Það er ekki góð skemmtun að velja "ranga" mynd.

Hefurðu farið á videleigu og eytt löngum tíma í leit að réttu myndinni sem átti að gleðja og skemmta en varðst fyrir miklum vonbrigðum með valið og til að bæta gráu ofan á svart þarftu að muna eftir að skila hinni ömurlegu mynd daginn eftir. "Muna að skila leiðinlegu myndinni sem ég eyddi kvöldinu í að velja og horfa á." Það getur tekið heilan klukkutíma að velja myndina, svo tekur uppundir tvo tíma að horfa á hana og hálftíma að skila henni. Þannig að ég eða þú eyðum kannski mörgum klukkutímum í leiðindi sem við þurfum að borga fyrir. 

Ég held að ég sé búin að finna lausnina á þessu mikla heimilisböli. Mig langar að deila lausninni með öðrum bloggurum enda er mikið í húfi, peningar og tími og misheppnuð kvöld sem gætu nýst til einhvers annars. Þú ferð einfaldega inn á vefslóðina, http://www.imdb.com/, og velur mynd sem fær 7 eða hærri meðaeinkunn. Þær 178 myndir sem ég tilgreini hér neðar á síðunni er allt myndir sem fá að minnsta kosti 7 í meðaleinkunn þótt vissulega séu til góðar myndir sem falla ekki fjöldanum í geð og smekkur fólks er ekki sá sami en í yfirgnæfandi meirihluta tilvika ætti kvöldinu að vera borgið. Ég lofa því, góða skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

IMDB sparar manni vissulega eftirsjána á eftir peniningnum. Rotten Tomatoes er líka góður og oft betri hvað einkunagjöf varðar : www.rottentomatoes.com

Egill Harðar (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ja, ég er ekki frá því, ég varð fyrir vonbirgðum með 300 svo ég taki dæmi en þeim vonbrigðum er ágætlega lýst á www.rottentomatoes.com. Ég mun örugglega nýta tómatana.

Benedikt Halldórsson, 19.4.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já hér í Ameríku er eitt hægt sem ekki er heima á Íslandi, það sést á www.NETFLIX.com Það er DVD leiga á netinu. Þú ferð á vefsíðuna og setur nokkrar myndir í biðröð. Svo senda þeir þér þá fyrstu í pósti og þú færð  hana eftir 1 dag í póstkassanum. Þú hefur hana eins lengi og þú vilt og skilar aftur með því að setja í póstkassa í þar til gert umslag (fyrirframgr. póstgjald) með bunkanum af reikningunum sem þú borgar til Björgólfs. Svo þegar DVD leigan fær diskinn, þá er bara send næsta mynd á listanum og svona koll af kolli. Fyrir þetta borga ég fastagjald sem eru $10- (670kr) á mánuði (enginn aukakostnaður) og ég horfi á eins margar myndir og póstþjónustan og horfigetan kemst upp með.
Hrein snilld

Ólafur Þórðarson, 20.4.2007 kl. 01:45

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir upplýsingarnar. Ég mun örugglega prófa þessa leið!

Benedikt Halldórsson, 20.4.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband