Tímamót

crossroadsÉg stend á tímamótum. Þá er tilvalið að laga baksýnisspegilinn. Stilla hann. Horfast í augu við sjálfan sig í leiðinni áður en lagt er af stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi. Mikið er gott að sjá þig aftur í BLOGGHEIMUM. Ég vona að þér vegni vel. Guð blessi þig kæri frændi.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk frænka en ég ætla þó ekki að leggja bloggheim að fótum mér! Mér vegnar vel. Ég fer 5 sinnum í viku í líkamsrækt og þú ættir bara að sjá mig, þú myndir ekki þekkja mig! Eftir hvern tíma líður mér eins og nýfermdum - og veislan eftir!

Benedikt Halldórsson, 26.2.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi. Ég mæti í veisluna. En vonandi koma færslur einu sinni eða tvisvar í mánuði. Þú hefur góðan húmor í pistlunum.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér allt í haginn Benedikt minn, og góð færsla hjá þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Benni minn, ég var farin að halda að þú værir nú bara hættur að blogga. Hvað er að gerast hjá þér vinur minn, ertu að standa í stórræðum? Hvað sem þú ert að fara að taka þér fyrir hendur eða hvaða tímamót um er að ræða, óska ég þér góðs gengis og vona að allt gangi þér að óskum.

Sigurlaug B. Gröndal, 27.2.2008 kl. 12:54

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Hvert eru að fara?.

Guðríður Pétursdóttir, 27.2.2008 kl. 13:26

7 Smámynd: Kolgrima

Gangi þér vel í því sem þú ert að gera

Kolgrima, 27.2.2008 kl. 14:06

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk, takk, ég er bara hrærður. Já þið eruð sko vinir mínir.

Þannig er að konan mín og ég erum að skilja en Það eru engar illdeilur, lögfræðingar, rifrildi eða hurðarskellir og við skiptum skiptum þeim reitum sem við rugluðum saman á sínum tíma bróðurlega á milli okkar. Leiðir okkar skilja, en þó ekki alveg, við eigum þrjá mannvænlega stráka saman sem eiga aðeins það besta skilið: Að foreldrarnir missi sig ekki.

Þetta eru tímamótin sem ég er að tala um. Þau gætu verið verri. Ég hef verið afar hlédrægur að blogga um einkahafi mína en verð ég þó að gera undantekningu í þetta skipti svo þið haldið ekki að ég sé að leggja upp laupanna!

Ég gat bara ekki hugsað mér að fara að blogga um einhver smámál eins og þau væru stórmál undir svona kringumstæðum. Á svona tímamótum þarf maður að staldra við, horfast í augu við breyskleika sinn og vanmátt en halda samt áfram.  

Ég er lagður af stað og mikið assgoti er gott að þið skildu hafa saknað mín!

Benedikt Halldórsson, 27.2.2008 kl. 17:22

9 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, þetta eru stór tímamót hjá þér Benni minn. Auðvitað söknum við þín og þar með ég. Það er sumt fólk sem maður hittir á lífsleiðinni sem skilja eftir spor í lífi manns. Þú ert einn af þeim. Þú ert einn af þessum gömlu góðu tryggu vinum sem er alltaf eins og maður hafi hitt í gær þó að miklu lengra séð síðan. Þau voru nú eins og samlokur líka Halldór þinn og hún Valgerður mín hér í den. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. Gaman að heyra frá þér aftur og takk fyrir kveðjuna.

Sigurlaug B. Gröndal, 27.2.2008 kl. 17:35

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alltaf tætingur þegar fólk skilur.  Það eru sannarlega tímamót.  Gangi ykkur báðum allt í haginn Benedikt minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 17:37

11 Smámynd: Kolgrima

Það er alltaf erfitt að skilja, líka þegar fólk er sammála um að það sé eina leiðin. En það sem er endir veraldar einn daginn, getur nokkrum mánuðum síðar verið nýtt og spennandi upphaf.

Kolgrima, 27.2.2008 kl. 19:10

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kæri frændi.
Megi Guð almáttugur gefa þér styrk á erfiðum tímamótum.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband