Mánudagur, 1. október 2007
BÚTUR ÚR JÁRNTJALDI
Ég kom til hafnarborgar í Austur-Þýskalandi áður en járntjaldið féll, að vísu aðeins á bryggjuna vegna þess að fraktskipið vöktuðu tveir hermenn með vélbyssu og það var ekki fyrirhafnarinnar virði að reyna að dröslast í bæinn. Einhverjir úr áhöfninni fóru en það var tómt vesen og flestir voru bara um borð á kvöldin, drukku bjór og tefldu. Lífið í þessari borg snerist um eftirlit, leit og endalausa tortryggni.
Einhverju sinnu var ég að vinna um borð og þurfti að sækja hlut á bryggjuna sem var í um 5 metra frá bryggjubrún. Ég labba landganginn eins og ekkert væri sjálfssagðara en þá kemur annar hermannanna með vélbyssu og heimtaði passport ákveðinn. En þá benti ég honum á að ég væri aðeins að sækja lítið ómerkilegt járnstykki sem var svo nálægt að hann hefði þess vegna getað rétt mér það. Ég benti honum á járnið en hann svaraði aftur með, passport, passport. Ég reyndi að mögla en sneri við þegar ég sá svipinn á hermanninum, mér sýndist hann lyfta byssunni. Ég fór niður í káetu og náði í vegabréfið. Gekk aftur út á landganginn og sýndi honum það. Hann skoðaði bréfið í krók og kima og leyfði mér síðan formlega að ná járnstykkið sem lág fyrir aftan hann.
Hermaðurinn lét eins og ég væri að biðja um bút úr járntjaldinu.
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heheh já ég lenti í svipuð þegar ég fór í gegn um A-Þýskaland á Interrail ferðalagi 1980. Við gistum á gólfi lítillar lestarstöðvar eina nóttina og við inganginn voru tveir hermenn með vélbyssur. Þegar ég ætlaði að taka mynd af þeim var mér snarlega bannað það. Daginn eftir vorum við á leiðinni með lest út úr landinu á landamærunum þurfti að stoppa töluverða stund. Lítið var að sjá útum glugga lestarinnar annað en gaddavírsgirðingar og vinur minn teigði út hausinn á lestarglugganum til að taka mynd. Vitum við ekki fyrr en hermaður með vélbyssu og einhver yfirmaður í dæmigerðum "nasistabúningi" skipar okkur að koma okkur út úr lestinni. Við fylgdum mönnunum skíthræddir inn á einhvern kontór þarna. Þar tók á móti okkur borðum skríddur hershöfðingi sem hélt yfir okkur þrumandi ræðu á þýsku sem við skildum ekki, nema síðustu tvö orðin. "...Nicht photography!". Að því búnu heimtaði hann myndavélarnar af okkur báðum og opnaði þær með þjósti, dró út filmuna í dagsljósið og afhenti okkur vélarnar að því búnu. Á meðan á þessu stóð þá flautaði vélin til merkis um brottför og ég man að ég fékk nett í hnén við tilhugsuninni að verða eftir á þessum hræðilega stað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2007 kl. 18:03
Skemmtileg saga!
Benedikt Halldórsson, 6.10.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.