Gleðilegan Fiskidag og farsæla vináttu

Því miður komst ég ekki á Fiskidaginn mikla í þetta skipti en verð örugglega með á næsta ári enda er fiskidagurinn best heppnaðasti hátíðisdagur sem til er að mínu mati. Á jólunum er hver fjölskylda útaf fyrir sig og gefur hvort öðru gjafir en á Dalvík eru allir eins og ein stór fjölskylda.

Gleðilegan fiskidag!


mbl.is Fjölmenni á Fiskideginum mikla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er lotterí

sæðiisfrumaLíkurnar á að foreldrar eignist eineggja þríbura er einn á móti 200 milljón en líkurnar á að mannkynið "eignist" eineggja þríbura eru mun meiri.

Það má líkja þessu við lottó. Líkurnar á að hver kaupandi lottómiða fái vinning eru ansi litlar en frá sjónarhóli þeirra sem reka lottóið eru líkurnar kannski einn á móti fjórum að einhver fái vinninginn.

Líkurnar á að ég varð til voru svo litlar að samkvæmt líkindareikningi er mjög ólíklegt að ég sé til í raun og veru. Móðir mín er fædd á Siglufirði, faðir minn í Hnífsdal. Þau hittast fyrir tilviljun í Reykjavik og af ótal syndandi "lottómiðum" datt "ég" í lukkupottinn.


mbl.is Eignaðist eineggja þríbura; líkurnar einn á móti 200 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feluleikur

Sunnudag einn á miðju sumri í fallegri sveit fórum við krakkarnir feluleik. Það var sól og hlaðan var hálffull af heyi. Sá sem fannst fyrstur fékk það hlutverk leita að hinum og grúfði andlit sitt við gamalt hesthús sem var áfast litla bóndabænum og kallaði "byrjað að leita" þegar búið vara að telja upp í 50. Leikreglurnar voru skýrar, við máttum fela okkur hvar sem var, í næsta skurði en þeir voru margir, inn í hænsnakofa sem var við hlaðið gegnt bænum, en ekki inn í fjósinu sem var áfast bænum eins og hesthúsið og hlaðan. það mátti jafnvel fela sig við vatnslitla fossinn, sem steyptist niður af fjallinu sem sást svo vel úr stofuglugganum eða bakvið stóra steina við fjallsrótina sem lágu þar eins og hráviði. En eftir því sem feluleikurinn þróaðist fækkaði góðum felustöðum. Engum datt lengur í huga að fela sig í hænsnakofanum. Skurðirnir voru svo sem ágætir en gallinn var sá að maður varð votur og skítugur en bóndakonan sem þvoði allan þvott í köldum bæjarlæknum var ekki sátt við svoleiðis háttalag.

Ég faldi mig bakvið galta, en þá er kallað að það væri komið kaffi. Við hlýddum skipuninni enda var húsmóðurinni illa við allt slór en hún nokkuð ströng og ekkert okkar vildi láta skamma sig. þegar inn var komið sá hún að Steini var ekki í hópnum, hún sendi þá dóttur sína til að kalla á hann. En Steini ansaði ekki. Þá fór stranga bóndakonan sjálf út og kallaði reiðilegri röddu að hann ætti að koma eins og skot. En ekkert gerðist. Hún kom inn og sagði okkur öllum að klára mjólkina og kökuna í snarhasti og koma út að leita að Steina. Við kölluðum og leituðum, gengið var eftir öllum skurðum en allt kom fyrir ekki. Steini fannst ekki, hann var gjörsamlega horfinn.

Steini fannst ekki og tíminn leið. Klukkan sex fékk ég það hlutverk að ná í kýrnar á meðan allir aðrir leituðu að Steina. Bóndinn á næsta bæ var líka farinn að taka þátt í leitinni, hringt var á alla bæi í sveitinni og spurst fyrir um Steina en allt kom fyrir ekki. Ég rak kýrnar inn í fjósið, það þurfti að mjólka þær en enginn sinnti kvöldmarnum í þetta skipti en það hafði aldrei áður gerst að ekki væri kvöldmatur eftir mjaltir.

Smátt og smátt fjölgaði í leitarhópnum vegna þess að fólk af næstu bæjum tók þátt í leitinni, það má segja að allir í sveitinni hafi tekið þátt og einhverjir bændur voru að reyna að fá sporhunda. Kvöldið leið, klukkan sló níu, síðan tíu og svo ellefu og ekkert bólaði á Steina. Það var búið að margganga skurðina og mýrina með prikum. Nokkrir bændur léttir á fæti gengu fjallið. En þegar Steini fannst loksins í hnipri undir borði í hesthúsinu höfðu nokkur hundruð manns tekið þátt í þessum barnalega feluleik okkar sem fór svona úr böndunum.

Allir voru fegnir að hann væri á lífi en af hverju í ósköpunum ansaði hann ekki köllunum? Hann gaf þá skýringu að fyrst þegar kallað var reiðilega í kaffi, hafi hann ætlað að bíða þar til kaffitíminn væri búinn, en hrópin og köllin héldu bara áfram og færðust í aukanna og þá varð hann enn skelkaðri og að lokum sá hann ekki fram á að geta komið úr felum.

Hann ætlaði því að strjúka um nóttina þegar allir væru farnir að sofa.


Gott fyrir bloggara með ritstíflu

ritstíflaÞarna er lausnin kominn fyrir bloggara sem neyðast til að kveðja bloggið sökum ritstíflu, sem segjast vera uppiskroppa með hugmyndir. Sjálfur var ég kominn á fremsta hlunn með að hætta að blogga þar til ég sá fréttina um segulörvun, hún gaf mér styrk til að þrauka aðeins lengur og von um betri hugmyndatíð. Segulörvun ætti að lækna ritstífluna sem hrjáir mig stundum, en ekki síður getur örvunin leyst úr læðingi ferskar og frjóar hugmyndir sem eru kannski til staðar lengst inn í rassgati en það hefur vantað tækið til að draga þær fram....en þar sem ég hef ekki farið í segulörvun hef ekki hugmynd um hvað ég ætti að segja meira um segulörvun.  


mbl.is Segulörvun „vekur“ sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flótti úr liðinu

Þetta minnir á þegar Sovéskar sinfóníuhljómsveitir fóru í tónleikaferðir til vesturlanda  og snéru heim til baka sem kvartett.

kvartet


mbl.is 15 heimilislausir fótboltamenn hurfu í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roðna, bugast og blána

sánaSitja saman í sána,

sveitt og hitan þreyja.

Roðna, bugast og blána,

bíða þess að deyja.


mbl.is Heimsmeistaramót haldið í gufubaðsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erill og fylgifiskar hans

Enn er lögreglan að kjafta frá Arli. Ég ásamt Guðríði,  Jónu og Sigurgeiri, höfum fundið út, að þegar Erill er í bænum, fylgja honum vanalega tvíburasysturnar Ys og Þys. Frænkurnar Arg og Þvarg eru yfirleitt ekki langt undan. Rúi og Stúi, Hróp og Köll eru þar líka, og aldrei vantar Hávaða og Mergð sem lætur illum Látum. Þá eru gestirnir upptaldir? Nei, ég gleymdi Braut og Bramlaði, sem oftast eru með í förum þegar skötuhjúin Erill og Ölvun eru i bænum?
mbl.is Erill og ölvun í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erill gerður að blóraböggli...

Samkvæmt mínum heimildum er það alls ekki rétt að Erill hafi verið miðborginni í nótt. Erill var í skemmtilegu einkasamkvæmi fram á rauðanótt og hefur reyndar ekki farið oní miðbæ svo vikum skiptir, enda orðin langþreyttur á að lögreglan fari alltaf með það í blöðin í hvert skipti sem hann vogar sér út á lífið.

Tvíburasystur hans, Ys og Þys áttu afmæli. Það var nú allt og sumt.


mbl.is Erill í miðborginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómar Nastradamusar um hjólhýsi

ísland og tjaldstæðiNostradamus spáði því að hjólhýsi myndu fjúka um þessa verslunarmannahelgi 2007, að vísu gat hann ekki spáð nákvæmlega fyrir um hvar eða hvenær, var ekki alveg viss hvort fokið bæri upp á föstudag, laugardag, sunnudag eða mánudag, hann sá ekki bílnúmer jeppanna sem lentu í hjólhýsafoki enda var hann ekki með lesgleraugu þegar hann spáði.

Hann spáði mörgum tjaldstæðum um land allt.  


mbl.is Eigendur húsbíla og hjólhýsa hugi vel að veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíðahöld um veslunarmannahelgina 1939

Það er sagt er að sagan endurtaki sig í sífellu. Það á að minnsta kosti mjög vel við um spennuna sem myndast fyrir hverja einustu verslunarmannahelgi. Verður rok og rigning? Munu tjöld (hjólhýsi) fjúka? Hvert skal ferðinni heitið? Hvað sem veðrinu líður sem getur verið óútreiknanlegt, er löngu búið að skipuleggja dagskrána sem byggir á gömlum merg en tekur örlitlum breytingum ár frá ári.

Frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur fyrst fimmtudaginn 13. september 1894...Félagið hefur frá upphafi síðustu aldar nær óslitið staðið fyrir skemmtidagskrá á frídegi verslunarmanna. Fyrstu árin fögnuðu verslunarmenn frídegi sínum í byrjun ágúst, það var svo 1931 að fyrsti mánudagur í ágúst var valinn og tengdist það breytingu á samþykkt um lokunartíma verslana. Árið 1935 var dagurinn haldinn hátíðlegur á Þingvöllum og er talið að allt að fimm þúsund manns hafi sótt hátíðina. Sama fyrirkomulag var haft næsta ár en hátíðahöldin fóru yfirleitt fram í Reykjavík eða nágrenni eftir það. Deginum var fagnað á samkomusvæði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að Eiði í Gufunesi á árunum milli 1937 og 1939 en þar byggði VR meðal annars fótboltavöll þar sem heildsalar kepptu við smásala og starfsmenn þeirra.            VR

 

versl 1939 minni


mbl.is Hitabeltisstormurinn Chantal gæti bjargað helginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband