Föstudagur, 12. desember 2008
Ég er með hugmynd
Hvernig væri að við byðum hvort öðru í mat.
Við stofnum félag. Þeir sem eiga fyrir mat og vel það en vantar félagsskap bjóða fólki í mat. Fólk sem hefur farið illa út úr kreppunni eða bara vill gera sér dagamun og gæti vel hugsað sér að borða hjá ókunnu fólki sem vill sýna samstöðu í verki. Það er óþarfi að öskra sig hásan yfir spillingu eða aðstæðum okkar, við eldum bara og leggjum á borð fyrir náunga okkar.
Ég er t..d. að fara að elda lasagna á eftir en strákarnir mínir (fullorðnir) sem búa hjá mér kaupa oftast sinn eigin mat og ég hugsa að ég borði einn lasagnað. Ég gæti vel hugsað mér að bjóða heilli fjölskyldu í mat. Hún fengi mat og ég félagsskap en mér finnst rosalega gaman að tala. Allir græða.
Þetta er bara hugmynd sem ég varpa fram og legg áherslu að sameiginlegan hagnað allra, en aðeins öðruvísi hagnað en hefur tröllríðið samfélagi okkar. Og, hugmyndin er ekki sett fram í nafni Trúar eða samtaka. Ég held að öll góðverk séu gerð til að öðlast virðingu og viðurkenningu annarra!
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég held að eitt það best sem við getum gert nú þegar harðnar á dalnum svona er að varpa fram hugmyndum sem þessum. Við getum ekki látið það lýðast að sumt fólk geti farið að svelta sem því getur alveg orðið raunin ef illa fer.
Spurningin er bara hvernig á að útfæra hugmyndir sem þessa. Annað í þessum dúr eru svona fjölda eða götueldhús þarsem fólk getur snætt td. súpu og brauð ofl. frítt eða fyrir mjög lítið gjald.
Aðalatriðið er það að það er grunn krafa okkar allra að allir hafi amk. til hnífs og skeiðar og líði ekki skort í þeim efnum. Því held ég að nauðsynlegt sé að þetta sé rætt og best er ef einhver félög eða starfsvettvangur eru stofnuð um þetta.
Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:06
Sæll frændi minn.
Þetta er mögnuð hugmynd.
Þú ert flottur frændi.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:11
God hugmynd. Hvernig vaeri ad vid reynum ad standa saman og vera god vid hvort annad.
Fyrir utan ad that er lika bara gaman thegar margir koma saman og elda og borda.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:17
Góð hugmynd, en ég er bara svo löt að elda.
Mér finnst lasagne mjög gott en kann ekki að elda það og var ekki kennt það í húsmæðraskólanum í denn.
Eina skiptið sem ég reyndi að búa til þennan rétt skellti ég plötunum yfir bara í lokin og leit rétturinn út eins og einhver hafði farið með ostaskera gegnum líkþorn.
Ef þú hefur gaman af að tala getur þú beðið einhvern em þú þekkir um góða góð jólagjöf, gjafakort upp á klukkutíma hlustun án þess að gripið sé fram í fyrir þér.
Heidi Strand, 12.12.2008 kl. 23:03
Sæl og takk fyrir góð viðbrögð. Mér datt þetta bara sísvona í hug og hef ekki hugmynd hvernig best væri að útfæra hugmyndina, koma henni í verk en henni er alla veganna komið á framfæri.
Benedikt Halldórsson, 13.12.2008 kl. 10:33
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.12.2008 kl. 17:16
Bara að auglýsa á blogginu til dæmis.
Heidi Strand, 13.12.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.