Færsluflokkur: Dægurmál
Föstudagur, 4. janúar 2008
HEIMURINN ER KVENLÆGUR
Sá misskilningur er landlægur, gott ef ekki heimslægur að landið og heimurinn sé karllægur.
Karlar voru ekki bara stríðaldir upp af konum til að vera eins og þeir urðu, heldur voru þeir beinlínis skapaðir til að falla konum í geð með eilífri keppni hver væri sterkastur, vígfimastur og svalastur.
Allt frá fjaðurskreyttum indíánum og máluðum stríðsmönnum með bein í nefinu, til vel klæddra hermanna í flottum einkennisbúningum, hafa konur ýtt undir hegðun, framkomu og atferli karlanna sem fengu þær til að kikna í hnjáliðunum.
Konur hlæja líka að körlum og þess vegna keppa þeir í því að vera sem fyndnastir.
Ég held meira að segja að Biblían sé innblásinn af konum sem hvöttu skrifarana til dáða eins og klappstýrur og þess vegna er Guð kona, þannig séð.
Hver ól Jesú upp? Var það ekki kona? Það var María nokkur Mey sem kenndi Jesú að líta stórt á sig, mjög stórt. Mannkynssagan hefði orðið allt öðruvísi ef María hefði sagt stráknum sínum að hann væri bara lausaleiksbarn og ekkert spes. Hún hefur svo sannarlega hvatt hann til dáða. Hvað gagn er í því að vera sonur Guðs ef móðirin gerir lítið úr syni hans?
Allar mæður mikilla leiðtoga smituðu synina af sjálfstrausti og sigurvilja og kenndu þeim að sigra heiminn. Þeir sigruðu heiminn og konur héldu áfram að hvetja þá til dáða og konurnar eignuðust svo dáðadrengi með sigurvegurunum sem endaði náttúrulega með hundrað ára stríðinu og kúgun kvenna. Þannig ræktuðu konur menn til átaka með því að falla fyrir vondu strákunum. En þá fór að renna tvær grímur á sumar konur í klappliðinu sem sögðu sig úr því og fóru að úa á karlanna.
Hvaða nörd kannast ekki við hinn sjúklegan áhuga kvenna á vondu strákunum? Já, hvers vegna voru konur svona hrifnar af vondu strákunum á meðan góðu strákarnir sem voru góðir, fengu ekki tækifæri til að vera góðir við þær, en fengu bara að vera vinir, ekki bara í fortíð, heldur líka í nútið og kannski um eilífa framtíð þrátt fyrir að aðeins hefur fækkað í klappliðinu?
Konur velja karlanna og karlarnir reyna því að vera eins og þær vilja hafa þá, og þess vegna er heimurinn kvenlægur?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 4. janúar 2008
TAPAÐ FUNDIÐ
Kæri Antoníus: "Ég týndi auðæfum mínum sem voru í ljósleitum verðbréfum og grænleitum hlutabréfum í góðum gír og góðu gengi núna í sumar. Síðast sá ég til auðæfa minna í Borgartúni og Wall Street. Ertu til í að blása lífi í húsnæðismarkaðinn í Bandaríkjunum heilagi Antoníus til að losa mig úr klóm fátæktar."
![]() |
Auðmenn leita til æðri máttarvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. desember 2007
MÍN VÖLVUSPÁ
Ég spái því að Völvan borði kjúklingasúpu í næstu viku.
Ég spái því einnig að hún verði ófrísk eftir örstutt skyndikynni við þekktan sprellikall og að barnið muni fæðast svona níu mánuðum eftir að kallin frumflutti spriklandi sæði sitt.
Einnig sé ég fyrir mér að sprellikallinn og Völvan fari í sambúð en sprellikallinn verði afar erfiður í sambúðinni og fari mikið út á djammið með félögunum og því muni öll spádómsorka Völvunnar fara í að spá hvenær og hvort sprellikallin komi heim af djamminu.
Ég spái því einnig að Völvan muni ekki svo mikið spá í heimsmálin en verði uppteknari af nærtækari heimilisvanda sínum sem verður sá m.a. að sprellikarlinn fer á geðdeild eftir nákvæmlega eitt ár.
Ég spái því að lokum að Völvan muni spá því að sprellikarlinn nái heilsu eftir meðferðina en hætti að spá í Vikuna en taki bara einn dag í senn.
![]() |
Völvan spáir stjórnarslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 29. desember 2007
AÐ BREYTAST Í FIÐRILDI
Þótt þessi saga mannsins sé harmleikur er eitthvað við hana sem snertir mig. Ég alltaf verið heillaður af "nýju lífi" eins og þegar litla ljóta lirfan breytist í fiðrildi. Myndum við ekki öll vilja losa okkur við lestina, fara hreinlega úr þeim og skilja hýði ógæfunnar eftir á gólfinu eins og hvert annað rusl ef við gætum.
Það held ég nú bara.
![]() |
Maður handtekinn tveim árum eftir sjálfsmorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 28. desember 2007
HALLÆRISLEGT
Ósköp hef ég lítinn húmor fyrir svona unglingahúmor, en það er mitt vandamál. Best að fá sér kaffi og kleinu og vita hvort ég yngist ekki upp.
Núna í þessu svarta morgunsári fyrir kaffi finnst mér þetta tiltæki Ómars gjörsamlega ófyndið og hallærislegt.
Ekki fyndið.
![]() |
Fegursti femínistinn valinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 29.12.2007 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 18. desember 2007
AÐ DUGA EÐA DREPAST
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. desember 2007
HURÐARSKELLIR OG HAUSPOKAR
Bloggarar sem skjóta á annað fólk með skrifum sínum, en eru jafnframt með lokað fyrir skriflega löðrunga til baka eru svolítið huglausir að mínu mati. Ef fólk ætlar að vera í fremstu víglínu orðaskaks á blogginu er æskilegt að galopið sé fyrir athugasemdir, þannig að skriflegir kinnhestar, mótmæli, háð og hrós fái að hrynja inn.
Athugasemdir sem fara ekki í gegnum síu og birtast jafnóðum eru einmitt til þess fallnar að fækka leyniskyttum í fílabeinsturnum.
Sá sem kemur úr efri hæðunum, hvað þá frá annarri plánetu í skoðunum, verður bara að bíta í súrar athugasemdirnar með einhverjum örfáum undantekningum. Flestar athugasemdir eru viðráðanlegar fólki sem heldur úti bloggsíðu, hvað þá sjóuðum orðaskyttum.
Að tilkynna í löngu máli, að athugasemdum sem uppfylla ekki ákveðin skilyrði verði eytt er ósköp hallærislegt. Það er álíka eins og ef gestgjafi tilkynnti gestum sínum, sem sumir væru að vísu með hauspoka, að hver sá sem færi ekki að leikreglum gestgjafans verði umsvifalaust vísað á dyr. Slíkar tilkynningar eru argasti óþarfi og lýsa aðeins óöryggi gestgjafans.
Hver sem er getur sagt hvað sem er, um hvern sem er, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Netið hefur ýmsa kosti en marga ókosti sem ekki verða aðskildir.
Ég held að það sé skömminni skárra að láta "rangar" skoðanir standa sem beinast gegn bloggara á hans eigin bloggi. Ég held að það sama gildi um bloggið og önnur samskipti; að sá sem hellir úr skálum reiði sinnar með dónaskap og níði verður sjálfum sér til skammar og er ekki hátt skrifaður.
Stundum slípast bloggvinir þó einum of vel saman sem getur jafnvel leitt til þess að þeir samþykkja hvaða bull sem er til að falla inn í hópinn. Þannig eru samskipti á blogginu ekkert svo ólík öðrum samskiptum. Bloggvinir styðja hvern annan þegar best lætur en geta líka lagt annað fólk í einelti þegar verst lætur.
Nafnleysi eru ekki alslæm, ekki frekar en andlitsmynd sé ávísun á gæði og gjörvileika. Það getur meira að segja verið hressandi að fá málefnalegan "sannleika" upp á borðið, þótt hann sé nafnlaus. Þannig hlýtur það að vera innihaldið sem skiptir mestu máli en ekki hvort skoðun sé með kennitölu.
Alcoholic Anonymus er nafnlaus samtök, sömuleiðis Ku Klux Klan. Nöfn eru ekki bara til góðs og nafnleysi ekki bara til ills. Adolf kom t.d. fram undir fullu nafni en hann var með eftirnafnið Hitler.
Hin margfræga kona úr vesturbænum hafði ýmislegt gott til málanna að leggja.
Ég vann einu sinni með manni sem sagðir sínar skoðanir alltaf umbúðalaust í dyragættinni á kaffistofunni en passaði sig að skella hurðinni og hlaupa í burtu þegar hann hafði lokið máli sínu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. desember 2007
SAKLAUS FYRIRSPURN
Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um aðgreiningu kynjanna í ráðherraembættum.
1. Hvernig hefur sú hefð mótast að ráðherrar í opinberum erindagjörðum klæði sig mismunandi. Karlráðherrar í svarta jakka en kvenráðherrar í bleikt og þeir auðkenndir með varalit, kvenúrum og karlúrum?
2. Telur ráðherra koma til greina að þeirri hefð verði breytt á þann veg að ráðherrar verði ekki aðgreindir eftir kyni með kven- og karlúrum og að ráðherra verði framvegis klæddir í hvítt eða aðra kynhlutlausari liti?
![]() |
Utanríkisráðherra sækir fund EFTA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. desember 2007
REYNSLUSAGA AF PLÖNTULÍFI
Eftir að ég fór að selja og borða Plöntulif hefur líf mitt tekið algjörum stakkaskiptum. Heilinn minn er miklu massaðri en áður. Ég er farinn að fara á leiksýningar í Þjóðleikhúsinu og á Sinfóníutónleika en áður en ég fór að selja og borða Plöntulíf horfði ég bara á sjónvarpið, á ómerkilega þætti sem reyndu ekkert á heilasellurnar. Ég kveikti í sjónvarpinu mínu. Ég kveikti líka í lágmenningarlegum bókum og öllum húsgögnunum sem ég keypti í IKEA.
Þeir sem hafa áhuga að gerast söluaðilar Plöntulifs og hefja nýjan lífstíl eru beðnir að senda mér hugskeyti en ég mun svara þeim um leið og þau berast.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Axel Ólafsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Kristján Hreinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Guðfinna S. Bjarnadóttir
-
Vestfirðir
-
Björn Heiðdal
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásta Möller
-
Pálmi Gunnarsson
-
Andrés Magnússon
-
Haukur Viðar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Valgerður G.
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
gudni.is
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Kallaðu mig Komment
-
Herra Limran
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Bergur Thorberg
-
Heidi Strand
-
G.Helga Ingadóttir
-
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
-
Ólafur fannberg
-
Forvitna blaðakonan
-
halkatla
-
Júlíus Valsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Haukur Nikulásson
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Grazyna María Okuniewska
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Arnar Pálsson
-
Ágúst Dalkvist
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Fríða Eyland
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Himmalingur
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Karl Tómasson
-
kiza
-
Kolgrima
-
Lady Elín
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Promotor Fidei
-
Ragnar Bjartur Guðmundsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Sigurður Hólmar Karlsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
TARA
-
Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar