Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Fylgifiskar
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Sjáendur
Miðað við viðbrögð "þjóðarinnar" er hún ekki tilbúin til að fyrirgefa skuldir. Bjarni afsakaði sig með 370 milljónum. Loksins þegar einhver viðurkennir einhver mistök og borgar eitthvað til baka ætlar allt um koll að keyra.
Það er miklu farsælla að gera alltaf ráð fyrir góðum hug annarra. Sá sem er dottinn í þann fúla pytt að ætla öllum illt (sem ekki er í náðinni) verður á endanum hömlulaus í hatrinu. Hann er ekki bara tilbúin að trúa öllu illu upp á "hina" heldur verður hugarburðurinn að endanum að naglfastri staðreynd. Og þegar nógu margir eru búnir að jánka og jamma heila klapbbið er "sönnunin" kominn.
Mín reynsla er sú að yfirgnæfandi minnihluti fólks vilji öðrum vel en það er svo margt sem gert er sem reynist ekki vel en það er ekki þar með sagt að illur hugur eða glæpsamlegur tilgangur sé að verki. Það er af og frá.
Það eru nokkrar manneskjur sem fara fyrir hatrinu hér á blogginu, eru ólaunaðir sjáendur illu aflanna og veigra sé rekki við að lesa hug annarra og miðla því sem þeir sjá til annarra. Ég held að þeir séu ekkert nákvæmari í greiningum sínum en miðlar sem segja fréttir af látnu fólki.
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 4.3.2009 kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 2. janúar 2009
Fást Bónusfánar í Nornabúðinni?
Getur verið að Nornabúðin sé með Bónusfána til sölu en hann ku víst vera kynngimögnuð samkeppnisfæla.
Ráðist gegn Nornabúðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 22. desember 2008
Dæmisaga
Fréttir geta veitt innblástur.
Nú er ljóst að ef maður er á sundskýlunni einni fata í frosti, lækkar hitatapið í gegnum höfuðið niður í 10%. Ef maður fer hins vegar í góðan skjólfatnað en er með höfuðið bert þá mun hitatap í gegnum hausinn verða allt að 40-45%.
Þessi dæmisaga kennir okkur að hækka ekki skatta!
Höfuðið saklaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12. desember 2008
Ég er með hugmynd
Hvernig væri að við byðum hvort öðru í mat.
Við stofnum félag. Þeir sem eiga fyrir mat og vel það en vantar félagsskap bjóða fólki í mat. Fólk sem hefur farið illa út úr kreppunni eða bara vill gera sér dagamun og gæti vel hugsað sér að borða hjá ókunnu fólki sem vill sýna samstöðu í verki. Það er óþarfi að öskra sig hásan yfir spillingu eða aðstæðum okkar, við eldum bara og leggjum á borð fyrir náunga okkar.
Ég er t..d. að fara að elda lasagna á eftir en strákarnir mínir (fullorðnir) sem búa hjá mér kaupa oftast sinn eigin mat og ég hugsa að ég borði einn lasagnað. Ég gæti vel hugsað mér að bjóða heilli fjölskyldu í mat. Hún fengi mat og ég félagsskap en mér finnst rosalega gaman að tala. Allir græða.
Þetta er bara hugmynd sem ég varpa fram og legg áherslu að sameiginlegan hagnað allra, en aðeins öðruvísi hagnað en hefur tröllríðið samfélagi okkar. Og, hugmyndin er ekki sett fram í nafni Trúar eða samtaka. Ég held að öll góðverk séu gerð til að öðlast virðingu og viðurkenningu annarra!
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 5. desember 2008
Spá: Léleg mæting á laugardaginn
Ég skil ekki hvernig krafan um nýjar kosningar eigi að sameina þjóðina. Fólk er sammála um að ástandið sé ekki gott og getur sameinast í almennum mótmælum gegn bölinu, kreppunni, ástandinu og harðindunum en fólk er ekki sammála um hvernig bæta eigi bölið.
Að krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar gjaldeyriseftirlitsins og nýrra kosninga er ekki breiðfylking gegn ástandinu, heldur aðeins krafa um afsögn Seðlabankastjórnar, afsögn gjaldeyriseftirlitsins og nýjar kosningar og ekkert annað.
Hvernig geta slíkar kröfur skapað samstöðu og samkennd með þjóðinni?
Þær gera það ekki.
Áfram mótmælt á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Rugl dagsins
Margt hefur verið sagt um kreppuna en neðangreindur texti af heimasíðu lýðræðishreyfingarinnar er kostulegur:
"Óbreytt ástandið getur leitt til ófriðar í samfélaginu og verði ekki boðað til kosninga gæti skapast hætta á uppþotum og jafnvel áhlaupum á Alþingi og aðrar opinberar byggingar. Aðgerðir lögreglu gegn hundruðum eða þúsundum mótmælenda eru illráðin. Komi slík staða upp ber lögreglu að víkja og leyfa mótmælendum að bera út ráðherrastólana á friðsaman og táknrænan hátt."
Semsagt: Ef ekki verður boðað til kosninga STRAX gæti komið til uppþota sem gætu leitt til þess að ráðherrastólarnir verði bornir út á friðsaman hátt!
Lýðræðishreyfingin fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Strengjasveit
Semsagt:
Fjármálaeftirlið var létt strengjasveit sem spilaði undir veisluborðum útrásarinnar en ríkisstjórnin þjónaði til borðs.
Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 19.11.2008 kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 27. júní 2008
Flugumferðarstjórar eiga skilið að fá himinhá laun
Allir sem hafa nokkra dropa af sómatilfinningu styðja baráttu flugumferðastjóra. Það sér heilvita maður að grunnlaun upp á tæpa hálfa milljón er bara ekki nógu langt yfir meðallaunum venjulegra flugfarþega. Það sjá allir sem hafa farið út á flugvöll að flugumferðarstjórar bera við himininn í háum turnum og miða þvi laun sín við þá. Þeir eiga því ætíð að vera í skýjunum með grunnlaun sín og í sjöunda himni með heildarlaunin.
Til þess er verkfalsrétturinn.
Stefnir í verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Clinton situr í súpunni...
...en eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið ! Obama er búin að fá sig fullsadda á hinni ólseigu Clinton enda hefur hann haft hana lengi á milli tannanna en Sigmund fær að súpa seyðið.
Myndasaga Sigmunds gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 146007
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar