Að geyma fanga í geymslu.

geymsla fyrir fólk"Fangageymsla" er skrýtið orð. Er fólk ekki handtekið og tekið til fanga? Það fer í fangelsi. Fólk er ekki tekið til geymslu vegna óláta á almannafæri. Enginn er dæmdur til geymslu.

Þegar og ef vélmenni koma til sögunnar sem munu kannski eiga í gangtruflunum á "djamminu", fólki til ama og leiðinda væri sjálfsagt að geyma vélmennin á öruggum stað, þar til búið væri að yfirfara þau og forrita upp á nýtt.

Já, það er undarlegt að tala um geymslur fyrir fólk. Ekki er talað um svefngeymslur fyrir ferðamenn, sjúklingageymslur fyrir veikt fólk, engum hefur hugkvæmst að líta á skóla og leikskóla sem barnageymslur. Maður geymir innbú, bíla, sláttuvélar, skíði, vetrardekk í þar til gerðum geymslum en varla fólk af holdi og blóði.

-Palli, hvert fórstu eftir partíið? Ég var tekinn til geymslu!  


mbl.is Von á örtröð í fangageymslur lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kaptein ÍSLAND

jamm,þetta asnalegt orð,er eins og það sé verið að setja eitthvað dýr í geymslu ;)

kaptein ÍSLAND, 14.7.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...enda gamalt, sennilega ættað frá þeim tíma þegar rónar og útigingangsfólk var látið sofa úr sér. Sumir rónar "gistu" ótrúlega oft í "geymslunum" enda áttu þeir oft ekki í önnur hús að venda.

Benedikt Halldórsson, 14.7.2007 kl. 09:48

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

 Já askoti er þetta rétt hjá þér.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 14.7.2007 kl. 10:46

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir innlitið Sigurbjörg.

Benedikt Halldórsson, 14.7.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 146140

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband