Laugardagur, 19. janúar 2008
LAUGARDAGSKLÁM
Þegar ég geng með hundinn minn sem er hvítur, loðin og mjúkur framhjá hóp af leikskólakrökkum eru viðbrögð þeirra alltaf þau sömu. Þau spyrja hvort þau megi ekki klappa hvíta púðlanum mínum sem er eins og smækkuð mynd af Ísbirni.
Þegar hvít og svört áreiti verða á vegi bloggara standast þeir sjaldnast freistinguna og klappa áreitunum með bloggi. Sumir eru harðhentir eins og Jens, aðrir blíðir eins og Gúrrí og enn aðrir vilja ekki einu sinni klappa en blogga um áhugaleysi sitt.
Getur verið að öll áreiti kalli fram örfá fyrirsjáanleg viðbrögð? Eru engin ný undur undir sólinni?
Þegar ég borða mína daglegu kleinu vil ég hafa hana snúna og brúna eins og í gær og fyrragær enda eru bragðkirtlar mínir íhaldssamir og fastir fyrir. En þegar ég les það sem aðrir skrifa vil ég nýtt bragð, nýjan snúning og jafnvel annan búning og einhverja galdra sem ég hef ekki upplifað áður.
Það er fátt sem kemur mér nú orðið á óvart nema ef vera skildi brjóst kvenna. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé þau, hvort sem þau eru lítil eða stór, í felum undir fatnaði, stinn eða lafandi. Ég spyr þó aldrei hvort ég megi þukla á þeim.
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Benni þú ert nú meiri brandarakarlinn. Það hlýtur allavega að vera gott ef við konurnar erum brjóstgóðar.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.1.2008 kl. 22:58
Þessi færsla var einskonar ósjálfráð skrift en þegar ég las hana yfir og fór að hugsa um hversu siðmenntaður og dannaður ég væri, þótti mér hún alls ekki hæfa mér. En þegar ég sá þín fínu viðbrögð ákvað ég að standa með dónaskapnum.
Ég tek það þó skýrt fram að ég er alls ekki síglápandi á brjóst kvenna en einhvern veginn hefur náttúran búið þannig um hnútanna að að verðum "hissa" eins og ég orðaði það við ýmsar aðstæður.
En þetta með brandarana! Kannski hefur erfið lífsreynsla kennt mér að sjá absúrd hliðar á lífinu. Hlátur hefur reynst mér betur en grátur.
Þegar ég var um tvítugt tókst mér að uppræta feimni mína og óframfærni með sögum og bröndurum í partíum og vinnu.
En ekki er nú víst að stelpunum hafi þótt ég fyndin í raun en hérna neðar á síðunni fann ég frábæra skilgreiningu á húmor kynjanna en í þá daga áttu strákar að skemmta stelpum. Það var ekki óalgengt að þær mættu með fýlusvip í partý, settust og biðu eftir að strákarnir fengju þær til að hlæja.
Benedikt Halldórsson, 20.1.2008 kl. 03:07
Hey hundurinn minn er líka ljós og eins og lítill ísbjörn. Hann er samt ekki lítill, frekar stór en afþvi að hann er svona ljós er eins og fólk sé ekki hrætt við hann. Ekki óalgengt að littlir krakkar sem sjá hann hrópa ísbjörn og hlaupa svo að honum og knúsa hann. Hann er svolítið eins og þú áður en þú varst tvítugur, feiminn og ringlaður, en þyggur allt knús með glöðu geði.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.1.2008 kl. 11:03
Enda þótti ég bangsalegur og mikið krútt, það sögðu stelpurnar að minnsta kosti. En ég var sko engin töffari, bara jarðbundin og alltaf eins.
Benedikt Halldórsson, 20.1.2008 kl. 11:16
Hæ aftur. Búin að lesa athugasemdir og hlægja mikið. Benni þessi færsla var alveg milljón. Lífið væri leiðinlegt ef við megum ekki gera af gamni okkar. Og við konurnar erum flestar góðar stelpur eða brjóstgóðar eins og ég skrifaði hér fyrir ofan.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.1.2008 kl. 16:16
ég er líka með íhaldssama bragðlauka og brjóst eru töff þótt ég spái nú ekki mikið í þeim, amk ekki af áhuga en tek kannski eftir ef þau eru eitthvað skrítin...
halkatla, 24.1.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.