Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Feluleikur
Sunnudag einn á miðju sumri í fallegri sveit fórum við krakkarnir feluleik. Það var sól og hlaðan var hálffull af heyi. Sá sem fannst fyrstur fékk það hlutverk leita að hinum og grúfði andlit sitt við gamalt hesthús sem var áfast litla bóndabænum og kallaði "byrjað að leita" þegar búið vara að telja upp í 50. Leikreglurnar voru skýrar, við máttum fela okkur hvar sem var, í næsta skurði en þeir voru margir, inn í hænsnakofa sem var við hlaðið gegnt bænum, en ekki inn í fjósinu sem var áfast bænum eins og hesthúsið og hlaðan. það mátti jafnvel fela sig við vatnslitla fossinn, sem steyptist niður af fjallinu sem sást svo vel úr stofuglugganum eða bakvið stóra steina við fjallsrótina sem lágu þar eins og hráviði. En eftir því sem feluleikurinn þróaðist fækkaði góðum felustöðum. Engum datt lengur í huga að fela sig í hænsnakofanum. Skurðirnir voru svo sem ágætir en gallinn var sá að maður varð votur og skítugur en bóndakonan sem þvoði allan þvott í köldum bæjarlæknum var ekki sátt við svoleiðis háttalag.
Ég faldi mig bakvið galta, en þá er kallað að það væri komið kaffi. Við hlýddum skipuninni enda var húsmóðurinni illa við allt slór en hún nokkuð ströng og ekkert okkar vildi láta skamma sig. þegar inn var komið sá hún að Steini var ekki í hópnum, hún sendi þá dóttur sína til að kalla á hann. En Steini ansaði ekki. Þá fór stranga bóndakonan sjálf út og kallaði reiðilegri röddu að hann ætti að koma eins og skot. En ekkert gerðist. Hún kom inn og sagði okkur öllum að klára mjólkina og kökuna í snarhasti og koma út að leita að Steina. Við kölluðum og leituðum, gengið var eftir öllum skurðum en allt kom fyrir ekki. Steini fannst ekki, hann var gjörsamlega horfinn.
Steini fannst ekki og tíminn leið. Klukkan sex fékk ég það hlutverk að ná í kýrnar á meðan allir aðrir leituðu að Steina. Bóndinn á næsta bæ var líka farinn að taka þátt í leitinni, hringt var á alla bæi í sveitinni og spurst fyrir um Steina en allt kom fyrir ekki. Ég rak kýrnar inn í fjósið, það þurfti að mjólka þær en enginn sinnti kvöldmarnum í þetta skipti en það hafði aldrei áður gerst að ekki væri kvöldmatur eftir mjaltir.
Smátt og smátt fjölgaði í leitarhópnum vegna þess að fólk af næstu bæjum tók þátt í leitinni, það má segja að allir í sveitinni hafi tekið þátt og einhverjir bændur voru að reyna að fá sporhunda. Kvöldið leið, klukkan sló níu, síðan tíu og svo ellefu og ekkert bólaði á Steina. Það var búið að margganga skurðina og mýrina með prikum. Nokkrir bændur léttir á fæti gengu fjallið. En þegar Steini fannst loksins í hnipri undir borði í hesthúsinu höfðu nokkur hundruð manns tekið þátt í þessum barnalega feluleik okkar sem fór svona úr böndunum.
Allir voru fegnir að hann væri á lífi en af hverju í ósköpunum ansaði hann ekki köllunum? Hann gaf þá skýringu að fyrst þegar kallað var reiðilega í kaffi, hafi hann ætlað að bíða þar til kaffitíminn væri búinn, en hrópin og köllin héldu bara áfram og færðust í aukanna og þá varð hann enn skelkaðri og að lokum sá hann ekki fram á að geta komið úr felum.
Hann ætlaði því að strjúka um nóttina þegar allir væru farnir að sofa.
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Dýrasti uppvöskunartaxti íslandssögunnar?
Ég vona að talan 07.07.07 verði happatala fyrir hjónin sem hafa ákveðið að láta pússa sig saman á þessum merkisdegi, að þau þurfi svo sannarlega ekki að skipta öðrum tölum í tvo parta og verði sem næst sjöunda himni í hjónabandinu, að ekki komi til skilnaðar 08.08.08 eða...
Í málgagni fræga fólksins, Séð & Heyrt er sagt frá dýrasta skilnaði Íslandssögunnar!
Ef tveir aðilar skipta á milli sín eignum sem þeir eiga sameiginlega, t.d. hjón sem ákveða að skilja og deila eigum sínum í tvo parta, fara eignirnar og féð ekki forgörðum í sjálfu sér, ef frá er talinn lögfræðikostnaður.
Við skilnað og skiptingu eigna gætu þær þó rýrnað, það getur verið óhagkvæmt að skipta fyrirtæki upp eða selja fasteign þegar verðið er lágt. En eignir halda verðgildi sínu í tveim pörtum, á sama hátt og 100 krónur sem skipt er upp í tvo 50 kalla verða áfram 100 krónur, að vísu í sitthvoru veskinu.
En af hverju er talað um dýran skilnað? Þarf konan að borga kallinn út? Maður hefur og heyrt um ríka kalla sem borguðu "lötum" eiginkonum sem hvorki vöskuði upp né þrifu eftir sig eða kallinn, en eyddi bara deginum í að eyða peningum.
Er "blaðamaður" Séð og Heyrt að halda því fram að umrædd kona hafi ekki átt skilið að fá sinn eigin hlut í búinu, sem hún átti sjálf hlut í?
Hvað er svona dýrt?
Það læðist að mér sá grunur að enn sé litið á konur sem eldabuskur, ræstitækna eða jafnvel gullgrafara, sem fái alltof mikið fyrir alltof lítið framlag þegar kemur að "dýrum" skilnaði, fái margfallt meira í sinn hlut en sem nemur eðlilegum umönnurtöxtum ríkis og bæja og ISS.
P.S. Eiginkona og blaðamaður sett í gæsalappir 04.07.07, kl. 22:12.
Hætt við hjónavígslur 07.07.07 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Faðir minn sjómaðurinn...
Ég fann þetta viðtal við föður minn sem var tekið 9. september 1965. Ég ákvað að birta það innan um léttmeti og annan hégóma á þessari síðu en þó aðskilið að einhverju marki undir flokknum, "Vinir og fjölskylda" en ég geri ráð fyrir að ættingjar og jafnvel gamlir skipsfélagar hefðu gaman að. Faðir minn lést 1967.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar