Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Fyllerí út á túni
Eitthvað fer þetta aldurstakmark fólks að tjaldstæðum bæjarins við Kalmansvík vegna bæjarhátíðarinnar Írskir dagar fyrir brjóstið á fólki. Það er svo sem skiljanlegt að fólki sé ofboðið en getur ekki verið að hneykslunin sé svolítið á misskilningi byggð?
Landeigandi sem setti upp samskonar hátíð út á túni í sínu eigin landi (sem héti héti Eignarland ehf) gæti sett þær reglur sem honum sýndist um umgengni og aldurtakmörk á sama hátt og veitingahúseigendur sem hika ekki við að setja aldurstakmörk. Hins vegar gengi varla að sveitarfélagið bannaði fólki undir 23 ára að sækja hátíðir eða skemmtanir sem fram færu í bæjarfélaginu á vegum einkaaðila. En í þessu tilfelli vill svo skemmtilega til að landeigandinn og hátíðarhaldarinn er bæjarfélagið sjálft. Því ljóta fulltrúar þess að geta því sett þær reglur um aðgengi fólks að þessari tilteknu hátíð, fyrir hönd eiganda sinna, á sama hátt og skemmtistaðir eru t.d. með 25 ára aldurtakmark.
Hver er annars munurinn á Írskum dögum og venjulegri krá? Eru ekki Írskir dagar bara fyllerí út á túni?
![]() |
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Sinueldar - vorið er komið
Það er kannski ekki við hæfi að játa að mér hlýnar alltaf um jurtaræturnar þegar ég heyri um sinuelda. Eldurinn, reykurinn og lyktin ásamt lögreglu og slökkviliði er tákn fyrir vorkomuna, áhyggjuleysi æskunnar og eilífrar hamingju enda er sinan eins og mara fortíðar sem er hindrun fyrir grösugri og fallegri framtíð!
Ég man daginn sem í flutti úr Kleppsholtinu yfir í Hvassaleitið. Móarnir sem nú hýsa Kringluna voru alelda, alveg alelda og ég varð alveg heillaður. Á hverju vori útvegaði ég mér eldspýtur og kveikti í sinunni eins og öll venjuleg börn. Til að spara eldspýtur notaði ég sinuvöndul til breiða eldinn út sem breiddist hratt út - enda eldur í sinu. Ég koma sótsvartur, sæll og glaður heim á hverju kvöldi. Í minningunni sit ég sveittur eftir vel brennt dagsverk og saup á sjóðheitri kjötsúpunni á meðan slökkviliðið vann sitt verk án árangurs fyrir utan stofugluggann.
Nokkrum vikum seinna var leiksvæði okkar milli heimsálfanna tveggja, Hlíða og Hvassaleitis, orðið grösugt, grænt og vænt.
![]() |
Búið að slökkva sinueldinn í Elliðaárdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Frá miðvikudegi til föstudags
Á miðvikudegi í mogga er sagt frá því að aðeins 5% þeirra sem hættu að reykja drápu í sígarettunni einir og óstuddir, en tveimur dögum seinna geta hvorki meira né minna en 70% hætt að reykja bara sisvona án plástra, námskeiða og lyfja.
Á miðvikudegi er viðtal við Dr Robert West sem er svartsýnn á að reykingafólk geti hætt án heimilislækna og hjálparlyfja. Á föstudegi er allt annað upp á teningnum ef marka má skýrslu sem Lýðheilsustofnun hefur birt.
Miðvikudagur: "Yfir 70% þeirra sem tókst að hætta að reykja fengu enga sérstaka aðstoð við að hætta, en rúmlega 22% notaði reykleysislyf sér til aðstoðar."
Föstudagur: "Rannsóknir sýna að 75% tilrauna til reykleysis án aðstoðar eða hjálparmeðala verða að engu innan viku og aðeins innan við 5% reykingamanna, sem gera tilraunir til að hætta sjálfir og án aðstoðar, eru enn reyklausir eftir heilt ár."
Litabreytingin er sko mín.
Eftir að hafa lesið Moggann á miðvikudegi var ég virkilega stoltur að hafa hætt að reykja fyrir tólf árum án hjálparlyfja en svo á föstudegi sá ég að ég er ekkert spes; mikill meirihluti þeirra sem hætta að reykja gera það án aðstoðar.
Miðvikdagsfréttin er að vísu runnin undan rifjum lyfjafyrirtækisins Pfizer í samráði við Félag íslenskra heimilislækna en það hefur ábyggilega ekki nokkur áhrif á niðurstöðuna enda er allt satt og rétt haft eftir Dr Robert West sem er prófessor í sálfræði við UCL sem vill meina að reykingamenn þurfi stuðning í verki til að losna við nikótínpúkann. Því miður er sá stuðningur of seinn á ferðinni fyrir 70% sem hættu án stuðnings í verki, ekki satt?
Miðvikudagur: "West segir afar þýðingarmikið að reykingamenn gefi reykingar upp á bátinn á meðan þeir eru enn ungir. Fíknin sé þó ákaflega sterk og flókið fyrirbæri. Stuðningur fagmanna á borð við heimilislækna geti því skipt sköpum í því hvort tilætlaður árangur í átt til reykleysis næst eða hvort allar slíkar tilraunir fjúka út í vindinn."
Föstudagur: "Yfir 70% þeirra sem tókst að hætta að reykja fengu enga sérstaka aðstoð við að hætta, en rúmlega 22% notaði reykleysislyf sér til aðstoðar (annað hvort nikótínlyf eða Zyban).Nokkuð stór hluti þeirra sem enn reykti notaði nikótínlyf. Þetta er ekki í samræmi við leiðbeiningar um notkun slíkra lyfja."
Miðvikudagur: " Nikótínið hefur margþætta virkni á heilann. Það kallar m.a. á sterkar hvatir til að reykja, skapar nikótínhungur og framleiðir óþægileg fráhvarfseinkenni þegar heilinn hefur gengið á nikótínbirgðir sínar. Með góðum stuðningi heimilislækna og þeirra hjálparmeðala sem í boði eru nú til dags eru þó líkur á varanlegu reykleysi mun betri en ef menn ætla sér ekki að nýta þau ráð sem í boði eru."
Föstudagur: " Árið 2006 var sala nikótínlyfja gefin frjáls í Finnlandi. Þessi breyting varð til þess að verð á nikótínlyfjum lækkaði og sala jókst. Þó er ekki vitað hvort þessi söluaukning hafi haft áhrif á tíðni reykinga. Til að mynda hefur sala nikótínlyfja aukist töluvert síðustu ár í Danmörku en tíðni reykinga haldist nokkuð stöðug."
Miðvikudagur: Dr. West. Allir reykingamenn telja sig geta hætt sjálfviljugir og án hjálpar en staðreyndin er önnur enda er nikótínfíknin bæði sterk, öflug og skæð."
Skilaboð Dr Wests eru augljós: Engin getur hætt að reykja nema kaupa lyfin sem hann er að kynna.
![]() |
Stór hluti reykingafólks hefur reynt nýlega að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 21.4.2008 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Þýðingarlaust vélmenni
Ég hef verið að pæla þótt ég eigi engan sportbíl til að selja. Ráða þýðingarvélar við að þýða t.d, "hver á þessa bók" en í gamla daga sagði enskukennari sögur af útlendingi sem þýddi, "hot spring river this book."
Hvernig skyldi InterTran þýða setninguna? Jú, "Who river þess vegna book?" Ekki nógu gott!
Spurt er á síðunni InterTran: Is an online translation the best solution? Látum á það reyna og hér kemur þýðingin og svarið:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Leitin að tilgangi lífsins
![]() |
Ekkert kynlíf í hálft ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Tímamót
Ég stend á tímamótum. Þá er tilvalið að laga baksýnisspegilinn. Stilla hann. Horfast í augu við sjálfan sig í leiðinni áður en lagt er af stað.
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Ær-Ingi
þegar vonarstjarna bændaflokksins þar sem landbúnaður hefur verið ær og kýr flokksins tekur tilvonandi fjallakóngur flokksins upp á því að skaða sig á heitu vatni eins og hver annar óviti. Björn Ingi var kúl Ís-Björn en er nú orðin óttalegur aum-Ingi eftir allt heita vatnið.
Slysin gera sko ekki boð á undan sér.
![]() |
Björn Ingi úr Framsóknarflokki? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 19. janúar 2008
LAUGARDAGSKLÁM
Þegar ég geng með hundinn minn sem er hvítur, loðin og mjúkur framhjá hóp af leikskólakrökkum eru viðbrögð þeirra alltaf þau sömu. Þau spyrja hvort þau megi ekki klappa hvíta púðlanum mínum sem er eins og smækkuð mynd af Ísbirni.
Þegar hvít og svört áreiti verða á vegi bloggara standast þeir sjaldnast freistinguna og klappa áreitunum með bloggi. Sumir eru harðhentir eins og Jens, aðrir blíðir eins og Gúrrí og enn aðrir vilja ekki einu sinni klappa en blogga um áhugaleysi sitt.
Getur verið að öll áreiti kalli fram örfá fyrirsjáanleg viðbrögð? Eru engin ný undur undir sólinni?
Þegar ég borða mína daglegu kleinu vil ég hafa hana snúna og brúna eins og í gær og fyrragær enda eru bragðkirtlar mínir íhaldssamir og fastir fyrir. En þegar ég les það sem aðrir skrifa vil ég nýtt bragð, nýjan snúning og jafnvel annan búning og einhverja galdra sem ég hef ekki upplifað áður.
Það er fátt sem kemur mér nú orðið á óvart nema ef vera skildi brjóst kvenna. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé þau, hvort sem þau eru lítil eða stór, í felum undir fatnaði, stinn eða lafandi. Ég spyr þó aldrei hvort ég megi þukla á þeim.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 14. janúar 2008
LEIFTURSÓKN GEGN LOFORÐUM
Þjóðverjar komu óvininum gjörsamlega í opna skjöldu með "blitzkrieg" eða leiftursókn.
Skyndifriðun er leiftursókn gegn orðheldni borgarstjórnar.
Hér eftir mun engin með fullu viti þora að leggja svo mikið sem túskilding með gati í nýbyggingar við Laugaveg eða aðra helga reiti sem eru að verða að einskonar kirkjugörðum með gömlum legsteinum úr timbri.
Skyndifriðun er annað orð yfir það fyrirbæri þegar fólk stendur ekki við gerða samninga.
Hugsum okkur verktaka sem er að pæla í að byggja við Laugaveg. Hann semur við borgaryfirvöld, fær arkitekt til að teikna og hanna hús en á síðustu stundu er öllum samningum rift í nafni skyndifriðunar.
Þótt hús geti verið mikils virði er orðheldni borgaryfirvalda margfalt meira virði. Með leiftursókn gegn samningum má rifta hverju sem er í nafni húsafriðunar og koma þeim sem hafa áhuga að byggja upp miðbæinn gjörsamlega í opna skjöldu sem gefast upp eins og óvinir þjóðverja.
Ég held að það sé kominn tími á skyndikosningar í Reykjavík.
![]() |
Skyndifriðun beitt á Laugavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Axel Ólafsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Kristján Hreinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Guðfinna S. Bjarnadóttir
-
Vestfirðir
-
Björn Heiðdal
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásta Möller
-
Pálmi Gunnarsson
-
Andrés Magnússon
-
Haukur Viðar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Valgerður G.
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
gudni.is
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Kallaðu mig Komment
-
Herra Limran
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Bergur Thorberg
-
Heidi Strand
-
G.Helga Ingadóttir
-
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
-
Ólafur fannberg
-
Forvitna blaðakonan
-
halkatla
-
Júlíus Valsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Haukur Nikulásson
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Grazyna María Okuniewska
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Arnar Pálsson
-
Ágúst Dalkvist
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Fríða Eyland
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Himmalingur
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Karl Tómasson
-
kiza
-
Kolgrima
-
Lady Elín
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Promotor Fidei
-
Ragnar Bjartur Guðmundsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Sigurður Hólmar Karlsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
TARA
-
Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar