Föstudagur, 4. janúar 2008
HEIMURINN ER KVENLÆGUR
Sá misskilningur er landlægur, gott ef ekki heimslægur að landið og heimurinn sé karllægur.
Karlar voru ekki bara stríðaldir upp af konum til að vera eins og þeir urðu, heldur voru þeir beinlínis skapaðir til að falla konum í geð með eilífri keppni hver væri sterkastur, vígfimastur og svalastur.
Allt frá fjaðurskreyttum indíánum og máluðum stríðsmönnum með bein í nefinu, til vel klæddra hermanna í flottum einkennisbúningum, hafa konur ýtt undir hegðun, framkomu og atferli karlanna sem fengu þær til að kikna í hnjáliðunum.
Konur hlæja líka að körlum og þess vegna keppa þeir í því að vera sem fyndnastir.
Ég held meira að segja að Biblían sé innblásinn af konum sem hvöttu skrifarana til dáða eins og klappstýrur og þess vegna er Guð kona, þannig séð.
Hver ól Jesú upp? Var það ekki kona? Það var María nokkur Mey sem kenndi Jesú að líta stórt á sig, mjög stórt. Mannkynssagan hefði orðið allt öðruvísi ef María hefði sagt stráknum sínum að hann væri bara lausaleiksbarn og ekkert spes. Hún hefur svo sannarlega hvatt hann til dáða. Hvað gagn er í því að vera sonur Guðs ef móðirin gerir lítið úr syni hans?
Allar mæður mikilla leiðtoga smituðu synina af sjálfstrausti og sigurvilja og kenndu þeim að sigra heiminn. Þeir sigruðu heiminn og konur héldu áfram að hvetja þá til dáða og konurnar eignuðust svo dáðadrengi með sigurvegurunum sem endaði náttúrulega með hundrað ára stríðinu og kúgun kvenna. Þannig ræktuðu konur menn til átaka með því að falla fyrir vondu strákunum. En þá fór að renna tvær grímur á sumar konur í klappliðinu sem sögðu sig úr því og fóru að úa á karlanna.
Hvaða nörd kannast ekki við hinn sjúklegan áhuga kvenna á vondu strákunum? Já, hvers vegna voru konur svona hrifnar af vondu strákunum á meðan góðu strákarnir sem voru góðir, fengu ekki tækifæri til að vera góðir við þær, en fengu bara að vera vinir, ekki bara í fortíð, heldur líka í nútið og kannski um eilífa framtíð þrátt fyrir að aðeins hefur fækkað í klappliðinu?
Konur velja karlanna og karlarnir reyna því að vera eins og þær vilja hafa þá, og þess vegna er heimurinn kvenlægur?
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Usss þú veist þetta er leyndamál...
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.1.2008 kl. 15:51
Hehhe... góður Benedikt. Heilmikið til í þessu!
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2008 kl. 13:06
jahá, það er ágætt að vita... gott að vita að þetta er eins og við viljum hafa þetta, við konurnar..skil ekki hvað þessar kellur eru að kvarta þegar það eru þær sem hafa unnið svo lengi að því að hafa þetta svona
ég hef samt yfir engu að kvarta, ég er ánægð lítil kelling, bara pirrandi að allar konur séu settar undir sama hatt, en ég veit að þú ert ekkert að því, eða meinar það ekki þannig.. mjög skemmtilegt að lesa þetta samt, ég hafði gaman að því
Guðríður Pétursdóttir, 5.1.2008 kl. 23:53
Thíhíhí
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 21:58
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 21:59
Sæll Benni. Fyndinn eins og venjulega Skrifa hérna vers sem Palli er oft að tala um úr Biblíunni: Jer. 31: 22. "Hversu lengi ætlar þú að reika fram og aftur, þú hin fráhverfa dóttir? Því að Drottinn skapar nýtt á jörðu: Kvenmaðurinn verndar karlmanninn."
Aftur á móti sagði einn vinur minn hér á blogginu við mig um daginn utan bloggs samt: Þið konur viljið bara peninga og sæði frá okkur karlmönnum. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti þetta Karlarnir eru samkvæmt þessu orðnir þrælar okkar og eiga að skaffa og skaffa. Er dæmið að breytast frá því í denn þegar karlinn réði öllu? Konurnar voru kúgaðar. Er það liðin tíð? Spyr sá sem ekki veit. Obbobo
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.1.2008 kl. 01:06
Takk öll fyrir innlitinn.
Það er liðin tíð að karlar kúgi konur svona almennt. Hins vegar verður því ekki á móti mælt að sumir karlar eru ofbeldishneigðir og berja á konum og körlum en þeir eru ekki mælikvarðinn.
Það er umhugsunarefni hversu mikillar kvenhylli þeir njóta! En ég tek skýrt fram að það eru bara sumar konur sem elska vondu strákana.
í sumum ónefndum ríkjum er ofbeldi á konum innbyggt inn í menninguna og trúna ef svo má segja, þannig er það ekki á Íslandi.
Afi minn, alnafni minn, tók fullan þátt í heimilisstörfum með ömmu minni. Einhverju sinni var hringt í hann og spurt hvað hann væri að bardúsa. Við erum að... hún (Þórunn) er að þrífa.
Benedikt Halldórsson, 9.1.2008 kl. 02:04
Sæll. Afi þinn var líka af súperætt
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.1.2008 kl. 23:53
"Þið konur viljið bara peninga og sæði frá okkur karlmönnum." og hvað þurfa karlmenn þá. Á sama hátt væri hægt að segja að þeir væru bara áfylling og við konurnar sjáum um hitt eða hvað?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.1.2008 kl. 12:56
Svona svona nú Nanna mín. Ég held að 50% af þessu hafi verið djók hjá vini mínum.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.1.2008 kl. 19:38
- og gleðilegt ár!
Kolgrima, 15.1.2008 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.