Sunnudagur, 14. október 2007
ER ORKUÚTRÁSIN NÝTT LOTTÓ?
BANKARNIR VIÐURKENNA VERÐMÆTI DECODE
KAUP Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankans og Búnaðarbankans á 17% hlut í deCODE Genetics Inc., móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, sýna svo ekki verður um villst að í ÍE liggur eitt magnaðasta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir. Það er ekki nóg með að fyrirtækið hafi flutt til landsins fjölda vísindastarfa og sérþekkingu. Það er að ryðja brautina fyrir íslensk þekkingarfyrirtæki til að afla fjár til starfsemi sinnar erlendis. ÍE er að notfæra sér nýuppgötvaðar auðlindir og beitir markaðsöflunum til að virkja þær. Á sama tíma er fyrirtækið orðið umræddasta og jafnframt eitt umdeildasta fyrirtæki landsins. Miðað við kaupgengi bankanna þriggja er félagið orðið það verðmætasta á landinu, með markaðsverðmæti upp á 500 milljónir bandaríkjadala, eða 37 milljarða íslenskra króna. Greiningarmenn og sérfræðingar þessara þriggja banka hljóta að hafa orðið sáttir við þetta mat eftir ýtarlega skoðun. Bankar geta ekki leyft sér að nota svo stóran hluta eigin fjár síns til hlutabréfakaupa, nema vera alveg vissir í sinni sök....
<> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <><> <> <> <>
Hvað getum við lært af ofnagreindri dæmisögu?
![]() |
Lottóvinningur kvöldsins gekk ekki út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. október 2007
FRIÐARSÚLA?
Það er skemmtileg tilviljun að friðarsúlan skuli fá orkuna frá Orkuveitunni en svo sannarlega hefur engin friður verið um hana og enn skemmtilegra er að sjálfur Villi sem hefur tekist með lagni að fá alla upp á móti sér skuli líka vera viðriðin friðarsúluna. Og sumir segja að Yoko Ono hafi slökkt í friðarpípu Bítlanna.
Hver á að tendra ljósin, Bush?
![]() |
Ein friðarsúla nægir Yoko Ono |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. október 2007
2000 VANDINN LEYSTIST ÁRIÐ 2000...
...er skrýtinn fyrirsögn og þó. Frétt DV er röng í öllum aðalatriðum og ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir hana. Dorrit er mjög góð forsetafrú og Ólafur er ágætur forseti og án efa vel að verðlaununum kominn. En þó tel ég ekki að spádómsgáfur Ólafs séu ekki upp á marga fiska þegar haft er í huga að hann spáði fyrir um litla ísöld á íslandi í ávarpi til þjóðarinnar fyrir um 9 árum síðan. Honum til afsökunar át hann vísdóm sinn upp eftir vísindamönnum en eins og allir vita hafa þeir reynst afburða lélegir spámenn um framtíðina. Tunglstöð sem framleiðir rafmagn fyrir jarðarbúa er eitt gott dæmi sem ég birti fyrir neðan þessa færslu. 2000 vandinn var uppblásinn vandi sem var ekki í neinu samræmi við úlfaldan sem reyndist lítil býfluga.
Gefum Ólafi orðið: (leturbreyting er mín).
Sveit fremstu vísindamanna heims, formlega valdir sem fulltrúar þjóðríkja, hefur skilað niðurstöðum um breytingar á hitastigi, hækkun á yfirborði sjávar, umturnun hafstrauma, gróðurfars og lífsskilyrða jarðarbúa. Ef svo heldur fram sem horfir gæti hitaaukning víða um heim gert gróðursvæði að eyðimörk en annars staðar yrði kólnun í ætt við ísaldartíma. Breytingar á saltstigi sjávar myndu stöðva aflvélina sem knúið hefur hringrás hafstraumanna og ylurinn sem við höfum hlotið úr suðurhöfum hætta að berast hingað.
Lega Íslands og lykilhlutverk Golfstraumsins á okkar slóðum eru á þann veg að áhrif loftslagsbreytinganna myndu koma hvað harðast niður á okkur Íslendingum og gera landið nánast óbyggilegt fyrir barnabörn okkar og afkomendur þeirra.
Jökulhella mun þá leggjast yfir landið allt, fiskistofnarnir sem haldið hafa lífi í þjóðinni um aldir hverfa úr hafinu umhverfis, hluti núverandi byggða sökkva við hækkun sjávarborðs.
Þessi lýsing er ekki heimsendaspá eða efnisþráður í skáldlega hryllingssögu heldur kjarninn í vísindalegum niðurstöðum fræðimanna sem skipa hina formlegu ráðgjafasveit ríkja heims, niðurstöðum sem lýsa því sem gæti hafist á æviskeiði þeirra Íslendinga sem nú eru börn í skóla. Ísland hefur einmitt í þessari vísindaumræðu verið tekið sérstaklega sem dæmi um hrikalegar afleiðingar loftslagsbreytinganna. Virtur vísindamaður, sérfræðingur við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum, sagði nýlega í viðtali við eitt helsta dagblað heims: "Ísland yrði þakið jöklum allt til stranda. Íbúarnir yrðu að yfirgefa það." Landið okkar góða yrði þá í raun og sann ísa fold.
Við Íslendingar ættum því að vera í fararbroddi þeirra sem á alþjóðavettvangi krefjast þess að tafarlaust verði gripið til róttækustu gagnaðgerða til að forða heiminum frá slíkri loftslagsbreytingu. Við ættum að fagna þeim vilja sem þjóðir heims sýna nú til samstarfs, hefja með öðrum breytingar á eldsneytisnotkun skipa og bifreiða og beita nýrri tækni sem auðveldar loftslagsvæna framleiðsluhætti. Við eigum að gleðjast yfir þeim tækifærum sem öld umhverfisverndar getur fært okkur Íslendingum ef við sjálf höfum vit og vilja til að nýta kosti Íslands. Það er annars sérkennilegt hve illa okkur hefur gengið að sýna í verki hollustu við vernd umhverfis, lífríkis og landgæða. Við höfum látið ættjörð okkar blása upp og eytt svo gróðri með óhóflegri beit hrossa og sauðfjár að Ísland er nú mesta eyðimörk álfunnar.
![]() |
Dorrit segir frétt DV móðgandi og særandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. október 2007
YFIRLÝSING FRÁ BENEDIKTI II

Virðingarfyllst, Benedikt II.
![]() |
Yfirlýsing frá Ragnari Axelssyni ljósmyndara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 7. október 2007
GUÐNI ER SKEMMTILEGUR
Eitt má Guðni eiga; hann er skemmtilegur! Það er fæstum stjórnmálamönnum gefið, að vísu myndi ég frekar vilja að leiðinlegan mann sem væri góður stjórnmálamaður en skemmtilegan mann sem væri vondur stjórnmálaður (menn eru líka konur). En svo er spurning hvenær menn eru góðir stjórnmálamenn og hvenær menn eru skemmtilegir stjórnmálamenn en stundum veit maður ekki hvort maður eigi að hlæja eða gráta yfir þeim.
Ég ætla að minnsta kosti að kaupa bókina hans Guðna og lesa hana eftir jólasteikina.
![]() |
Ævisaga Guðna Ágústssonar gefin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. október 2007
BÚTUR ÚR JÁRNTJALDI
Ég kom til hafnarborgar í Austur-Þýskalandi áður en járntjaldið féll, að vísu aðeins á bryggjuna vegna þess að fraktskipið vöktuðu tveir hermenn með vélbyssu og það var ekki fyrirhafnarinnar virði að reyna að dröslast í bæinn. Einhverjir úr áhöfninni fóru en það var tómt vesen og flestir voru bara um borð á kvöldin, drukku bjór og tefldu. Lífið í þessari borg snerist um eftirlit, leit og endalausa tortryggni.
Einhverju sinnu var ég að vinna um borð og þurfti að sækja hlut á bryggjuna sem var í um 5 metra frá bryggjubrún. Ég labba landganginn eins og ekkert væri sjálfssagðara en þá kemur annar hermannanna með vélbyssu og heimtaði passport ákveðinn. En þá benti ég honum á að ég væri aðeins að sækja lítið ómerkilegt járnstykki sem var svo nálægt að hann hefði þess vegna getað rétt mér það. Ég benti honum á járnið en hann svaraði aftur með, passport, passport. Ég reyndi að mögla en sneri við þegar ég sá svipinn á hermanninum, mér sýndist hann lyfta byssunni. Ég fór niður í káetu og náði í vegabréfið. Gekk aftur út á landganginn og sýndi honum það. Hann skoðaði bréfið í krók og kima og leyfði mér síðan formlega að ná járnstykkið sem lág fyrir aftan hann.
Hermaðurinn lét eins og ég væri að biðja um bút úr járntjaldinu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27. september 2007
ÉG VIL SJÁ VÆGARI DÓMA
Ég er að spá. Getur verið að ég sá eini á Blogginu sem vill alls ekki sjá lengri fangelsisdóma almennt, ekki einu sinni fyrir kynferðisafbrotamenn eða ofbeldismenn? Ég vil reyndar sjá miklu styttri dóma fyrir fíkniefnasmygl.
Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Á íslandi eru um 100 manns í fangelsum á hverjum tíma. Í Bandaríkjunum er samsvarandi tala um 2000. Af hverju ætli glæpatíðni sé margfalt lægri hjá okkur þrátt fyrir að tuttugu sinnu færri sitji í fangelsum? Eða, hvernig ætli standi á því að glæpatíðni virðist vera í öfugu hlutfalli við lengd dóma?
Ég skil ekki þetta hatur og heift gagnvart mönnum sem eru á leið í fangelsi. Er ekki nóg að dæma þá í fangelsi, þarf líka að sparka í þá og níða svo þeir komist örugglega ekki aftur út í samfélagið? Þarf að níðast á þeim svo ættingjar verði fyrir aðkasti?
Það hvarflar ekki að mér að þeir sem ganga harðast fram í fordæmingu á blogginu séu að gera samfélaginu nokkurt einasta gagn. Síður en svo. Það gerir einangrun þeirra, sem vissulega hafa framið glæpi sem ég er ekki að afsaka á nokkurn hátt, miklu meiri en hún þyrfti að vera.
Ég vona svo að þessi umræddi maður sem fjallað er um í fréttinni standi sig vel í fangelsinu og gefist ekki upp og tökum vel á móti þeim föngum sem eiga eftir að koma út á næstunni, langfæstir af þeim brjóta aftur af sér og aðeins 5% kynferðisafbrotamanna.
Það væri gaman að heyra í þeim sem hafa álíka skoðanir og líka hinum sem eru algerlega ósammála.
![]() |
14 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á skilorði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. september 2007
HJÁ TÓMASI
Ég var um 10 ára gamall, í Íslandssögutíma hjá Tómasi Einarssyni kennara í Hlíðaskóla, þegar ég skildi að dauðarefsingar væru rangar.
Tómas sagði frá hefndarskyldunni. Maður sem drap morðingja bróður síns var sjálfur drepin af bróður þess sem hann drap sem svo aftur var drepinn og þannig koll af kolli.
Að vísu talaði Tómas ekkert um dauðarefsingar almennt en ég dró bara þessa ályktun auk þess sem mér var meinilla við að kálfur sem ég hafði gefið að drekka mjólk á hverjum degi i sveitinni skildi líflátinn og étinn með sykruðum, kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbabarasultu.
Þá vissi ég að ég gæti hvorki orðið bóndi né böðull.
En aftur að dauðarefsingum. Ég er á móti þeim og nenni ekki að færa rök fyrir þeirri skoðun minni enda eru þau rök ekki bara hlutlaus rök heilatölvunnar minnar heldur er kálfur og kennslustund hjá Tómasi að þvælast fyrir dauðasprautunni.
![]() |
Aftaka í Texas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 26. september 2007
MAHMOUD VEIT HVAÐ HANN SYNGUR II
Mahmoud forseti veit hvað hann syngur.
Nú efast engin lengur um heilindi hans og heiðarleika eftir greiningar hans á samtímanum.
Ef sami heilinn er ennþá að verki sem komst að þeirri niðurstöðu að engir samkynhneigðir fyrirfyndust í Íran, segir okkur nú að engin hætta stafi af kjarnorku Írana, stafar engin hætta af kjarnorku Írana.
Við getum andað léttar og slakað á.
