Sinueldar - vorið er komið

Það er kannski ekki við hæfi að játa að mér hlýnar alltaf um jurtaræturnar þegar ég heyri um sinuelda. Eldurinn, reykurinn og lyktin ásamt lögreglu og slökkviliði er tákn fyrir vorkomuna, áhyggjuleysi æskunnar og eilífrar hamingju enda er sinan eins og mara fortíðar sem er hindrun fyrir grösugri og fallegri framtíð! 

Ég man daginn sem í flutti úr Kleppsholtinu yfir í Hvassaleitið. Móarnir sem nú hýsa Kringluna voru alelda, alveg alelda og ég varð alveg heillaður. Á hverju vori útvegaði ég mér eldspýtur og kveikti í sinunni eins og öll venjuleg börn.  Til að spara eldspýtur notaði ég sinuvöndul til breiða eldinn út sem breiddist hratt út - enda eldur í sinu. Ég koma sótsvartur, sæll og glaður heim á hverju kvöldi. Í minningunni sit ég sveittur eftir vel brennt dagsverk og saup á sjóðheitri kjötsúpunni á meðan slökkviliðið vann sitt verk án árangurs fyrir utan stofugluggann. 

Nokkrum vikum seinna var leiksvæði okkar milli heimsálfanna tveggja, Hlíða og Hvassaleitis, orðið grösugt, grænt og vænt.


mbl.is Búið að slökkva sinueldinn í Elliðaárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ó, þeir gömlu, góðu dagar sinubruna og annarra ljúfra æskuglæpa!

Mér var harðbannað þetta heima í sveitinni... en svo var bætt við bannið: (vitandi að það myndi sennilega kvikna í samt á einhvern dularfullan hátt).. "farið vel yfir svæðið og verið alveg pottþétt á því að séu engin hreiður..!"

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég held að sá siður að brenna sinu hafi verið fluttur úr sveitinni og þess vegna gerði fullorðna fólkið engar athugasemdir aðrar en þær að ekki mætti brenna sinu eftir 1.maí - það bann var heilagt enda voru allar krakkar miklir fuglavinir nema einn strákur sem stundaði óknytti.

Benedikt Halldórsson, 22.4.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Prakkari

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilegt sumar!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:07

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll kæri frændi
Gleðilegt sumar
Takk fyrir veturinn og allt fjörið hér í bloggheimum.
Ekki líst mér á að prakkaragenið er s.s. líka móðurmegin hjá mér.
Drottinn blessi þig.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Happy Summer

Gleðilegt sumar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.4.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband