Fimmtudagur, 27. september 2007
ÉG VIL SJÁ VÆGARI DÓMA
Ég er að spá. Getur verið að ég sá eini á Blogginu sem vill alls ekki sjá lengri fangelsisdóma almennt, ekki einu sinni fyrir kynferðisafbrotamenn eða ofbeldismenn? Ég vil reyndar sjá miklu styttri dóma fyrir fíkniefnasmygl.
Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Á íslandi eru um 100 manns í fangelsum á hverjum tíma. Í Bandaríkjunum er samsvarandi tala um 2000. Af hverju ætli glæpatíðni sé margfalt lægri hjá okkur þrátt fyrir að tuttugu sinnu færri sitji í fangelsum? Eða, hvernig ætli standi á því að glæpatíðni virðist vera í öfugu hlutfalli við lengd dóma?
Ég skil ekki þetta hatur og heift gagnvart mönnum sem eru á leið í fangelsi. Er ekki nóg að dæma þá í fangelsi, þarf líka að sparka í þá og níða svo þeir komist örugglega ekki aftur út í samfélagið? Þarf að níðast á þeim svo ættingjar verði fyrir aðkasti?
Það hvarflar ekki að mér að þeir sem ganga harðast fram í fordæmingu á blogginu séu að gera samfélaginu nokkurt einasta gagn. Síður en svo. Það gerir einangrun þeirra, sem vissulega hafa framið glæpi sem ég er ekki að afsaka á nokkurn hátt, miklu meiri en hún þyrfti að vera.
Ég vona svo að þessi umræddi maður sem fjallað er um í fréttinni standi sig vel í fangelsinu og gefist ekki upp og tökum vel á móti þeim föngum sem eiga eftir að koma út á næstunni, langfæstir af þeim brjóta aftur af sér og aðeins 5% kynferðisafbrotamanna.
Það væri gaman að heyra í þeim sem hafa álíka skoðanir og líka hinum sem eru algerlega ósammála.
14 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á skilorði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko... þetta er svo erfitt mál þar sem flestir/allir mynda sér skoðanir út frá tilfinningum.. enda varla annað hægt.
En ég er sammála þér um fíkniefnadómana. Þegar dómar falla í fíkniefnamálum eru dómarnir miðaðir út frá samfélagslegu sjónarmiði. Enda erfitt að benda á einstaka fórnarlömb viðkomandi þó svo að þau séu óneitanlega til í mörgum tilfellum. Ég held að við séum ekkert betur stödd með að herða dóma þar. Það væri miklu nær að fara aðrar leiðir í þeim málum...enda meirihluta þeirra sem fá þess háttar dóma sjúkt fólk sem þarf að lækna áður en því er skilað aftur út í samfélagið
Ég er samt á því að þegar um fórnarlömb kynferðismisnotkunar er að ræða þurfum við að hugsa þetta út frá afleiðingunum sem svoleiðis hefur til langframa. Mér finnst eðlilegt að dómar séu í samræmi við skaðann sem afbrotið olli. Og kynferðisafbrotamenn hafa líf og lífsgæði einstaklinga á samviskunni. Ég vil harðari dóma þar og meðferð fyrir gerandann á meðan og eftir að fangelsisvist líkur.
Mér finnst alveg út í hött þessi skilaboð sem verið er að senda fórnarlömbum kynferðisglæpa. Áhrif glæpsins nánast hundsuð og fórnarlömbin geta átt von á að mæta ofbeldismanni sínum úti á götu jafnvel löngu áður en það hefur náð að byrja að gróa fyrir sárin.
Afsakaðu langlokuna... nú er ég farin að blogga blogginu þínu!
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 22:55
Tilgangur þess að dæma fólk í fangelsi er þríþætt, að margra mati:
Margir að liður 1 eigi að vera nógu harður til að slá á heift almennings. Því miður ala langir dómar á heiftinni og þýða oft að næsti dómur þarf að vera harðari. Þarna er dómskerfið orðið að hefnanda og þetta er alger vítahringur.