![]() |
Íransforseti segir kjarnorkumáli Írans lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 24. september 2007
MAHMOUD VEIT SVO SANNARLEGA HVAÐ HANN SYNGUR
Alltaf gaman þegar menn sjá hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Mahmoud er ekki haldin neinum grillum af neinum toga, trúir hvorki á álfa, huldufólk né drauga. Hann er réttsýnn, sanngjarn, góðgjarn og ann frelsi, jafnrétti og bræðralagi.
Hann dregur réttilega þá ályktun að engin samkynhneigð fyrirfinnst í Íran vegna þess að engin hefur komið út úr skápnum ennþá.
Við hvað ætti fólk svo sem að hræðast?
Í landi eins og Íran þar sem fólk er frjálst til orðs og æðis er ljóst að það þorir að koma til dyranna eins og það klætt en það vill bara svo skemmtilega til að allir eru eins klæddir.
![]() |
Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 23. september 2007
ÓLUKKUNNAR LOTTÓ
Af hverju lætur fólk plata sig til að kaupa lottómiða í hverri einustu viku árum saman. Gerir fólk sér ekki grein fyrir að það eru ömurlega litlar líkur að fá stóra vinninginn?
Veit fólk ekki að potturinn er fjórfaldur vegna þess að vinningslíkurnar eru svo hræðilega litlar! Og til að kóróna vitleysuna vottar ekki fyrir sektarkennd hjá lottóliðum sem auglýsa grimmt að nú sé hann fjörfaldur, eins og það séu einhver meðmæli með lottóinu. Þótt milljónir raða hafi verið seldar gengur vinningurinn samt ekki út!
Segjum sem svo að þú kaupir eina röð af lottói einu sinni í viku. Hvenær býstu nú við að fá þann stóra? Ekki veit ég líkurnar nákvæmlega en ef þú kaupir miða næsta laugardag og svo á hverjum laugardegi upp frá því, giska ég á að þú þurfir að bíða eftir þeim stóra fram á einhvern laugardaginn árið sautján þúsund og sjö eftir á að giska 15.000 ár.
En þá máttu ekki gleyma að kaupa hann vikulega!
![]() |
Potturinn fjórfaldur næsta laugardag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. september 2007
ER KAPÍTALISTINN FUNDINN?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. september 2007
BROSKALL Í GÓÐU SKAPI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 17. september 2007
CLINTON BORÐAR SS PYLSUR
Ef ég hefði kosningarétt í Bandaríkjunum myndi ég hiklaust kjósa Hillary Clinton enda er hún mikill Sjálfstæðismaður í sér. Hún er ekki eins smámunasöm og Villi í borginni. Að vísu á hún erfiðan eiginmann en ég held að þau hafi bæði lært af reynslunni; hún að erfitt er að eiga við heilbrigðiskerfið og hann að hafa hemil á sér þegar lærlingar eru annars vegar. Hún þekkir herbergjaskipan í Hvíta húsinu mjög vel og mun ekki villast í stjórnkerfinu. Hún mun berjast fyrir almennum mannréttindum og reisn hins venjulega manns og þá er ég ekki að tala um eiginmanninn.
Og eiginmaðurinn borðar SS pylsur sem er góð landkynning.
![]() |
Clinton kynnir hugmyndir um miklar umbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Axel Ólafsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Kristján Hreinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Guðfinna S. Bjarnadóttir
-
Vestfirðir
-
Björn Heiðdal
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásta Möller
-
Pálmi Gunnarsson
-
Andrés Magnússon
-
Haukur Viðar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Valgerður G.
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
gudni.is
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Kallaðu mig Komment
-
Herra Limran
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Bergur Thorberg
-
Heidi Strand
-
G.Helga Ingadóttir
-
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
-
Ólafur fannberg
-
Forvitna blaðakonan
-
halkatla
-
Júlíus Valsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Haukur Nikulásson
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Grazyna María Okuniewska
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Arnar Pálsson
-
Ágúst Dalkvist
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Fríða Eyland
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Himmalingur
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Karl Tómasson
-
kiza
-
Kolgrima
-
Lady Elín
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Promotor Fidei
-
Ragnar Bjartur Guðmundsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Sigurður Hólmar Karlsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
TARA
-
Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar