Mánudagur, 3. desember 2007
AF EVRÓVISION, SÍMAKOSNINGU OG MÚG
Besta lagið sigrar alltaf í símakosningu!
"Lagið" er lag, söngur, texti, flutningur og eitthvað sem áhorfendur skynja. Einhver galdur á sér stað. En það er þrautin þyngri að halda neistanum á milli áhorfenda og flytjenda á lífi í útlöndum og tryggja að áhorfendaskarinn í Evrópu finni fyrir honum eins og heimamenn. Dómnefnd er ekkert hæfari í slíkt en venjulegt fólk sem hringir og velur sitt uppáhaldslag.
En að sjálfsögðu er það bara smekkur hvers og eins hvaða lag er best. Menntuð og viti borinn Dómnefnd sem fengi það hlutverk að velja "besta lagið" veldi einmitt það lag sem hún teldi best. Varla færi hún að velja það lag sem hún teldi að öðrum þætti best. Ef dómnefndin er öll þjóðin velur hún að sjálfssögðu besta lagið á sama hátt. Það er bara svo einfalt.
En múgurinn er bara ekki eins vitlaus og af er látið.
Sumir vilja afnema símakosningu í Evróvisíon vegna barna og annarra tónlistaróvita en það hefur borið á vantrú sumra á að blessaður múgurinn hafi réttan tónlistarsmekk. Aðeins hefur borið á gagnrýni á Magna og Birgittu en hvorugt þeirra finnst mér vera hátt skrifað hjá tónlistargáfufólkinu.
En það mætti alveg eins afnema lýðræðið og koma á fáræði þeirra sem vita betur og hafa tekið pungapróf í stjórnmálum.
Hvað hefur venjulegt fólk vit á pólitík og tónlist? Af hverju ætti að leyfa fólki að kjósa sem hvorki hefur lært stjórnmálafræði né farið sjálft í framboð eða farið í tónlistarskóla. Er ekki hætta á röngu vali og röngu svari?
Það væri hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um ólíklegustu mál, en þó fengjum við nánast alltaf skynsömustu niðurstöðuna. En það er frábærlega vel útskýrt í bókinni."The wisdom of crwds"
Múgurinn er yfirleitt skynsamari en einstakir sérfræðingar. Þótt sérfræðingarnir séu menntaðri og hafi meiri þekkingu á málefninu en múgurinn gera sérfræðingar mistök sem hafa meiri áhrif á útkomuna en þegar múgurinn kýs. Mistök og þekkingarleysi múgsins dreifist nokkuð jafnt fyrir ofan og neðan rétta svarið ef þannig má að orði komast.
Múgurinn velur því alltaf besta lagið og flottustu flytjendurna, þess vegna valdi hann Magna og Birgittu.
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.