Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Menningarsónar
Vinsælasta atriðið á þessari miklu menningarnótt var menningarsónarinn en hann er gæddur þeim eiginleikum að geta skannað og kannað það sem kann að skorta uppá hjá fólki í menningarlegu tilliti. Skanninn getur einnig kannað hvaða bækur það hefur lesið um ævina, á hvaða myndlistarsýningar það hefur sótt og margt fleira sem óþarfi er að tíunda í smáatriðum, vegna þess að stillingar tækisins eru mjög flóknar enda hefur aðeins útskrifaður menningarlæknir réttindi á tækið, sem er með gervigreindarrafeindavirkja sér til halds og trausts.
Fólk var svolítið feimið í fyrstu að láta skanna hversu mikil menning byggi innra með því, en það lagaðist yfirleitt eftir nokkur glös af hvítvíni. En þó var kona ein sem sagðist hafa farið á meira en 100 myndlistarsýningar, bæði hissa og reið þegar tækið skannaði ekki einu einustu sýningu, hins vegar greindi tækið ógrynnin öll af kokteilum einmitt á þeim tíma sem sýningarnar áttu að hafa staðið yfir. Hún heimtaði endurgreiðslu sem var auðsótt mál.
Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að verðbréfasali kunni skil á heimspeki eða heimspekingur kunni á leyndardóma verðbréfanna. Þess vegna er mikilvægt að gefa upp starf og áhugamál þegar menningin er skönnuð og könnuð. En allir sem tóku þátt fengu einkunn eða stig, frá hreinu núlli, upp í hundrað. Þeir sem náðu meira en 90 stigum fengu nafnbótina menningarvitar sem verður staðfest í næsta lögbirtingarblaði.
Ein er sú stilling sem er vinsæl hjá fólki, er hvaða bók ætti helst að vera á náttborðum þess, svona miðað við aldur og fyrri störf. Skanninn finnur semsagt út hvaða ólesna bók ætti að vera næst í lestrarröðinni.
Þrír lögreglumenn sem voru á vakt og og höfðu lítið að gera, enda ekki mikill erill hjá lögreglu og fengeymslur tómar eins og þar stendur, létu skanna sig að gamni sínu. Sá fyrsti fékk langan lista af bókum, en átti helst að byrja á Laxdælu, annar í röðinni sem var mjög hávaxinn, fékk líka langan lista en matreiðslubók handa byrjendum var númer eitt hjá honum, en sá þriðji fékk engan bókarlista, hins vegar var hann vinsamlegast beðin um drífa sig á klósettið, og það strax!
![]() |
Síðustu gestir Menningarnætur á leið heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Axel Ólafsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Kristján Hreinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Guðfinna S. Bjarnadóttir
-
Vestfirðir
-
Björn Heiðdal
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásta Möller
-
Pálmi Gunnarsson
-
Andrés Magnússon
-
Haukur Viðar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Valgerður G.
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
gudni.is
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Kallaðu mig Komment
-
Herra Limran
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Bergur Thorberg
-
Heidi Strand
-
G.Helga Ingadóttir
-
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
-
Ólafur fannberg
-
Forvitna blaðakonan
-
halkatla
-
Júlíus Valsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Haukur Nikulásson
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Grazyna María Okuniewska
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Arnar Pálsson
-
Ágúst Dalkvist
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Fríða Eyland
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Himmalingur
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Karl Tómasson
-
kiza
-
Kolgrima
-
Lady Elín
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Promotor Fidei
-
Ragnar Bjartur Guðmundsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Sigurður Hólmar Karlsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
TARA
-
Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.