Meðan afbrotafólk er óalandi og óferjandi á liður 2 rétt á sér að einhverju marki. Ef hins vegar ætti að halda öllum inni eins lengi eins og nokkur hætta er á að þeir geri öðrum mein þarf fangabúðaþjóðfélag.
Því miður kostar fé að sinna lið 3 svo einhverju nemi, og þá verða skattborgarar reiðir og tala um að ausa fé í þá sem ekkert geta nema dópa og vinna öðrum mein.
Millivegurinn er vandrataður. Í stjórnmálum er talið að enginn vinni atkvæði á því að reyna að bæta kjör fanga og aðstandenda þeirra. Þetta er enn grimmdarþjóðfélag og margir sem heimta hefnd, sem aðrir eiga svo að sjá um að framkvæma. Af hverju mætir liðið ekki og grýtir þá dæmdu? Svarið er líklega að það reynir að gera það á blogginu í staðinn.
Sveinn Ólafsson, 27.9.2007 kl. 23:12
Sveinn; Ég er nefnilega ekkert viss um að liður 3 kosti samfélagið meira þegar upp er staðið..Þvert á móti
Eins og staðan er í dag er fíklum sem hafa lifað og hrærst í undirheimunum mörg ár hent í grjótið án betrunar og svo þegar þeir koma út í samfélagið aftur hafa þeir oft ekki að neinu að snúa nema gömlu félögunum, gamla mynstrinu og aftur í sama afbrota- og fíknarlífið.
Ef það væri t.d eitthvað til sem tæki við amk yngstu afbrotamönnunum/konunum sem gæti kallast betrun... Fíkniefnameðferð ásamt kennslu og úrræðum um hvernig þau koma fótunum undir sig þegar út í samfélagið er komið myndum við spara stórfé
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 23:21
Þakka ykkur kærlega fyrir málefnaleg komment, þau komu mér skemmtilega á óvart. Ég virði þín sjónarmið Heiða og skil þau alveg og ég er sammál þér með fíklanna.
Margir kynferðisbrotamenn eru fíklar, aðrir eitthvað annað. Að sjálfsögðu eiga glæpir þeirra að hafa afleiðingar. En ég tel að það ætti ekki bara að miða refsinguna út frá verknaðinum. Dæmi: Fíkniefnaneysla er engin afsökun, en segjum sem svo að einhver fremji glæp uppdópaður en iðrast gjörða sinna í verki með því að taka á sinum málum, þá verðum við sem erum fyrir uatan fangelsin að vera tilbúin að gefa því fólki tækifæri til þess að koma til baka hver sem glæpurinn var.
Sveinn, ég tek undir þín sjónarmið.
Benedikt Halldórsson, 28.9.2007 kl. 00:53
Það er nú talað um að þetta sé brot á skilorði, kemur reyndar ekkert fram fyrir hvað það var. Það segir sig sjálft að menn á skilorði eru nú ekki upp til hópa einhverjir englabossar. Mér þykir þú líka tala digurmannlega enda efa ég að þú eða einhver náinn þér hafi lent í einhverju sem tengist tilefnislausu ofbeldi.
Biskpinn (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 01:31
Svo er nú líka gott að kynna sér málin
Biskupinn (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 01:41
Sæll, Biskpinn. Ég geri mér grein fyrir reiðinni og sársaukanum sem fylgir tilefnislausu ofbeldi, ég er alls ekki að gera lítið úr því og margir sem verða fyrir barðinu á ofbeldismönnum bíða þess ekki bætur. Sumir ofbeldismannana eru siðblindir en flestum er viðbjargandi.
Benedikt Halldórsson, 28.9.2007 kl. 01:53
Eins og ég sagði.. þá er varla hægt að tala um þessi mál út frá bláköldum staðreyndum. Til þess eru þau og persónuleg og nánast allir ef, ekki allir, þekkja einhvern sem brotið hefur verið á eða brotið hefur af sér...sumir hvorutveggja.
En ég er sammála þér Benedikt um að fólk verður að eiga sér viðurreisnar von. Þess vegna er ég á móti því að t.d kynferðisglæpamenn séu nafngreindir nema við opinberar dómsuppkvaðningar. Ég er alveg á móti því að gefið sé upp hvar þeir búa eftir að þeir hafa setið af sér dóm...hversu stuttur sem hann var.
En svo eru það þeir sem ítrekað brjóta þannig gegn börnum... get ekki alveg verið samkvæm sjálfri mér þar- ég vil vita hvar þeir eru niðurkomnir. Og svei mér þá ef ég færi ekki fremst í flokki við að flæma þá úr hverfi barnabarnanna minna ef til þess kæmi...Svona er maður tilfinningalega tengdur og þess vegna ófær um að halda með eigin skoðunum og fer í hringi:)
Og það er ekki nóg að flestum sé viðbjargandi. Það verða að vera einhverjir sem taka að sér björgunina... það gerist ekki á Hrauninu
Heiða B. Heiðars, 28.9.2007 kl. 03:45
Það er vissulega rétt að nokkrir kynferðisafbrotamenn munu ekki láta segjast, halda áfram fyrri iðju þegar út er komið og það ratar í fréttir og fólk er hrætt.
Sumir kynferðisafrbotamenn ættu að vera undir eftirliti það sem þeir eiga eftir ólifað sem gæti jafnevl verið mildari dómur en10 ára einangrun í ömurlegu fangelsi, það hlýtur að vera betra að geta stundað venjulega vinnu verið með vinum og jafnvel átt fjölskyldu.
En krafan um harðari dóma snúast um fangelsin og nokkur viðbótatarár þar innindyra breyta í sjálfu sér engu fyrir þolandans en getur breytt öllu til hins verra fyrir fangan.
Bara til gefa nokkra gróflega reiknað hvað það gæti kostað að vera með refsiglatt kerfi eins og í usa.
Ég held að rekstur fangelsana kosti nú um 700 milljónir á ári. Ef við margföldun svo með 20 fáum við 14.000.000.000. 14 milljarðar + vinnutap svona 1800 manna sem geri árstekjur upp á svona 600 milljónir.
Og munum kostnaðátlanir fara allaf úr böndunum. Eru við tilbúin að greiða 200.000 fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu sem skila sér í meiri glæpum.
það mætti draga úr dómum og stofna sjóð fyrir fórnarlömb ofbeldis.
Benedikt Halldórsson, 28.9.2007 kl. 05:48
Benedikt Halldórsson, 28.9.2007 kl. 06:00
"En krafan um harðari dóma snúast um fangelsin og nokkur viðbótatarár þar innindyra breyta í sjálfu sér engu fyrir þolandans en getur breytt öllu til hins verra fyrir fangan"
Þú ert nú að ganga soldið langt fyrir fangann núna... Að sjálfsögðu breytir það miklu fyrir fórnarlömb grófra líkamsárása og kynferðisofbeldis að gerandinn fái verðskuldaðan dóm - en þurfa ekki að mæta viðkomandi á labbinu! Athugaðu að það er ekki ósjaldan um fjölskyldumeðlim að ræða.
Þetta eru ekki bara krónur og aurar
Heiða B. Heiðars, 28.9.2007 kl. 10:53
Endilega að stofna sjóð þar sem verður til þess að misyndismenn þessa lands þurfi nú ekki einu sinni að borga fórnarlömbum sínum fyrir barsmíðarnar og hendum svo skilorði á línuna. Þessir menn eru ekki svo slæmir nema í nokkrar mínútur á ári sem þeir misþyrma fólki. Það er kannski spurning um að snúa þessu öllu á hvolf, leyfa gerendum að kæra fórnarlömbin fyrir það að þurfa að dúsa innan um aðra misyndismenn.
Biskupinn (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 12:19
Heiða, það sem ég á við er að þyngri dómar draga ekki úr ofbeldi og varla er tilgangur þeirra að koma í veg fyrir að ofbeldismaður geti hugsanlega hitt fórnarlamb sitt á förnum vegi þegar hann losnar.
Hins vegar munu langir dómar kosta mikla peninga sem munu skila minna en engu vegna þess að langir dómar gerir flesta að óvirkum þegnum sem komast ekki aftur út í samfélagið með tilheyrandi veikindum og örorku.
Biskupinn - ekki snúa út úr.
Benedikt Halldórsson, 28.9.2007 kl. 14:20
Alveg sammála pistlinum Heift, hatur og hefnd á ekki að vera drifkrafturinn í svona málum. Meðferðarúræði er vænlegra til árangurs í mörgum tilfellum ásamt refsingunni
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2007 kl. 15:03
Ég myndi vilja sjá mikið öflugra meðferðarteymi fagfólks sem sinna föngum landsins. Mér finnst núverandi fangelsismálastjóri hafa staðið sig vel, hann alla vega reynir sitt til að fá fé í málaflokkinn.
Ég vann hjá þessari stofnun í 2 ár, fyrstu árin eftir að ég kom heim frá námi og þekki því aðeins til. Þá var reyndar ekki búið að byggja nýtt fangelsi á Litla Hrauni og aðstaðan var skelfileg. Ég veit ekki hvort fangar hafa meiri og betri aðgang að sálfræðingi og geðlækni nú en þá. Ég held það hljóti þó að vera.
Alla vega er búið að gera ágæta samninga við SÁÁ og fleiri meðferðarstöðvar varðandi að ljúka afplánun í meðferð í þeim tilvikum sem það passar.
Varðandi dóma.
Það sem maður vildi sjá í þeim efnum er eitthvert samræmi í dómum og að ofbeldi og fíkniefnabrot hljóti að vera dæmt öðruvísi þ.e. lengri dómar en t.d. fjársvik. En það er rétt eins og fram hefur komið að umræðan er gjarnan á mjög svo tilfinningarlegum nótum enda málefnið viðkvæmt og tilfinningarlegt fyrir mjög marga.
Kolbrún Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 16:15
Takk fyrir stuðninginn Gunnar, ég er að minnsta kosti ekki einn á báti, það er ljóst.
Takk kærlega fyrir þitt innlegg Kolbrún. Frábært
Benedikt Halldórsson, 28.9.2007 kl. 20:13
.
punktur (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 21:09
Af hverju ættu dómar fyrir fíkniefnabrot að vera lengri en fyrir fjársvik? Í nánast öllum tilvikum er sá sem brýtur fíkniefnalöggjöfina háður efnunum sjálfur og telst þar með sjúkur einstaklingur.
Fjársvikarar hafa yfirleitt mjög einbeittan brotavilja. Plana glæpinn, leggja mikið á sig til að hylja slóðina.... m.ö.o útpældur glæpur
Ég vil stytta fíkniefnadóma..eða amk nýta tímann sem fer í afplánun til þess að reyna að hjálpa viðkomandi frá fíkninni og ekki síður undirbúa hann fyrir lífið á ný.
Ég vil lengja dóma fyrir kynferðisafbrot gegn börnum. Helst vildi ég sjá lokaða langtíma meðferðarstofnun
Ég vil líka lengja dóma fyrir nauðganir og önnur kynferðisafbrot. Hugarfarið í þjóðfélaginu er svo brenglað gagnvart þessum ofbeldisverkum og ég kenni dómsvaldinu að stórum hluta um það. Það hefur verið að senda þau skilaboð árum saman út í þjóðfélagið að alvarleiki þeirra sé minni en fjársvik og minni fíkniefnabrot. Þar sem sönnunarbyrðin er þung, fórnarlambið þarf að ganga í gegnum mikið til að málin fari fyrir dóm... og til hvers? Lamið á puttana á þeim.. eins til tveggja ára dómar og út á helming... eða sýknun
Allt líf fórnarlambsins verður markað af glæpnum. Það kallar á harða dóma, ekki síst til að senda nauðgurum skilaboð. Flest önnur mál kalla á úrræði og betrun
Heiða B. Heiðars, 28.9.2007 kl. 21:40
Svo mælir Heiða = "Sko... þetta er svo erfitt mál þar sem flestir/allir mynda sér skoðanir út frá tilfinningum.. enda varla annað hægt."
Það þarf varla að segja meira!
En til að bæta einhverju við, þá er ég hjartanlega sammála því að langir fangelsisdómar eru EKKI sjálfkrafa af hinu góða.
Vilji samfélagsins til að horfa framhjá glæp fer e.t.v. eftir afbrotinu, og hvort hægt sé að hjálpa afbrotamanneskjunni o.s.f....
Það er sem sagt ólíklegt að hægt sé að fullyrða um hvað sé rétt og rangt í svona málum. Það er stemmningin í samfélaginu á hverjum tíma sem ræður.
Spurningin er: Hvaða stemmning er í gangi núna heima á Fróni?
Ásgeir Rúnar Helgason, 28.9.2007 kl. 22:17
Ég er ekki í skapi til að tjá mig um þetta núna. Nema bara til að segja að í staðinn fyrir fangelsisdvöl eða styttingu dóma þurfa að koma meðferðarúrræði og eftirfylgni. Auðvitað er hvert mál sérstakt og þarf að vera möguleiki á aða horfa á þau þannig. Þannig myndi nást bestur árangur.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 20:26
Takk kærlega fyrir innlitið Ásgeir, Ragnar Örn og Jóna.
Svo sannarlega er ég draumóramaður en þó byggir þessi draumur minn á vissum staðreyndum: Lengri vist á bak við lás og slá dregur alls ekki úr glæpum, síður en svo. En hver er þá tilgangur langra dóma? Jú, tilgangurinn er sjálfsagt sá að senda skýr skilaboð til allra að glæpir borgi sig ekki.
En því miður komast þessi skilaboð ekki til þeirra sem fremja afbrot, einhverja hluta vegna.Hvað er þá til ráða? Flestir láta segjast en ekki allir. Ragnar Örn tók sorglegt dæmi um slíkt en lausnin er ekki að lengja dóma almennt eða hætta með skilorð og reynslulausn vegna þess að þau úrræði gefast illa í einstaka tilfellum. Ef slíkt væri aflagt mun fjölga í fangelsum. Harkan mun smátt og sátt leiða til þess að fleiri og fleiri sitja á fangelsum en ávinningurinn minnkar í samræmi við lengd dóma.
Nógu erfitt er að fá fjárveitingu fyrir allskonar úrræðum innan fangelsanna og ekki myndi það batna ef við myndum fjölga föngum um helminga á nokkurra ára fresti sem myndi kosta stórfé.
Það þarf að meta hver tilvik fyrir sig; lengd dóma, reynslulausn, skilorð eða aðrar leiðir. Einstök mistök dómara mega ekki verða til þess að við hættum að gefa fólki tækifæri og lokum alla inni sem hægt er að loka inni.
í morgunblaðinu í dag 30. sept. er fjallað um fangelsi og þá sem þar dvelja. Þriðjungur fanga hefur ekki lokið grunnskólaprófi, stór hluti hefur lent í einelti og þannig má telja áfram. Stór hluti hópsins á í fíkniefnavanda.
Glæpir verða ekki upprættir með hörku, grimmd og ómannúðlegum dómum. Eftir því sem almenningur er refsiglaðari og dómharðari því minna er fyrir fanga að lifa fyrir, það tekur því ekki að bæta ráð sitt.
Ég sagði í fyrirsögn að ég vildi vægari dóma. Ég vil að minnsta kosti vægari dóma í fíkniefnamálum en er líka að vísa til okkar. Við verðum að sína föngum skilning, ekki endilega þeirra vegna, heldur okkar allra vegna.
Benedikt Halldórsson, 30.9.2007 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.