BÚTUR ÚR JÁRNTJALDI

Ég kom til hafnarborgar í Austur-Þýskalandi áður en járntjaldið féll, að vísu aðeins á bryggjuna vegna þess að fraktskipið vöktuðu tveir hermenn með vélbyssu og það var ekki fyrirhafnarinnar virði að reyna að dröslast í bæinn. Einhverjir úr áhöfninni fóru en það var tómt vesen og flestir voru bara um borð á kvöldin, drukku bjór og tefldu. Lífið í þessari borg snerist um eftirlit, leit og endalausa tortryggni.

Einhverju sinnu var ég að vinna um borð og þurfti að sækja hlut á bryggjuna sem var í um 5 metra frá bryggjubrún. Ég labba landganginn eins og ekkert væri sjálfssagðara en þá kemur annar hermannanna með vélbyssu og heimtaði passport ákveðinn. En þá benti ég honum á að ég væri aðeins að sækja lítið ómerkilegt járnstykki sem var svo nálægt að hann hefði þess vegna getað rétt mér það. Ég benti honum á járnið en hann svaraði aftur með, passport, passport. Ég reyndi að mögla en sneri við þegar ég sá svipinn á hermanninum, mér sýndist hann lyfta byssunni. Ég fór niður í káetu og náði í vegabréfið. Gekk aftur út á landganginn og sýndi honum það. Hann skoðaði bréfið í krók og kima og leyfði mér síðan formlega að ná járnstykkið sem lág fyrir aftan hann.

Hermaðurinn lét eins og ég væri að biðja um bút úr járntjaldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heheh já ég lenti í svipuð þegar ég fór í gegn um A-Þýskaland á Interrail ferðalagi 1980.  Við gistum á gólfi lítillar lestarstöðvar eina nóttina og við inganginn voru tveir hermenn með vélbyssur. Þegar ég ætlaði að taka mynd af þeim var mér snarlega bannað það. Daginn eftir vorum við á leiðinni með lest út úr landinu á landamærunum þurfti að stoppa töluverða stund. Lítið var að sjá útum glugga lestarinnar annað en gaddavírsgirðingar og vinur minn teigði út hausinn á lestarglugganum til að taka mynd. Vitum við ekki fyrr en hermaður með vélbyssu og einhver yfirmaður í dæmigerðum "nasistabúningi" skipar okkur að koma okkur út úr lestinni. Við fylgdum mönnunum skíthræddir inn á einhvern kontór þarna. Þar tók á móti okkur borðum skríddur hershöfðingi sem hélt yfir okkur þrumandi ræðu á þýsku sem við skildum ekki, nema síðustu tvö orðin. "...Nicht photography!". Að því búnu heimtaði hann myndavélarnar af okkur báðum og opnaði þær með þjósti, dró út filmuna í dagsljósið og afhenti okkur vélarnar að því búnu. Á meðan á þessu stóð þá flautaði vélin til merkis um brottför og ég man að ég fékk nett í hnén við tilhugsuninni að verða eftir á þessum hræðilega stað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2007 kl. 18:03

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Skemmtileg saga!

Benedikt Halldórsson, 6.10.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband