Færsluflokkur: Dægurmál

Hvað er fegrunarfélag Reykjavíkur?

Stundum er samtíminn svo hallærislegur að nauðsynlegt er, að fara áratugi aftur í tíman til að sjá það. 

Fegrunarfélag Reykjavíkur? Er það hreinsunardeild borgarinnar nei, o, nei, það var fólkið sem sá um  fagurðasamkeppni Reykjavíkur á sínum tíma.

Sjálfur fæ ég minn árlega skammt af aulahrolli sem hellist yfir mig í nokkrum smáskömmtum þegar útgerð kvennanna sem stendur sem hæst er kynnt, enda er "hreinsunardeildin" mjög sýnileg í kynningum. Og eftir að hafa overdósað af aulahrollsboðefnum er maður í þó nokkrum fráhvörfum í nokkra daga á eftir, en maður trappar sig bara niður með því að horfa á ísland í dag.

fegrunarfelag


Ekki má geðgreina með augunum einum saman...

trípólibío

þessi texti er í boði Gamla-Tjarnarbíós sími 2-21-40.

Þótt einhver líti út eins og anorexíusjúklingur má að sjálfsögðu ekki halda því fram að viðkomandi sé með sjúkdóminn anorexíu, það gæti verið röng ályktun blaðamanns, "sjúklingurinn" verður að njóta vafans.

Í raun er einföld regla sem gott er að hafa í huga:

Þótt einhver hagi sér eins geðsjúklingur eða heimskingi er ekki víst að hann sé með geðsjúkdóm eða sé greindarskertur, við látum geðlækna eða sálfræðinga um slíkar greiningar. Það er því frekar létt og löðurmannlegt verk fyrir Keiru að vinna málið.

Getum við eitthvað lært af þessu máli?

Jú, draga djúpt andann og hugsa en draga ekki ályktanir í gegnum holt og hæðir.


mbl.is Keira fær bætur fyrir anorexiufrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Aldrei að kasta nokkru á stjórnmálamenn nema kveðju"

Stundum vill grínið fara yfir strikið. Það er þunn lína á milli gríns og dauðans alvöru. Þó er alveg ljóst að það má hvorki sletta skyri, súrmjólk eða nokkrum landbúnaðavörum á stjórnmálamenn, ekki heldur tertum, hvort heldur með rjóma eða súkkulaði. Það má hvorki kasta vatni né þvagi á þá.

Það væri hægt að búa til langan lista yfir "vörur" sem má ekki kasta á stjórnmálamenn eða annað sómakært fólk en það er bara ein regla sem við þurfum að fara eftir.

  1. Aldrei að kasta nokkru á stjórnmálamenn nema kveðju.

mbl.is Sænska forsætisráðherranum sýnt vatnsbyssutilræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband