávöxtun.
Við, "Þú og þeir" erum reið og ég hef legið andvaka í margar "Nætur" eins og aðrir landsmenn vegna ástandsins, en við höfum haldið í vonina og prófum að senda "Eitt lag enn" og sjá hvað gerist, en oftast er uppskeran bara eins og hvert annað "Sjúbidú".
Þetta er stærra mál en sumir vilja vera láta og "Það sem engin sér" er gríðarleg leynd vonbrigði sem gæti leitt til þess að spriklið frá austur-Evrópu væri "Hinsti dans" keppninnar.
Eftir andvökunótt sofnaði ég og dreymdi einhverja Nínu sem talaði ryðgaða ensku og sagði að nú væri ég í Heaven sem ég túlkaði ekki á þann hátt að ég væri í sjöunda himni enda sá ég það sem kallað er Angel á enskri tungu og ég man að ég reyndi að spyrja hana út í framtíðina og ég spurði; Tell me og Open your heart og dragðu ekkert undan, erum við algerlega All out of luck í Eurovision, en þá fór Nína að syngja, If I had your love, ég beið eftir að hún kláraði lagið og spurði hvort þátttaka okkar væri ...Lost .en þá vaknaði ég.
Eiríkur Hauksson fékk sárabætur í Helsinki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Mörgæsaröksemd eða....?
Ekki veit ég hvort venjulegir íslendingar sem selja hverjir öðrum allt milli himins og jarðar í heimakynningum, séu farandsölumenn eða ekki en ég hef óljósan og illa rökstuddan grun um að röksemda-færslan í þessu máli sé ekki með feldu, en við skulum bíða og sjá hvað setur, hvort mörgæsin hafi betur eða...
Farandsölumenn undir smásjánni hjá lögreglunni á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Lohan ekki af baki dottinn...
Eftir að ungfrú Lohan hafði löngum verið ljósmynduð drukkin, í bak og fyrir en þó aðalaga fyrir, nærbuxnalaus á þessu fræga almannafæri, stundum ofurölvi, stundum ekki, ákvað hún að leika fótalausa konu til að bjarga ferlinum, til að sýna betur hvað í henni býr sem leikkonu, að vísu þarf hún að halda áfram að vera nærbuxnalus en það er bara leikur, ekki í alvörunni.
Lohan fellst á kynlífssenu til að sanna leikhæfileika sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Hvað má segja og hvað má ekki segja...
Hvað má segja og hvað má ekki segja? Hvenær fer maður yfir strikið og hvenær er maður innan þess?
Þótt við látum sem allt sé leyfilegt og teljum okkur trú um að við getum sagt það sem okkur listir, er það ekki þannig í raun. Það yrði aldrei samþykkt ef fólk hringdi í 118 og tilkynnti elda og slys, eða gengi um ljúgandi í nafni málfrelsis.
Þegar einhver þorir að segja það sem honum sýnist og segir jafnvel kúkur og piss, ímynda margir sér, að sá hinn sami sé nokkuð djarfur til orðsins, en það eru bara svo gríðarlega margir sem hafa sagt kúkur og piss á undan honum, og notað ýmis orð sem voru bönnuð fyrir 40 árum, sem eru að verða álíka hefðbundin og hvíti kirtillinn sem við fermdumst í.
En getur þá einhver sagt eitthvað sem enginn hefur sagt áður, sem er svo á skjön við allt og alla, að kallar og kellingar sem þó kalla ekki allt ömmu sína, hvá og krossa sig og hrista hausinn af einskærri vandlætingu eða; getur verið að við brosum og kinkum kolli við bulli og vitleysu annarra vegna þess að það kom upp úr barkakýlinu á því, uppsprettu málfrelsisins, svo framalega sem bullið skaðar ekki aðra?
Það er ekki hægt takamarka það sem við segjum með því að hlekkja tunguna okkar eða banna okkur að blogga, þótt hægt sé að banna innflutning á tilteknum vörum. Fólk getur farið í meiðyrðamál vegna kjaftháttarins ef það telur sig skaðast vegna hans en ekki hringt í lögregluna og tilkynnt um vondar tungur.
Við getum ekki sagt það sem okkur dettur í hug eða ekið utan vega á torfærutrolli sem skaðar viðkvæman gróður, svo mikið er víst.
(Þótt deilur Steingríms og Jóns sé tilefni þessara pælinga minna hef ég ekki sett mig inn í málið til að mynda mér skoðun á því máli.)
(mynd: http://www.cartoonstock.com/directory/P/Prison_cell_gifts.asp)
Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. maí 2007
Cameron Diaz, togarasjómenn, þingmenn og fólk á kassa sem pípar...
Ég er að komast á þá skoðun að það sé ekki gott starf að vera fræg leikkona eða frægur leikari í Hollywood.
Ekki fara sjómenn í viðtöl og játa það hreinskilningslega að lífið á frystitogaranum hafi verið hreint helvíti þrátt fyrir góðar tekjur.
Ekki játar fólk á afgreiðslukössum matvöruverslana hvað það sé erfitt starf að segja góðan daginn þúsund sinnum og heyra í pípinu 300.000 sinnum yfir daginn.
Ekki játa þingmenn hreinskilningslega hversu erfitt lífið sé á þingi. Þingsalurinn er alltaf hálftómur eða bara alveg tómur, þar af leiðandi hljóta ræður langflestra að fæla hina úr þingsalnum. Eina skiptið sem ég hef verið í vinnu þar sem allir flúðu úr vinnslusalnum var þegar amoníakrör sprakk í Ísbirninum forðum daga.
Kannski er skemmtilegt á kaffistofunni á þinginu en varla leggst fólk í dýra kosningabaráttu til að komast í gott kaffi og fá svo níð úr öllum áttum, jafnvel frá manninum sem ræður fólk í vinnu á kassa sem pípar.
Diaz átti erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar