Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
HAGKAUP GERIR MANNLÍFIÐ SKEMMTILEGRA
Þessi ákvörðun Hagkaups er svo sannarlega ekki út í loftið. Sjálfur vann ég í verslun í mörg ár og tók eftir því að mörg hjón fóru saman að versla þar sem karlinn réð engu um hvað fór ofan í körfuna, þetta átti oft við um hjón af eldri kynslóðinni. Karlinn gekk með körfuna og konan setti ofan í hana. Oftast var hann algerlega passívur. Það kom ótrúlega oft fyrir þegar maður spurði eldri karla hvort maður gæti aðstoðað, að þeir segðust vera að leita að konunni sinni.
Þess vegna lagði ég til að komið yrði nokkrum stólum fyrir þá svo þeir gætu slappað af og hvílt lúnar fætur. Þeir drukku kaffi og fyrir jólin voru piparkökur á boðstólnum. Þetta gafst mjög vel enda voru þeir miklu afslappaðri og oft átti ég gott spjall við þá meðan konan gat gefið sér góðan tíma að versla og hjónin fóru glöð út. Annars hef ég aldri skilið af hverju þau fóru yfirleitt saman að "versla" fyrst þeir höfðu svo litlu hlutverki að gegna en það kom mér bara ekkert við. Mannlífið er bara svo fjölbreytt og skemmtilegt.
En þetta er mjög sniðugt af Hagkaupum. Þeir eiga hrós skilið fyrir framtakið.
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held Baldvin að hér áður fyrr hafi karlar farið með í verslunarferðir til þess eins að borga svo brúsann. Eða hvað? Það er nú önnur öldin núna.
Steinunn (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:38
Jú, það má vera að þessi siður að byrjað vegna þess að karlin var með veskið og konan ekki með bílpróf en það er ekki okkar að dæma hvernig fólk hagar verlsunarferðum sínum nú til dags. Í flestum tilfellum borgar konan en hann fer bara með af ýmsum ástæðum. Í mörgum tilfellum tók ég eftir að þetta voru eldri borgarar kominn á eftirlaun. Það eru margar ástæður fyrir því að karl og kona fara saman að versla án þess að karlinn sé virkur. Hagkaup er aðeins að koma til móts við þá karla sem fara "með" en eru óvirkir í innkaupum. þetta er bara skemmtilegt. Og þetta pabbahorn er nú bara til að fá ókeypis auglýsingu sem er bara allt í lagi. Það má segja að Hagkaup þekki sitt heimafólk og hafi svo sem vitað hver viðbrögðin yrðu sem eru ansi oft fyrirsjáanleg. Það er húmor í Hagkaupum. Ég þangað!
Benedikt Halldórsson, 29.11.2007 kl. 18:01
Sæll og blessaður
Ég held Baldvin. Varstu nokkuð að skipta um nafn?? Við búum saman feðgin og faðir minn segir alltaf: "Gerðu mér það ekki að þurfa að fara í búð." Svo þegar ég kem úr búð þá er alltaf sama sagan. Þetta er dýrt, þú eyðir of miklum peningum. Þá býð ég honum hlutverkaskipti og þá kemur aftur sama gerðu mér það ekki...
En verðlagið hér er svo hrikalega hátt, við fáum ekki marga hluti fyrir 5000kr. það væri nú ágætt að fara stundum í Hagkaup eða Bónus.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:01
Einhverra hluta vegna finnst mörgum körlum leiðinlegt að versla.
Sjálfum finnst mér gaman að versla EINN og óstuddur vegna þess að ég er svo nískur og sparsamur! Ég spái mikið í hvað hlutirnir kosta og þótt ég segi sjálfur frá man ég nánast öll verð í matarverslunum.
Keðja, Benedikt frændi en ekki einhver Baldvin út í bæ.
Benedikt Halldórsson, 29.11.2007 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.