HJÁ TÓMASI

kálfakjöt

Ég var um 10 ára gamall, í Íslandssögutíma hjá Tómasi Einarssyni kennara í Hlíðaskóla, þegar ég skildi að dauðarefsingar væru rangar.

Tómas sagði frá hefndarskyldunni. Maður sem drap morðingja bróður síns var sjálfur drepin af bróður þess sem hann drap sem svo aftur var drepinn og þannig koll af kolli.

Að vísu talaði Tómas ekkert um dauðarefsingar almennt en ég dró bara þessa ályktun auk þess sem mér var meinilla við að kálfur sem ég hafði gefið að drekka mjólk á hverjum degi i sveitinni skildi líflátinn og étinn með sykruðum, kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbabarasultu.

Þá vissi ég að ég gæti hvorki orðið bóndi né böðull.

En aftur að dauðarefsingum. Ég er á móti þeim og nenni ekki að færa rök fyrir þeirri skoðun minni enda eru þau rök ekki bara hlutlaus rök heilatölvunnar minnar heldur er kálfur og kennslustund hjá Tómasi að þvælast fyrir dauðasprautunni.


mbl.is Aftaka í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

já aumingja litlu dýrin sem alin eru til matar, og aumingja mennirnir sem halda að dauðarefsing sé holl fyrir þá! 

halkatla, 29.9.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nákvæmlega!

Benedikt Halldórsson, 30.9.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband