Þriðjudagur, 31. mars 2009
Kreppan og Súperman
Þegar leitað er skýringa á þeirri efnahagslegri ógæfu sem dunið hefur yfir okkur, er vinsælt að kenna skúrkunum um. Jú, sko, þeim sem komu kreppunni af stað! Kreppan hlýtur að vera einhverjum að kenna. Eva Joly ýtir undir þá trú að orsök kreppunnar á Íslandi séu afbrot glæpamanna sem eigi að fá þunga dóma í samræmi við dýpt kreppunnar.
En er ekki kreppan alþjóðlegur faraldur og þjóðir með veikustu varnirnar verða harðast úti? Áttu stjórnvöld að styrkja varnirnar? Að sjálfsögðu. En stjórnvöld eru ekki alsjáandi og alvitur, ekki frekar en venjulegt fólk, hvort sem það vinnur hjá hinu opinbera eða í banka. Jafnvel fólk sem starfar við eftirlit er ekki alviturt! Þess vegna var í sjálfu sér eðlilegt að fólk með venjulegan heila tæki ákvarðanir sem við súpum nú seyðið af. Það er ekki glæpur að gera mistök, eða hvað?
En allra verstu mistökin voru að aftengja frelsi og ábyrgð. Þar sváfu margir heilar á verðinum.
Það er semsagt í tísku að láta sem flókinn veröld sé einföld, þá verður manngangurinn einfaldur eins og í sögunni af Súpermann en bjargvætturinn góði varð einmitt til eftir heimskreppuna miklu á síðustu öld. Einföldunin er að líta svo á, að allt það vonda sem hendir okkur sé ávallt illum öflum að kenna. Þar er engin óheppni, tilviljanir eða mistök, ekkert er flókið og allt er einfalt.
Skúrkarnir og Lex Luthor (Davíð Oddson), sem komu okkar á kaldan klaka, eru ekki bara ljótir á sálinni heldur aðhyllast þeir vonda hugmyndafræði af því að þeir eru svo vondir! Góðu stjórnvöldin eru ekki bara óspillt og góð eins Súpermann, þau eru líka alvitur og alsjáandi, öfugt við stjórn skúrkana sem sjá bara eigin nafla sökum græðgi og siðblindu. Hinir góðu geta afturámóti stjórnað öllu samfélaginu eins og það leggur sig og fengið ýmsa útlenda ofurhetjuverktaka á tímakaupi til að uppræta glæpi skúrkanna.
Kannski munu einhverjir fara í fangelsi til viðbótar við þá sem þar eru fyrir en kreppur orsakast ekki af glæpum, þótt slíkt vilji brenna við í teiknimyndasögum.
Dapurlegar fréttir af Samson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.