Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Fullkominn frammistaða dugði ekki til að fleyta Eiríki áfram - því miður, en það gengur bara betur næst
Nú liggur það fyrir; Eiríkur Rauði komst ekki áfram, en við getum huggað okkur við það sem skipti mestu máli; hann stóð sig afburðavel og ef fólk er að leita réttlætis er það ekki að finna í stigagjöf Eurovision undankeppninnar, svo mikið er víst. Það gengur bara betur næst eða þarnæst - okkar tími mun koma...eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Eiríkur stóð undir nafni
Eftir slíka frammistöðu sem er í fyrsta skipti betri en sjálft myndbandið er ekki við flytjendur að sakast ef ekki verður framhald á Laugardaginn. Á vefnum esctoday.com segir um æfingar Eiríks Rauða sem stóð svo sannarlega undir nafni: "Eirikur sells his rock song brilliantly and receives warm applause for a solid performance. Again, faultless vocal and full of jaded passion." Við sjáum til hvort fullkominn frammistaða dugar til...
![]() |
Eiríki og félögum tókst vel upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 7. maí 2007
Kveðskapur og heyskapur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Yfirbyggðar svalir og salerni.
Þetta "mál" minnir mig dálítið á yfirbyggðar svalir, jú þannig er að svalir eru til þess gerðar að "fara út" og anda að sér fersku lofti en þegar búið er að byggja yfir þær, koma fyrir leslampa, borðum, viðkvæmum blómum og baststólum eru engar svalir lengur til að fara út á, nema byggðar séu svalir utaná svalirnar. Ef salerni eru notuð undir aðra starfsemi en að koma frá sér úrgangsefnum, þarf þá ekki að búa til ný salerni?
![]() |
Samfarir heimilar á salerninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Silfur Egils
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. apríl 2007
Það er ekki góð skemmtun að velja "ranga" mynd.
Ég held að ég sé búin að finna lausnina á þessu mikla heimilisböli. Mig langar að deila lausninni með öðrum bloggurum enda er mikið í húfi, peningar og tími og misheppnuð kvöld sem gætu nýst til einhvers annars. Þú ferð einfaldega inn á vefslóðina, http://www.imdb.com/, og velur mynd sem fær 7 eða hærri meðaeinkunn. Þær 178 myndir sem ég tilgreini hér neðar á síðunni er allt myndir sem fá að minnsta kosti 7 í meðaleinkunn þótt vissulega séu til góðar myndir sem falla ekki fjöldanum í geð og smekkur fólks er ekki sá sami en í yfirgnæfandi meirihluta tilvika ætti kvöldinu að vera borgið. Ég lofa því, góða skemmtun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 16. apríl 2007
Lagt af stað
Þessi fyrstu skrif mín á blog.is er ekki eins merkilegur viðburður og þegar stóru skipi er hleypt af stokkunum, fyrsta skóflustungan tekinn að miklu mannvirki og enn síður þegar borði er klipptur til að hleypa fyrsta bílnum í gegnum löng jarðgöng enda byrja ég bara með tvær hendur tómar á lyklaborðinu og afar óljósar hugmyndir um framhaldið. Það mun bara koma í ljós hvað verður.
Ég hef þó sett mér nokkur markmið sem ég vonast til að geta staðið við en þau eru eftirfarandi:
- Skrifa ekki illa um nokkra manneskju eða gera lítið úr henni með háði, spotti eða öðrum stílbrögðum.
- Vera eins málefnalegur og ég hef dómgreind til, og svara ekki skætingi i sömu mynt.
- Skrifa bara þegar ég er í þokkalega góðu skapi og í sæmilegu jafnvægi.
- Skrifa sem minnst um persónulega hagi mína en því meira um hin ýmsu mál sem mér og vonandi öðrum eru hugleikin.
- Reyna að segja sem mest í sem fæstum orðum.
Mig langar í blábyrjun að segja smá sögu af sjálfum mér og einu samskiptunum sem ég hef átt við Pólverja. Þannig var að fyrir mörgum árum var ég háseti á fragtskipi sem sigldi til borgarinnar Gdansk sem er hafnarborg í Póllandi. Ég og annar háseti fórum á krá nokkra og reyndum að blanda geði við innfædda. Ég talaði bjagaða ensku og reyndi að afla mér upplýsinga um mannlíf en aðalega skemmtanalíf Pólverja en stemmingin á kránni var ekkert ósvipuð sveitaböllum á Íslandi. Ég spjallaði lengi við náunga nokkurn sem talaði álíka bjagaða ensku og ég en gat þó frætt mig þó nokkuð um "ástandið" í Póllandi sem var á þeim tíma kommúnískt ríki. Eftir nokkur glös og fróðlegt spjall spurði hann mig; "where are you from", sem mér fannst góð spurning enda hafði ég tekið eftir því á örstuttum sjómannsferli að íslendingum var allstaðar vel tekið. Ég svaraði því með stolti; "i am form Iceland", en ég gleymi seint undrunarsvipnum á "pólverjanum" þegar hann æpti nánast, "ME TOO".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Axel Ólafsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Kristján Hreinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Guðfinna S. Bjarnadóttir
-
Vestfirðir
-
Björn Heiðdal
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásta Möller
-
Pálmi Gunnarsson
-
Andrés Magnússon
-
Haukur Viðar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Valgerður G.
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
gudni.is
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Kallaðu mig Komment
-
Herra Limran
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Bergur Thorberg
-
Heidi Strand
-
G.Helga Ingadóttir
-
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
-
Ólafur fannberg
-
Forvitna blaðakonan
-
halkatla
-
Júlíus Valsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Haukur Nikulásson
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Grazyna María Okuniewska
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Arnar Pálsson
-
Ágúst Dalkvist
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Fríða Eyland
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Himmalingur
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Karl Tómasson
-
kiza
-
Kolgrima
-
Lady Elín
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Promotor Fidei
-
Ragnar Bjartur Guðmundsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Sigurður Hólmar Karlsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
TARA
-
Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar