Lagt af stað

 

Þessi fyrstu skrif mín á blog.is er ekki eins merkilegur viðburður og þegar stóru skipi er hleypt af stokkunum, fyrsta skóflustungan tekinn að miklu mannvirki og enn síður þegar borði er klipptur til að hleypa fyrsta bílnum í gegnum löng jarðgöng enda byrja ég bara með tvær hendur tómar á lyklaborðinu og afar óljósar hugmyndir um framhaldið. Það mun bara koma í ljós hvað verður.

Ég hef þó sett mér nokkur markmið sem ég vonast til að geta staðið við en þau eru eftirfarandi:

  1. Skrifa ekki illa um nokkra manneskju eða gera lítið úr henni með háði, spotti eða öðrum stílbrögðum.
  2. Vera eins málefnalegur og ég hef dómgreind til, og svara ekki skætingi i sömu mynt.
  3. Skrifa bara þegar ég er í þokkalega góðu skapi og í sæmilegu jafnvægi.
  4. Skrifa sem minnst um persónulega hagi mína en því meira um hin ýmsu mál sem mér og vonandi öðrum eru hugleikin.
  5. Reyna að segja sem mest í sem fæstum orðum.

Mig langar í blábyrjun að segja smá sögu af sjálfum mér og einu samskiptunum sem ég hef átt við Pólverja. Þannig var að fyrir mörgum árum var ég háseti á fragtskipi sem sigldi til borgarinnar Gdansk sem er hafnarborg í Póllandi. Ég og annar háseti fórum á krá nokkra og reyndum að blanda geði við innfædda. Ég talaði bjagaða ensku og reyndi að afla mér upplýsinga um mannlíf en aðalega skemmtanalíf Pólverja en stemmingin á kránni var ekkert ósvipuð sveitaböllum á Íslandi. Ég spjallaði lengi við náunga nokkurn sem talaði álíka bjagaða ensku og ég en gat þó frætt mig þó nokkuð um "ástandið" í Póllandi sem var á þeim tíma kommúnískt ríki. Eftir nokkur glös og fróðlegt spjall spurði hann mig; "where are you from", sem mér fannst góð spurning enda hafði ég tekið eftir því á örstuttum sjómannsferli að íslendingum var allstaðar vel tekið. Ég svaraði því með stolti; "i am form Iceland", en ég gleymi seint undrunarsvipnum á "pólverjanum" þegar hann æpti nánast, "ME TOO".


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband