Miðvikudagur, 26. september 2007
MAHMOUD VEIT HVAÐ HANN SYNGUR II
Mahmoud forseti veit hvað hann syngur.
Nú efast engin lengur um heilindi hans og heiðarleika eftir greiningar hans á samtímanum.
Ef sami heilinn er ennþá að verki sem komst að þeirri niðurstöðu að engir samkynhneigðir fyrirfyndust í Íran, segir okkur nú að engin hætta stafi af kjarnorku Írana, stafar engin hætta af kjarnorku Írana.
Við getum andað léttar og slakað á.
Íransforseti segir kjarnorkumáli Írans lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt og SNILLDAR mynd! :D Var að koma úr vinnunni og ég þurfti virkilega að halda aftur af mér til að springa ekki úr hlátri og vekja alla nágrannana :D
ViceRoy, 26.9.2007 kl. 02:19
Bíddu aðeins gæðingur áður en þú grýtir einum af síðustu steinunum. Hugsanlega halda samkynhneigðir sig algjörlega í skugganum í ríki hans. Þó svo að við vitum að þeir fyrirfinnist þá koma þeir varla fram á opinberum tölum og hann hlýtur að byggja á opinberum tölum ekki satt?
Og af því við erum komnir inn á þessa braut; af hverju krefur enginn Ísraelsmenn skýringa á kjarnorkuvopnaeign þeirra? Þeir ljúga eins og þeir eru langir til en allir vita að þeir eiga kjarnavopn,sérstaklega eftir að forsætisráðherra þeirra , Ehud Olmert, viðurkenndi það fyrir mistök fyrr á þessu ári.
Steini Bjarna, 26.9.2007 kl. 03:15
Sæþór, takk fyrir hresst innlit, það sko gott að geta hlegið.
Steini Bjarna. Takk fyrir innlitið og þína skoðun. Ég var nú bara að fjalla um forseta írans í þessari þetta skiptið. já, það er rétt að margir ljúga.
Ef samkynhneigðir eru í skugganum er það vegna hræðslu við afleiðingar þess að segja frá henni en það er ólöglegt og menn hafa verið hengdir. Þar sem samkyhynheigð "er ekki til" í íran er hún ekki skráð og þegar litið er í opinber gögn finnst ekkert um samkynhneigð.
Það er hægt að neita því jörðin snúist um sjálfa sig vegna þess að ekkert finnst um það hjá hinu opinbera en samt snýst hún.
Benedikt Halldórsson, 26.9.2007 kl. 03:43
Ísraelsmenn eru búnir að sanna að þeim er treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Nokrum sinnum hafa nágrannaríkin reynt að ÚTRÝMA þeim en samt hafa þeir aldrei gripið til kjarnorkuvopna, mörg önnur kjarnorkuríki hefðu ekki haft slíka sjálfsstjórn. Þeir hafa svo mikla yfirburði gagnvart Palestínumönnum að það yrði ekkert mál fyrir þá að slátra þeim öllum á einum degi og gera allt svæðið að einu stóru Ísrael, hinsvegar kjósa þeir takmarkaðar hernaðaraðgerðir og vonast ennþá eftir að geta samið um frið.
Finnst ótrúlegt að 99% Íslendinga séu einhliða með aröbum á móti Ísraelsmönnum (svo lengi sem þeir byggja ekki Mosku hérna), er gyðingahatrið að aukast aftur í Evrópu? Vonandi vísum við ekki Dorrit úr landi eins og þegar við sendum gyðinga út í opinn dauðann fyrir nokkrum áratugum.
Geiri (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 04:24
Geiri: Þú svara engu um af hverju Ísrael er heimilt að koma sér upp kjarnorkuvopnum og öðrum ríkjum ekki.
Varðandi forsetaleg öfugmæli má ég benda á þessi (en af mörgu er að taka) í boði about.com:
I heard somebody say, 'Where's (Nelson) Mandela?' Well, Mandela's dead. Because Saddam killed all the Mandelas." --George W. Bush, on the former South African president, who is still very much alive, Washington, D.C., Sept. 20, 2007.
Benedikt: Mér sýnist þú vera skynsamur maður. Við vitum báðir að fyrir ca. 15-20 árum síðan var synd og nánast dauðadómur félagslega að viðurkenna samkynhneigð á Íslandi. Skyldi hún hafa verið skráð hér þá? Íran er á eftir okkur í þessu og Ísrael reyndar einnig.
Steini Bjarna, 26.9.2007 kl. 05:55
Það er greinilegt hvar einhliða afstaða Geirs hér að ofan liggur.
Hvað sannar það þó ísraelsmenn hafi ekki enn notað kjarorkuvopn um að þeir komi þá ekki einhvetíma til með að nota þau?
Og það er nú meira hvað ísraelsmenn eru góðir við palestínumenn að vera ekki bara búnir að útríma þeim, verandi með getu til þess að vera búnir að því fyrir löngu.
Vaxandi andúð á aðgerðum stjórnvalda í Ísrael í garð palestínumanna á eingöngu rætur sínar að rekja til þess hvernig þeir koma fram. Þ.e. reisa múr í líkingu við þann sem reistur var um gyðinga í Varsjá á sínum tíma, greinilega útþenslustefnu með vaxandi landtöku og þegar þeir gera árásir á Gasa og önnur svæði palestínumanna þá ráðast þeir gjarnan á innviði samfélagsins eins og raf- og vatnsveitur sem aðalega bitna á óbreittum borgurum. Sem betur fer eru ekki allir ísraelar fylgjandi þessari stefnu en því miður er þó meirihluti fyrir þessum aðgerðum því þeir kjósa þetta ástand yfir sig í frjálsum kosningum. Ég man nú ekki betur en Dorit hafi sjálf gefið þá yfirlýsingu að hún myndi ekki vilja búa í Ísrael vegna þeirrar stefnu sem þar er framfylgt.
Ég er nú bara fylgjandi því að múslimar á íslandi fái að byggja sér mosku enda hver ætti svo sem að koma í veg fyrir það. Ísland er jú frálst land eða það ætla ég rétt að vona. Sjálfur hef ég aðeins kynnst því að vera í múslimsku landi og varð ekki var við annað en fólkið þar væri eins friðelskandi og ég held að lang mestur meirihluti manna á jörðinni sé.
Björn J.Guðjohnsen (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 06:22
Takk fyrir að vera mótvægi, í þessari ótrúlega fáfróðu og fordæmandi umræðu Steini Bjarna. Það breytir ekki staðreyndum um fullyrðingar forsetans varðandi kjarnorkuáróðursstríð US, að Íranir afneiti kynvillu. Ekki frekar en upphrópanir um Gyðingahatur, sem hefur einatt verið það tromp, sem dregið er úr erminni til að drepa niður alla rökræna umræðu. (ad hominem, kallast sú rökleiðslutækni)
Þetta comment um Mandela var hins veggar fyndið og ég vona að Bush hafi ekki verið á undan áætlunum sínum, með að tilkynna dauða Mandela eins og BBC var einhverjum 20 mínútum á undan með að tilkynna fall WTC 7 á örlagadeginum mikla. Sjá ÞETTA myndband.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2007 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.