Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Vel heppnuð hústaka
Þessi hústaka vakti mikla athygli og er ein vel heppnaðasta aðgerð til að vekja okkur til umhugsunar. En jafnframt stendur lögreglan sig vel og fer ekki í manngreinarálit og lætur almenningsálitið ekki villa sér sýn. Hún fer aðeins eftir lögum landsins.
Í vegi fyrir glæsihúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún fer ekki eftir lögum landsins þegar yfirvöld og auðmenn sem níðast á eigarréttinum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:56
Hjartanlega sammála þér Benedikt...
TARA, 15.4.2009 kl. 17:56
Jú, lögreglan fer að sjálfsögðu eftir lögum. Hún handtekur engan nema að undangengnum dómi. Lögreglan gerir ekki upp á milli húsa eða hagsmuna.
Í þessu tilfelli var mannlaust hús tekið traustataki sem stóð til rífa. Fólkið fór í viðtöl og kom ýmsum skilaboðum á framfæri. Gott og vel en hvað átti lögreglan að gera? Ákveða upp á sitt eindæmi að eignaréttur þeirra sem áttu húsið skyldi víkja vegna góðs málstaðar hústökufólksins? Nei, eignarétturinn er skýr og afdráttarlaus.
Benedikt Halldórsson, 15.4.2009 kl. 17:58
'Hún handtekur engan nema að undangengnum dómi' -jújú Benedikt, lögreglan handtekur fólk sem er grunað um lögbrot (það féll t.d. enginn dómur áður en þessir 22 voru handteknir í morgun) og setur fólk í gæsluvarðhald ef talið er að það geti spillt gögnum eða á annan hátt skaðað rannsóknina með því að ganga laust.
Mjög marga grunar að svonefndir útrásarvíkingar og pólitískir vinir þeirra hafi brotið lög en lögreglan hefur ekkert verið að úða yfir þá eitri, berja þá eða handtaka fyrir það.
Eignarréttur þjóðarinnar á vatninu er líka á hreinu en ekki hefur lögreglan handtekið þá sem hafa stolið og selt afnotaréttinn af öllu vatni úr lindum Snæfellsjökuls til 95 ára. Svo jú, lögreglan gerir upp á milli hagsmuna. Hún þjónar þeim ríku og voldugu, svo einfalt er það.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:08
Nei, lögreglan lætur eitt yfir alla ganga og gerir ekki upp á milli fólks.
Ef ég ætti sumarbústað sem einhver hefur tekið í fóstur eða hefði önnur fögur orð um ástæðu yfirtökunnar, er nóg fyrir mig að hringja í lögreglu og kynna mig sem eiganda. Ég þyrfti ekki úrskurð dómara um að ég ætti sumarbústaðin, enda liggur afsal fyrir.
Ef svo lögreglan tilkynnti mér að því miður gæti hún ekki rekið fólkið á brott vegna þess að það vildi ekki fara, væri afsalið einskis virði. Ef hægt er að ógilda mitt afsal með "rökum" er hægt að ógilda öll afsöl allra og þá er eignarrétturinn fyrir bí.
Benedikt Halldórsson, 15.4.2009 kl. 18:57
Ég er ekki að segja að eigandinn hafi lögin ekki sín megin. Það hefur hann. Það er hinsvegar eitthvað að lögum sem gera fyrirtækjum kleift að valta yfir skipulagsnefnd og eyðileggja menningarverðmæti.
En lögreglan er hundtík yfirvaldins. Þú getur afneitað því en ég þekki bara of mörg dæmi um að fólki hafi verið ráðlagt að kæra ekki afbrot af því að það væri of mikið vesen fyrir lögregluna að sinna því og ólíklegt að nokkuð komi út úr því. Og staðreyndin er sú að enginn hefur verið handtekinn vegna efnahagshrunsins.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:04
Með gjörðum sínum var hústökufólkið að vekja athygli á ýmsu sem þau og margir telja ábótavant og kannski breytir þessi aðgerð einhverju.
Að engin hafi verið handtekinn vegna bankahrunsins kemur hústökunni ekkert við.
Benedikt Halldórsson, 15.4.2009 kl. 19:29
Eva...ég vona sannarlega þín vegna, að þú eigir aldrei eftir að þurfa á aðstoð lögreglunnar að halda og vegna ummæla þinna hlýtur þú að snúa þér annað ef á þig verður ráðist með einhverjum hætti....þú ert sem sagt að segja að þú farir ekki að lögum...eða túlkar lögin bara eins og þér hentar í það og það skiptið.
TARA, 15.4.2009 kl. 19:40
Þegar ég þarf á aðstoð að halda kalla ég ekki á lögregluna heldur á fólk sem er ekki sama um mig. Ég hef töluverða reynslu af samskiptum við lögregluna og þetta eru upp til hópa ofbelshneigðir yfirvaldsdýrkendur á egóflippi.
Nei, ég túlka ekki lögin eins og mér hentar í það skiptið. Lög ber að virða svo lengi sem þau þjóna þeim tilgangi að vernda hinn almenna borgara. Lög sem eru sett í þeim tilgangi að verja vald fárra eða notuð í þeim tilgangi, ber að brjóta, þverbrjóta og brjóta aftur og aftur og enn aftur, allt þar til búið er að uppræta valdníðsluna.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:09
Benedikt Halldórsson, 15.4.2009 kl. 20:22
Lögreglu ber lögum samkvæmt að beita vægustu ráðum sem hægt er. En það er nú svo að lögreglan fer ekki eftir lögum sjálf þótt hún þykist gegna því hlutverki að halda uppi lögum í landinu.
Jafnvel þótt hefði talist nauðsynlegt að rýma húsið var óþarfi að vaða inn með vélsagir, kúbein, kylfur og efnavopn. Fólk sem fer inn í hús mun að lokum koma út úr því aftur. Lögreglan hefur enga afsökun fyrir þessari framgöngu fremur en valdníðslu sinni almennt. Það er hinsvegar álíka vonlaust að kæra lögregluna eins og var að kæra nauðgun fyrir 50 árum. Lög gilda greinilega ekki fyrir lögregluna og þegar lög gilda aðeins fyrir suma en alla, ber að brjóta þau.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:30
"Með illu skal illt út reka" er sem sagt þín skoðun, Eva. Ekki kann það góðri lukku að stýra, því sjaldan launar kálfur ofbeldi. Ég held að hatur þitt og gengdarlaus árás á lögregluyfirvöld í skrifum þínum hér og þar, séu mjög svo persónuleg og vita flestir hvers vegna, en ég ætla ekki að tala um það.
Það er gott að eiga góða að og ég er heppin að því leyti, en ég myndi samt kalla á lögregluna ef einhver réðist á mig og mína og láta lögin um afganginn. Við höfum ekki heimild til að taka lögin í okkar hendur, því þá erum við engu betri en glæpalýðurinn sem það gerir.Þú vilt sem sagt brjóta..brjóta og þverbrjóta lög og reglur og allt sem þér mislíkar ? Hvernig heldur þú að ástandið væri ef allir hugsuðu svona kjánalega ?
Það er ekki rétt hjá þér að lögreglumenn séu upp til hópa ofbeldishneigðir og á mála hjá einhverjum yfirvöldum og ríkisbubbum, en auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé. Það vita allir sem smá vit hafa í kollinum. En það eru ekki allir spilltir og ofbeldishneigðir og óréttlátir eins og þú heldur fram. Sem betur fer finnar góðir og heiðarlegir menn í lögreglunni líka. Þú þarft bara að taka hlerana frá augunum til að sjá það.
TARA, 15.4.2009 kl. 20:34
Þeir sem hafa persónulega reynslu af lögregluofbeldi hafa allt aðra mynd af þeirri stofnun en flestir aðrir. Það er rétt hjá þér að andúð mín á lögreglunni er mjög persónuleg. Það er einfaldlega mjög persónulegt að verða fyrir líkamsrásum eins og ég hef bæði orðið fyrir sjálf af hendi lögreglunnar og margoft horft upp á nána vini og ættingja verða fyrir.
Ef allir hugsuðu eins og anarkistar væru engin óréttlát lög við lýði og þ.a.l. engin ástæða til að fólk taki lögin í sínar hendur. Á meðan lög þjóna þeim tilgangi að tryggja og viðhalda völdum og einkahagsmunum fárra á kostnað fjöldans mun verða til fólk sem rís gegn þeim. Það er ekkert kjánalegt við það en hinsvegar fremur heimskulegt að halda að hægt sé að ná fram réttlæti án andspyrnu.
Það er rétt að til eru heiðarlegir lögreglumenn, þ.e. menn sem koma hreint fram. Fyrirbærið góður lögreglumaður er hinsvegar þverstæða. Með því að skrifa undir ráðningarsamning hjá lögreglunni gangast menn inn á það að beita ofbeldi í þágu yfirvaldsins, sama hve ógeðfelld þau stjórnvöld eru og framfylgja lögum, sama hve óréttlát þau eru. Aukinheldur að hlýða skipunum gagnrýnislaust sama þótt þær brjóti í bága við samvisku þeirra. Hugsanlega gangast einhverjir inn á slíkt í hugsunarleysi (og hætta þá væntanlega um leið og þeir átta sig á eðli starfsins), en hver sá sem tileinkar sér slík vinnubrögð er samviskulaus hundingi sem tekur enga ábyrgð á sínum eigin illvirkjum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.