Sjáendur

Miðað við viðbrögð "þjóðarinnar" er hún ekki tilbúin til að fyrirgefa skuldir. Bjarni afsakaði sig með 370 milljónum. Loksins þegar einhver viðurkennir einhver mistök og borgar eitthvað til baka ætlar allt um koll að keyra.

Það er miklu farsælla að gera alltaf ráð fyrir góðum hug annarra. Sá sem er dottinn í þann fúla pytt að ætla öllum illt (sem ekki er í náðinni) verður á endanum hömlulaus í hatrinu. Hann er ekki bara tilbúin að trúa öllu illu upp á "hina" heldur verður hugarburðurinn að endanum að naglfastri staðreynd. Og þegar nógu margir eru búnir að jánka og jamma heila klapbbið er "sönnunin" kominn. 

Mín reynsla er sú að yfirgnæfandi minnihluti fólks vilji öðrum vel en það er svo margt sem gert er sem reynist ekki vel en það er ekki þar með sagt að illur hugur eða glæpsamlegur tilgangur sé að verki. Það er af og frá.

Það eru nokkrar manneskjur sem fara fyrir hatrinu hér á blogginu, eru ólaunaðir sjáendur illu aflanna og veigra sé rekki við að lesa hug annarra og miðla því sem þeir sjá til annarra. Ég held að þeir séu ekkert nákvæmari í greiningum sínum en miðlar sem segja fréttir af látnu fólki. 


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Benedikt, mér finnst jákvætt að einhver taki einhverja ábyrgð, það verður vonandi hægt að gera eitthvað gott fyrir þessar millur.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki bara málið að fólki finnst þetta vera of seint og of lítið?  Svo hefur fleygt fyrir að þessi upphæð sé eiginlega bréf sem hann átti í bankanum og hefði verið töpuð hvort sem er.   Af hverju er ekki tekið á svona spurningum og svarað hreint út, eða blaðamenn reyni að grafast fyrir um þetta ofan í kjölinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Herdís: Já, þetta er fyrsta skrefið. Það er sjaldgæft að einhver þori að viðurkenna mistök, hvað þá að sá sami borgi með afsökuninni!

Ásthildur: Upphæðin er kannski ekki há, miðað við allt og allt, það má vera, en viðurkenning á mistökum er bara þvílík nýlunda á Íslandi að fólk ætti að fagna og gera sér glaðan dag! Og skála í Kampavíni!

Benedikt Halldórsson, 7.1.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 145954

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband