Fyllerí út á túni

Eitthvað fer þetta aldurstakmark fólks að tjaldstæðum bæjarins við Kalmansvík vegna bæjarhátíðarinnar Írskir dagar fyrir brjóstið á fólki. Það er svo sem skiljanlegt að fólki sé ofboðið en getur ekki verið að hneykslunin sé svolítið á misskilningi byggð?

Landeigandi sem setti upp samskonar hátíð út á túni í sínu eigin landi (sem héti héti Eignarland ehf) gæti sett þær reglur sem honum sýndist um umgengni og aldurtakmörk á sama hátt og veitingahúseigendur sem hika ekki við að setja aldurstakmörk. Hins vegar gengi varla að sveitarfélagið bannaði fólki undir 23 ára að sækja hátíðir eða skemmtanir sem fram færu í bæjarfélaginu á vegum einkaaðila. En í þessu tilfelli vill svo skemmtilega til að landeigandinn og hátíðarhaldarinn er bæjarfélagið sjálft. Því ljóta fulltrúar þess að geta því sett þær reglur um aðgengi fólks að þessari tilteknu hátíð, fyrir hönd eiganda sinna, á sama hátt og skemmtistaðir eru t.d. með 25 ára aldurtakmark.

Hver er annars munurinn á Írskum dögum og venjulegri krá? Eru ekki Írskir dagar bara fyllerí út á túni?


mbl.is Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem hneykslar ef til vill er þetta aldurstakmark, eins og yfirlýsing um að ribbaldar og niðurrifsmenn séu þeir sem eru á þessum tiltekna aldri.  Það er bara ekki þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta myndi fara fyrir bæði brjóstin á mér. Að minnsta kosti!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.5.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

  Já, sumar konur setja aldurstakmörk á kalla í einkamálum til að koma í veg fyrir að þeir fari fyrir brjóstið á þeim.

Benedikt Halldórsson, 15.5.2008 kl. 02:21

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Skítt með það, fyllerí úti á túni hljómar vel.

30 drunk ninja monkeys await usBLADES OF GRASS Frjálslyndi flokkurinn... 30 drunk ninja monkeys await usBLADES OF GRASS

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.5.2008 kl. 02:59

5 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Eru araba konurnar sem eru á leiðinni með tjöld og börn nógu gamlar?

Haraldur G Magnússon, 15.5.2008 kl. 11:09

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Benni minn.

Þetta er nú alveg furðulegt. Ætli lögaldur verði hækkaður, kosningaaldur + hvenær við megum taka bílpróf í kjölfarið. Glætan.  

Vona að það gangi vel hjá þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband