Feluleikur

Sunnudag einn á miðju sumri í fallegri sveit fórum við krakkarnir feluleik. Það var sól og hlaðan var hálffull af heyi. Sá sem fannst fyrstur fékk það hlutverk leita að hinum og grúfði andlit sitt við gamalt hesthús sem var áfast litla bóndabænum og kallaði "byrjað að leita" þegar búið vara að telja upp í 50. Leikreglurnar voru skýrar, við máttum fela okkur hvar sem var, í næsta skurði en þeir voru margir, inn í hænsnakofa sem var við hlaðið gegnt bænum, en ekki inn í fjósinu sem var áfast bænum eins og hesthúsið og hlaðan. það mátti jafnvel fela sig við vatnslitla fossinn, sem steyptist niður af fjallinu sem sást svo vel úr stofuglugganum eða bakvið stóra steina við fjallsrótina sem lágu þar eins og hráviði. En eftir því sem feluleikurinn þróaðist fækkaði góðum felustöðum. Engum datt lengur í huga að fela sig í hænsnakofanum. Skurðirnir voru svo sem ágætir en gallinn var sá að maður varð votur og skítugur en bóndakonan sem þvoði allan þvott í köldum bæjarlæknum var ekki sátt við svoleiðis háttalag.

Ég faldi mig bakvið galta, en þá er kallað að það væri komið kaffi. Við hlýddum skipuninni enda var húsmóðurinni illa við allt slór en hún nokkuð ströng og ekkert okkar vildi láta skamma sig. þegar inn var komið sá hún að Steini var ekki í hópnum, hún sendi þá dóttur sína til að kalla á hann. En Steini ansaði ekki. Þá fór stranga bóndakonan sjálf út og kallaði reiðilegri röddu að hann ætti að koma eins og skot. En ekkert gerðist. Hún kom inn og sagði okkur öllum að klára mjólkina og kökuna í snarhasti og koma út að leita að Steina. Við kölluðum og leituðum, gengið var eftir öllum skurðum en allt kom fyrir ekki. Steini fannst ekki, hann var gjörsamlega horfinn.

Steini fannst ekki og tíminn leið. Klukkan sex fékk ég það hlutverk að ná í kýrnar á meðan allir aðrir leituðu að Steina. Bóndinn á næsta bæ var líka farinn að taka þátt í leitinni, hringt var á alla bæi í sveitinni og spurst fyrir um Steina en allt kom fyrir ekki. Ég rak kýrnar inn í fjósið, það þurfti að mjólka þær en enginn sinnti kvöldmarnum í þetta skipti en það hafði aldrei áður gerst að ekki væri kvöldmatur eftir mjaltir.

Smátt og smátt fjölgaði í leitarhópnum vegna þess að fólk af næstu bæjum tók þátt í leitinni, það má segja að allir í sveitinni hafi tekið þátt og einhverjir bændur voru að reyna að fá sporhunda. Kvöldið leið, klukkan sló níu, síðan tíu og svo ellefu og ekkert bólaði á Steina. Það var búið að margganga skurðina og mýrina með prikum. Nokkrir bændur léttir á fæti gengu fjallið. En þegar Steini fannst loksins í hnipri undir borði í hesthúsinu höfðu nokkur hundruð manns tekið þátt í þessum barnalega feluleik okkar sem fór svona úr böndunum.

Allir voru fegnir að hann væri á lífi en af hverju í ósköpunum ansaði hann ekki köllunum? Hann gaf þá skýringu að fyrst þegar kallað var reiðilega í kaffi, hafi hann ætlað að bíða þar til kaffitíminn væri búinn, en hrópin og köllin héldu bara áfram og færðust í aukanna og þá varð hann enn skelkaðri og að lokum sá hann ekki fram á að geta komið úr felum.

Hann ætlaði því að strjúka um nóttina þegar allir væru farnir að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góð saga  Takk

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.8.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hahah æææ greyið, þetta var mjög skemmtilegt að lesa og ég segi líka takk

Guðríður Pétursdóttir, 9.8.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir, en þess má geta að þessir atburðir gerðust í raun og veru, ég hef aðeins breytt nafninu á piltinum, annað er eftir minni.

Benedikt Halldórsson, 10.8.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 145726

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband