Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Bókaflokkurinn: "Fúll á móti."
Einhver afkastamikill rithöfundur gæti tekið að sér að skrifa bókaflokkinn; "Fúll á móti", sem kæmi út árlega enda er til hafsjór af ömurlegum reynslusögum sem bíða þess að reka á fjörur bókaútgefanda.
Ég er viss um að sálfræðingar gætu með góðum vilja og góðri læknahandbók skilgreint vanda margra sem búa í fjölbýli sem húsfélagskvíða eða eitthvað í þá áttina, sem lýsir sér í fóbíu gagnvart sumum nágrönnum og þá sérstaklega fyrir húsfundum sem reynslan hefur kennt að eiga til að leysast upp í steni-klæðningar og allskonar persónulegan skæting eða jafnvel fæting, þar sem einhver "Hitler" tekur völdin í blokkinni og fólk á til að samþykkja hvað sem er eins og Neville Chamberlain forðum daga, til að halda friðinn, jafnvel að yfirtaka austur-blokkina.
Kastaði af sér þvagi í stigahúsi vegna ósættis við nágranna sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Ég er skýjaglópur....
Áformað að Geir gangi á fund forseta Íslands í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Keith Richards hefði ekkert verið að vola....(sjá mynd)
Hvernig hefði leikkonunni Keira Knighley líkað að kyssa mann sem lítur eins og alvöru sjóræningi, þann frábæra töffara Keith Richards sem hefði varla þótt vandræðalegt að kyssa eina leikkonu ekki frekar en öðrum sjóræningjum sem eru ekkert að setja slíka smámuni fyrir sig.
Depp: Sérlega vandræðalegt að kyssa Knightley | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
En hvað segir veðurklúbburinn á Dalvík?
Það væri skemmtilegt ef veðurklúbburinn á Dalvík færi í útrás og spáði fyrir um veðurhorfur í landinu þar sem útrásin hefur verið mest?
Framundan er heitt sumar í Danmörku - óvíst með íslenska sumarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Abba lengi lifi...
Abba er áreiðanlega þekktasta vörumerki Svía og ótrúlegt að hún skuli halda vinsældum sínum, áratugum eftir að hún hætti. Abba var frábær hljómsveit sem hefur svo sem ekki fallið öllum "gáfuðum" gagnrýnendum í geð sem nefna hana sjaldnast á nafn þegar þeir telja upp merkilegasta popp sögunnar. En frá mínum bæjardyrum séð er Abba vel að hvaða vegtyllum komið, hvort sem það er safn til heiðurs hljómsveitinni eða eitthvað annað.
Abba-safn opnar í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Tæknileg vandamál...?
Þetta hlé Geirs og Ingibjargar á stjórnarmyndunarviðræðunum gæti verið vegna vissra tæknilegra vandamála, sem minnir mig reyndar á fyrsta hléið í ríkissjónvarpinu allra fyrsta útsendingarkvöldið þegar alíslenskt sjónvarp fór loksins í loftið.
Öll fjölskyldan mætti tímanlega inn í stofu, svona um hálftíma áður en útsending hófst með gos og sælgæti, enda var siður í þá daga að mæta á réttum tíma í bíó eða önnur leikhús.
Þegar nokkuð var liðið á "bíóið", birtist allt í einu skilti sem á stóð, "Hlé" en þá stóðu allir upp og fóru að poppa og svona eins og gengur en engan grunaði að hléið hefði verið vegna tæknilegra vandamála.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Viagra bjargar heiminum....
Það er góð hugmynd að nota Viagra til að jafna sig eftir flug. Kannski væri hægt að nota Viagra þar sem stríð eru landlæg; kannski gæti gamli hippafrasinn "make love not war" gengið í endurnýjun lífdaga. Allt er betra en stríð....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2007
Örsaga um Ford Mustang 1967....
Gamall vinur minn sem starfaði í Suður-Arabíu fyrir langa löngu, sá af skiljanlegum ástæðum engar "konur" enda voru þær allar kappklæddar frá hvirfli til ilja. Þetta var fyrir tíma netsins, það var ekkert áfengi að hafa, hann gat ekki skroppið á bar né gert nokkuð það sem hann eins og aðrir ungir menn voru vanir að gera á Íslandi. Hann sökk sér því niður í vinnu og reyndi að gleyma konum og hugsa um eitthvað annað.
Til að drepa tíman dundaði hann sér löngum stundum við bílinn sinn sem var Ford Mustang, sem hann bónaði í bak og fyrir og ók honum aðeins um, en það var lítið gaman, ekkert hægt að fara, bara sandur og ryk.
En dag einn þegar hann hafði ekki séð konur í marga mánuði, né gert nokkuð af því sem hann var vanur heima, ákvað hann að nú væri nóg komið, segja upp vinnunni og taka fyrsta flug til íslands þótt vinnan væri í sjálfu sér ágæt. Það sem gerði útslagið var þegar risið á honum varð allt of hátt eftir að hafa gælt við og bónað Ford Mustang árgerð 1967....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. maí 2007
John Lennon og friður á jörðu...
Ég er mikill aðdáandi John Lennons. Hann tók undir þann hvimleiða söng í laginu "Imagine" að ekki kæmist friður á jörð fyrr en himnaríki, þjóðir og eignarrétturinn liði undir lok; að orsakir illdeilna og stríðreksturs sé þar einhverstaðar að finna.
Klókir eða heimskir stjórnmálamenn, eftir því hvernig á það er litið, nota allan tiltækan áróður til að réttlæta stríð gegn annarri þjóð eða isma sem þeim stendur stuggur af.
Þótt heimurinn væri fallegt griðland, bræðralags og friðar yrði að viðhalda bræðralaginu, ekki satt? En hvernig? Eftir sem áður þyrfti að hafa lögreglu og her til að koma í veg fyrir að óprúttnir glæpamenn stefndu hinum "trúlausa", kreddulausa friðelskandi heimi eða hvaða útópíu sem væru búið að koma á fót með blóði, svita og tárum, það yrði að verjast ofbeldi og yfirgangi.
Hvernig myndu varnarmálaráðherrar bræðralags og friðar bregðast við ribböldum og gráðugum mafíuforingjum eða glæpamönnum sem drepa í eigin nafni eða græðginnar. Og hvað segðu þá friðelskandi karlar þegar (varnar)stríð yrði háð í nafni bræðralags og friðar?
Væri stríðið friðinum að kenna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. maí 2007
Keith verður frábær sjóræningi enda hefur hann útlitið með sér (svona gæti hann litið út)...sjá MYND
Bloggar | Breytt 22.5.2007 kl. 03:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar