Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 27. september 2007
ÉG VIL SJÁ VÆGARI DÓMA
Ég er að spá. Getur verið að ég sá eini á Blogginu sem vill alls ekki sjá lengri fangelsisdóma almennt, ekki einu sinni fyrir kynferðisafbrotamenn eða ofbeldismenn? Ég vil reyndar sjá miklu styttri dóma fyrir fíkniefnasmygl.
Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Á íslandi eru um 100 manns í fangelsum á hverjum tíma. Í Bandaríkjunum er samsvarandi tala um 2000. Af hverju ætli glæpatíðni sé margfalt lægri hjá okkur þrátt fyrir að tuttugu sinnu færri sitji í fangelsum? Eða, hvernig ætli standi á því að glæpatíðni virðist vera í öfugu hlutfalli við lengd dóma?
Ég skil ekki þetta hatur og heift gagnvart mönnum sem eru á leið í fangelsi. Er ekki nóg að dæma þá í fangelsi, þarf líka að sparka í þá og níða svo þeir komist örugglega ekki aftur út í samfélagið? Þarf að níðast á þeim svo ættingjar verði fyrir aðkasti?
Það hvarflar ekki að mér að þeir sem ganga harðast fram í fordæmingu á blogginu séu að gera samfélaginu nokkurt einasta gagn. Síður en svo. Það gerir einangrun þeirra, sem vissulega hafa framið glæpi sem ég er ekki að afsaka á nokkurn hátt, miklu meiri en hún þyrfti að vera.
Ég vona svo að þessi umræddi maður sem fjallað er um í fréttinni standi sig vel í fangelsinu og gefist ekki upp og tökum vel á móti þeim föngum sem eiga eftir að koma út á næstunni, langfæstir af þeim brjóta aftur af sér og aðeins 5% kynferðisafbrotamanna.
Það væri gaman að heyra í þeim sem hafa álíka skoðanir og líka hinum sem eru algerlega ósammála.
14 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á skilorði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. júlí 2007
Heimiliskvótakerfið
Þegar kvóti er seldur er féð sem fæst fyrir kvótann ekki dregið í sérstakan dilk. Það tíðkast ekki að gefa út sérstakt Kvótafé sem aðeins má nota í heimabyggð eða þarnæstu byggð eins og um væri að ræða gjafabréf í Smáralind. Það er alls ekki bannað að fara með féð út úr heimahögunum og selflytja það sem leið liggur til Reykjavíkur eða þess vegna til annarra landa.
Það er heldur ekki bannað að skrifa greinar um kvótafé sem hverfur úr landi.
Vondur púki á hægri öxlinni hvíslaði þessu að mér:
Á Eskifirði er mikil öfund,
út í njótendur arfsins.
En hvað með höfund,
heimiliskvóta hvarfsins?
Yfirlýsing frá Reyni Traustasyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 15. júlí 2007
Á öndverðu bloggi og koddaslagur
Á öndverðu bloggi | |
Fyrir áratugum var umræðuþáttur í Sjónvarpinu sem hét, "Á öndverðum meiði". Tveir skoðanafastir karlar skiptust á skoðunum en þeir voru ALLTAF ósammála hvor öðrum. | |
Í dag eru það tveir heiðursmenn sem hafa komist að sitthvorri niðurstöðinni um sama atburðinn en eftirfarandi frétt er tilefnið. | |
Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland | |
Fjórir mótmælendur voru handteknir í gær þegar aðgerðasamtökin Saving Iceland mótmælti stóriðjustefnu og virkjunum. Þrír mannanna gistu fangageymslur í nótt en einum þeirra var sleppt í gærkvöldi..meira. | |
Hvað er að !!! | Ofbeldisfullt "hugsjónafólk" ? |
Spyr, Pálmi Gunnarsson | Spyr, G. Tómas Gunnarsson |
Hver gefur skipanir um aðgerðir gegn aðgerðasamtökunum Saving Iceland ?? Eru mótmæli bönnuð á Íslandi ??? Ég spyr vegna þess að ég hef haldið hingað til og mun meira. | Ég hef aldrei getið skilið hvers vegna sumt fólk telur það vænlegt til að vekja athygli á einhverju eða að vinna einhverjum málstað fylgi, að fara með ofbeldi á hendur samborgurum sínum meira. |
Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.7.2007 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 14. júlí 2007
Forræðishyggja.
Frelsið sem við búum við er einstakt. Fyrirtæki eins og McDoanlds, Burger King, Subway eða Starbucks eru ekki bara matsölustaðir, skyndibitakeðjur eða kaffibarir. Þar sem þessi fyrirtæki FÁ að opna útibú og starfa í friði, er nægilegt frelsi og umlburðalyndi gagnvart "óhollum" skoðunum, mat eða kaffi. Fólk getur að sjálfsögðu sniðgengið þessar búllur ef það kærir sig um, á sama hátt og fólk sniðgengur kirkjur, trú, smekk, stjórnmálaflokka, verslanir, hugmyndafræði eða hvaðeina sem það kærir sig ekki um að "éta" ofan í sig.
http://www.nationsonline.org/oneworld/press_freedom.htm
Starbucks lokar í Forboðnu borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. júlí 2007
Að hitta alls ekki naglan á höðfuðið.
Það má segja ýmislegt um feminima, Bush og Múslima og Guð, en fáir komast með tærnar þar sem Pat Robertson hefur hælanna í bulli.
[T)he feminist agenda is not about equal rights for women. It is about a socialist, anti-family political movement that encourages women to leave their husbands, kill their children, practice witchcraft, destroy capitalism and become lesbians. |
Many of those people involved in Adolf Hitler were Satanists, many were homosexuals - the two things seem to go together. |
The flooding of New Orleans is a sign that God is tired of seeing his creation mocked by the Mardi Gras and its perverted display of debauchery and exposed breasts. |
Muslims want to rule the world. They want to take over the whole world. That's their evil purpose . . . Most of them are very harsh. There's no tenderness or love. |
I think George Bush is going to win in a walk. I really believe that I'm hearing from the Lord it's going to be like a blowout election of 2004. It's shaping up that way. The Lord has just blessed him.... It doesn't make any difference what he does, good or bad. God picks him up because he's a man of prayer and God's blessing him. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.7.2007 kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Viljum við fleiri fangabúðarými?
Stríðið gegn eiturlyfjum sem staðið hefur áratugum saman hefur leitt til umfangsmestu fangabúða í sögu mannkyns, en í þessu stríði eins og í öðrum stríðum eru "óvinirnir" teknir til fanga og settir í til þess gerðar fangabúðir sem eru kölluð fangelsi í daglegu tali. Það er álitamál hvort stríðið sé tapað, sumir vilja herða viðurlög, taka fleiri til fanga, byggja stærri fangelsi en þá verður jafnframt að hafa í huga að "undirstöðuatvinnugrein" Bandaríkjamanna er fangelsisiðnaðurinn sem skaffar "atvinnu" handa svona á að giska 10 milljónum sálna, fyrir innan og utan rimlanna sem samsvaraði að 10.000 þúsund "störfuðu" fyrir innan og utan íslenska rimla og stór hluti fólksins væri í stéttarfélagi fangavarða.
Er það tilviljun að þar sem útrýmingarbúðir eiturlyfja eru í hávegum hafðar er vandamálið mest?
Viljum við fleiri fangabúðarými?
Mesta magn eiturlyfja sem lagt hefur verið hald á í Hollandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Sameinaði sáttaturnninn...(sjá mynd af turninum)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Ég er skýjaglópur....
Áformað að Geir gangi á fund forseta Íslands í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. apríl 2007
Byssur drepa
Byssur veita hinum almenna borgara í bandaríkjunum rammfalskt öryggi, það er sennilega ekki til verri vörn í veröldinni en skammbyssa eða vélbyssa, það er margfalt betra að flýja af hólmi og forðast skotbardaga eins og heitan eldinn, fela sig frekar eða beita skynseminni til að verja sig og sína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar