Komum upp stofni letimáfa sem nennir ekki að fara niður á Tjörn...

Ekki er ég mjög fróður um máfa eða fugla yfirleitt en mér dettur dálítið í hug: Getur verið að eftir að máfurinn hætti að geta gengið á gnægðarborðum fiskmetis sem lág eins og hráviði um allan Grandann, hafi stofninn nánast dáið út þegar lokað var á matarbirgðirnar. Hins vegar hafi gráðugustu og útsjónarsömustu máfarnir lifað móðuharðindi máfanna af og nú sé kominn upp harðger stofn duglegra máfa sem hafi allar klær úti til að finna sér eitthvað í gogginn.

Og nú er ég kominn á flug - ég verð þá bara leiðréttur af einhverjum sem veit betur:

Væri ekki ráð að byrja að gefa máfum mat, kannski út á Granda eða einhversstaðar fjarri íbúðabyggð í því skyni til að koma upp lötum og værukærum stofni sem rétt nennir að silast áfram í mat sem alltaf er til staðar. Smátt og smátt mun einskonar aulakyn fjölga sér, sem hangir bara við mataruppsprettuna og nennir ekki að hreyfa sig. Eftir nokkrar kynslóðir letimáfa munu elstu fuglar ekki einu sinni muna eftir Tjörninni sem verður aftur full af öndum og hvítum svönum eins og það á að vera.

Bara hugdetta!


mbl.is „Það er ekki allt í lagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

jú, eftir að þeir lokuðu á matinn..

Benedikt Halldórsson, 26.5.2007 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband