Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 17. október 2007
GLEÐIFRÉTTIR
Þetta eru frábærar fréttir. Nú getum við drukkið kaffi en jafnframt látið nokkrar krónur af hendi rakna í þróunaraðstoð til fátækra kaffibænda.
![]() |
Verður kaffisopinn dýrari? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 17. október 2007
FRIÐARDAGUR

![]() |
Hanna Birna upplýsti um hvers vegna borgarstjórnarsamstarfið brast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 14. október 2007
ER ORKUÚTRÁSIN NÝTT LOTTÓ?
BANKARNIR VIÐURKENNA VERÐMÆTI DECODE
KAUP Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankans og Búnaðarbankans á 17% hlut í deCODE Genetics Inc., móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, sýna svo ekki verður um villst að í ÍE liggur eitt magnaðasta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir. Það er ekki nóg með að fyrirtækið hafi flutt til landsins fjölda vísindastarfa og sérþekkingu. Það er að ryðja brautina fyrir íslensk þekkingarfyrirtæki til að afla fjár til starfsemi sinnar erlendis. ÍE er að notfæra sér nýuppgötvaðar auðlindir og beitir markaðsöflunum til að virkja þær. Á sama tíma er fyrirtækið orðið umræddasta og jafnframt eitt umdeildasta fyrirtæki landsins. Miðað við kaupgengi bankanna þriggja er félagið orðið það verðmætasta á landinu, með markaðsverðmæti upp á 500 milljónir bandaríkjadala, eða 37 milljarða íslenskra króna. Greiningarmenn og sérfræðingar þessara þriggja banka hljóta að hafa orðið sáttir við þetta mat eftir ýtarlega skoðun. Bankar geta ekki leyft sér að nota svo stóran hluta eigin fjár síns til hlutabréfakaupa, nema vera alveg vissir í sinni sök....
<> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <><> <> <> <>
Hvað getum við lært af ofnagreindri dæmisögu?
![]() |
Lottóvinningur kvöldsins gekk ekki út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. október 2007
FRIÐARSÚLA?
Það er skemmtileg tilviljun að friðarsúlan skuli fá orkuna frá Orkuveitunni en svo sannarlega hefur engin friður verið um hana og enn skemmtilegra er að sjálfur Villi sem hefur tekist með lagni að fá alla upp á móti sér skuli líka vera viðriðin friðarsúluna. Og sumir segja að Yoko Ono hafi slökkt í friðarpípu Bítlanna.
Hver á að tendra ljósin, Bush?
![]() |
Ein friðarsúla nægir Yoko Ono |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. október 2007
2000 VANDINN LEYSTIST ÁRIÐ 2000...
...er skrýtinn fyrirsögn og þó. Frétt DV er röng í öllum aðalatriðum og ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir hana. Dorrit er mjög góð forsetafrú og Ólafur er ágætur forseti og án efa vel að verðlaununum kominn. En þó tel ég ekki að spádómsgáfur Ólafs séu ekki upp á marga fiska þegar haft er í huga að hann spáði fyrir um litla ísöld á íslandi í ávarpi til þjóðarinnar fyrir um 9 árum síðan. Honum til afsökunar át hann vísdóm sinn upp eftir vísindamönnum en eins og allir vita hafa þeir reynst afburða lélegir spámenn um framtíðina. Tunglstöð sem framleiðir rafmagn fyrir jarðarbúa er eitt gott dæmi sem ég birti fyrir neðan þessa færslu. 2000 vandinn var uppblásinn vandi sem var ekki í neinu samræmi við úlfaldan sem reyndist lítil býfluga.
Gefum Ólafi orðið: (leturbreyting er mín).
Sveit fremstu vísindamanna heims, formlega valdir sem fulltrúar þjóðríkja, hefur skilað niðurstöðum um breytingar á hitastigi, hækkun á yfirborði sjávar, umturnun hafstrauma, gróðurfars og lífsskilyrða jarðarbúa. Ef svo heldur fram sem horfir gæti hitaaukning víða um heim gert gróðursvæði að eyðimörk en annars staðar yrði kólnun í ætt við ísaldartíma. Breytingar á saltstigi sjávar myndu stöðva aflvélina sem knúið hefur hringrás hafstraumanna og ylurinn sem við höfum hlotið úr suðurhöfum hætta að berast hingað.
Lega Íslands og lykilhlutverk Golfstraumsins á okkar slóðum eru á þann veg að áhrif loftslagsbreytinganna myndu koma hvað harðast niður á okkur Íslendingum og gera landið nánast óbyggilegt fyrir barnabörn okkar og afkomendur þeirra.
Jökulhella mun þá leggjast yfir landið allt, fiskistofnarnir sem haldið hafa lífi í þjóðinni um aldir hverfa úr hafinu umhverfis, hluti núverandi byggða sökkva við hækkun sjávarborðs.
Þessi lýsing er ekki heimsendaspá eða efnisþráður í skáldlega hryllingssögu heldur kjarninn í vísindalegum niðurstöðum fræðimanna sem skipa hina formlegu ráðgjafasveit ríkja heims, niðurstöðum sem lýsa því sem gæti hafist á æviskeiði þeirra Íslendinga sem nú eru börn í skóla. Ísland hefur einmitt í þessari vísindaumræðu verið tekið sérstaklega sem dæmi um hrikalegar afleiðingar loftslagsbreytinganna. Virtur vísindamaður, sérfræðingur við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum, sagði nýlega í viðtali við eitt helsta dagblað heims: "Ísland yrði þakið jöklum allt til stranda. Íbúarnir yrðu að yfirgefa það." Landið okkar góða yrði þá í raun og sann ísa fold.
Við Íslendingar ættum því að vera í fararbroddi þeirra sem á alþjóðavettvangi krefjast þess að tafarlaust verði gripið til róttækustu gagnaðgerða til að forða heiminum frá slíkri loftslagsbreytingu. Við ættum að fagna þeim vilja sem þjóðir heims sýna nú til samstarfs, hefja með öðrum breytingar á eldsneytisnotkun skipa og bifreiða og beita nýrri tækni sem auðveldar loftslagsvæna framleiðsluhætti. Við eigum að gleðjast yfir þeim tækifærum sem öld umhverfisverndar getur fært okkur Íslendingum ef við sjálf höfum vit og vilja til að nýta kosti Íslands. Það er annars sérkennilegt hve illa okkur hefur gengið að sýna í verki hollustu við vernd umhverfis, lífríkis og landgæða. Við höfum látið ættjörð okkar blása upp og eytt svo gróðri með óhóflegri beit hrossa og sauðfjár að Ísland er nú mesta eyðimörk álfunnar.
![]() |
Dorrit segir frétt DV móðgandi og særandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. júlí 2007
Köttur selur hund á ebay...
Það er líf og fjör á ebay og sumir gera ótrúlega góð kaup aðrir ekki. Þar er hægt er að selja og kaupa allt milli himins og jarðar sem á annað borð hægt er að senda.
En þessar 65,400 evrur sem drengurinn í Norfolk "eignaðist" á óvæntan og ótrúlegan hátt er lyginni líkastur en söguþráðurinn er eins og illa skrifað handrit í heimskulegri B mynd þar sem söguhetjan finnur fulla tösku af peningum bara sisvona en peningarnir eru oftast "eign" glæpamanna sem reyna allt hvað þeir geta til að endurheimta féð.
![]() |
Pantaði leikjatölvu en fékk fimm milljónir í staðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Hefur líkið fundist?
Anna Kristjánsdóttir segir í pistli sínum í dag (17/7) frá heitum umræðum sem spruttu í kjölfar greinar sem hún skrifaði um "stóra hundamálið" en margir, gott ef ekki hálf þjóðin var að vonum sleginn vegna "drápsins" á litla hundinum. Í kommenti spyr Baldur Fjölnisson: Hefur líkið fundist?
Góð spurning!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Dýrasti uppvöskunartaxti íslandssögunnar?
Ég vona að talan 07.07.07 verði happatala fyrir hjónin sem hafa ákveðið að láta pússa sig saman á þessum merkisdegi, að þau þurfi svo sannarlega ekki að skipta öðrum tölum í tvo parta og verði sem næst sjöunda himni í hjónabandinu, að ekki komi til skilnaðar 08.08.08 eða...
Í málgagni fræga fólksins, Séð & Heyrt er sagt frá dýrasta skilnaði Íslandssögunnar!
Ef tveir aðilar skipta á milli sín eignum sem þeir eiga sameiginlega, t.d. hjón sem ákveða að skilja og deila eigum sínum í tvo parta, fara eignirnar og féð ekki forgörðum í sjálfu sér, ef frá er talinn lögfræðikostnaður.
Við skilnað og skiptingu eigna gætu þær þó rýrnað, það getur verið óhagkvæmt að skipta fyrirtæki upp eða selja fasteign þegar verðið er lágt. En eignir halda verðgildi sínu í tveim pörtum, á sama hátt og 100 krónur sem skipt er upp í tvo 50 kalla verða áfram 100 krónur, að vísu í sitthvoru veskinu.
En af hverju er talað um dýran skilnað? Þarf konan að borga kallinn út? Maður hefur og heyrt um ríka kalla sem borguðu "lötum" eiginkonum sem hvorki vöskuði upp né þrifu eftir sig eða kallinn, en eyddi bara deginum í að eyða peningum.
Er "blaðamaður" Séð og Heyrt að halda því fram að umrædd kona hafi ekki átt skilið að fá sinn eigin hlut í búinu, sem hún átti sjálf hlut í?
Hvað er svona dýrt?
Það læðist að mér sá grunur að enn sé litið á konur sem eldabuskur, ræstitækna eða jafnvel gullgrafara, sem fái alltof mikið fyrir alltof lítið framlag þegar kemur að "dýrum" skilnaði, fái margfallt meira í sinn hlut en sem nemur eðlilegum umönnurtöxtum ríkis og bæja og ISS.
P.S. Eiginkona og blaðamaður sett í gæsalappir 04.07.07, kl. 22:12.
![]() |
Hætt við hjónavígslur 07.07.07 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 26. maí 2007
Komum upp stofni letimáfa sem nennir ekki að fara niður á Tjörn...
Ekki er ég mjög fróður um máfa eða fugla yfirleitt en mér dettur dálítið í hug: Getur verið að eftir að máfurinn hætti að geta gengið á gnægðarborðum fiskmetis sem lág eins og hráviði um allan Grandann, hafi stofninn nánast dáið út þegar lokað var á matarbirgðirnar. Hins vegar hafi gráðugustu og útsjónarsömustu máfarnir lifað móðuharðindi máfanna af og nú sé kominn upp harðger stofn duglegra máfa sem hafi allar klær úti til að finna sér eitthvað í gogginn.
Og nú er ég kominn á flug - ég verð þá bara leiðréttur af einhverjum sem veit betur:
Væri ekki ráð að byrja að gefa máfum mat, kannski út á Granda eða einhversstaðar fjarri íbúðabyggð í því skyni til að koma upp lötum og værukærum stofni sem rétt nennir að silast áfram í mat sem alltaf er til staðar. Smátt og smátt mun einskonar aulakyn fjölga sér, sem hangir bara við mataruppsprettuna og nennir ekki að hreyfa sig. Eftir nokkrar kynslóðir letimáfa munu elstu fuglar ekki einu sinni muna eftir Tjörninni sem verður aftur full af öndum og hvítum svönum eins og það á að vera.
Bara hugdetta!
![]() |
Það er ekki allt í lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Axel Ólafsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Kristján Hreinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Guðfinna S. Bjarnadóttir
-
Vestfirðir
-
Björn Heiðdal
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásta Möller
-
Pálmi Gunnarsson
-
Andrés Magnússon
-
Haukur Viðar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Valgerður G.
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
gudni.is
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Kallaðu mig Komment
-
Herra Limran
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Bergur Thorberg
-
Heidi Strand
-
G.Helga Ingadóttir
-
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
-
Ólafur fannberg
-
Forvitna blaðakonan
-
halkatla
-
Júlíus Valsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Haukur Nikulásson
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Grazyna María Okuniewska
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Arnar Pálsson
-
Ágúst Dalkvist
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Fríða Eyland
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Himmalingur
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Karl Tómasson
-
kiza
-
Kolgrima
-
Lady Elín
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Promotor Fidei
-
Ragnar Bjartur Guðmundsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Sigurður Hólmar Karlsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
TARA
-
Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar