HAGKAUP GERIR MANNLÍFIÐ SKEMMTILEGRA

Þessi ákvörðun Hagkaups er svo sannarlega ekki út í loftið. Sjálfur vann ég í verslun í mörg ár og tók eftir því að mörg hjón fóru saman að versla þar sem karlinn réð engu um hvað fór ofan í körfuna, þetta átti oft við um hjón af eldri kynslóðinni. Karlinn gekk með körfuna og konan setti ofan í hana. Oftast var hann algerlega passívur. Það kom ótrúlega oft fyrir þegar maður spurði eldri karla hvort maður gæti aðstoðað, að þeir segðust vera að leita að konunni sinni.

Þess vegna lagði ég til að komið yrði nokkrum stólum fyrir þá svo þeir gætu slappað af og hvílt lúnar fætur. Þeir drukku kaffi og fyrir jólin voru piparkökur á boðstólnum. Þetta gafst mjög vel enda voru þeir miklu afslappaðri og oft átti ég gott spjall við þá meðan konan gat gefið sér góðan tíma að versla og hjónin fóru glöð út. Annars hef ég aldri skilið af hverju þau fóru yfirleitt saman að "versla" fyrst þeir höfðu svo litlu hlutverki að gegna en það kom mér bara ekkert við. Mannlífið er bara svo fjölbreytt og skemmtilegt.

En þetta er mjög sniðugt af Hagkaupum. Þeir eiga hrós skilið fyrir framtakið.


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held Baldvin að hér áður fyrr hafi karlar farið með í verslunarferðir til þess eins að borga svo brúsann. Eða hvað? Það er nú önnur öldin núna.

Steinunn (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Jú, það má vera að þessi siður að byrjað vegna þess að karlin var með veskið og konan ekki með bílpróf en það er ekki okkar að dæma hvernig fólk hagar verlsunarferðum sínum nú til dags. Í flestum tilfellum borgar konan en hann fer bara með af ýmsum ástæðum. Í mörgum tilfellum tók ég eftir að þetta voru eldri borgarar kominn á eftirlaun. Það eru margar ástæður fyrir því að karl og kona fara saman að versla án þess að karlinn sé virkur. Hagkaup er aðeins að koma til móts við þá karla sem fara "með" en eru óvirkir í innkaupum. þetta er bara skemmtilegt. Og þetta pabbahorn er nú bara til að fá ókeypis auglýsingu sem er bara allt í lagi. Það má segja að Hagkaup þekki sitt heimafólk og hafi svo sem vitað hver viðbrögðin yrðu sem eru ansi oft fyrirsjáanleg. Það er húmor í Hagkaupum. Ég þangað!

Benedikt Halldórsson, 29.11.2007 kl. 18:01

3 identicon

Sæll og blessaður

Ég held Baldvin. Varstu nokkuð að skipta um nafn?? Við  búum saman feðgin og faðir minn segir alltaf: "Gerðu mér það ekki að þurfa að fara í búð." Svo þegar ég kem úr búð þá er alltaf sama sagan. Þetta er dýrt, þú eyðir of miklum peningum. Þá býð ég honum hlutverkaskipti og þá kemur aftur sama gerðu mér það ekki...

En verðlagið hér er svo hrikalega hátt, við fáum ekki marga hluti fyrir 5000kr. það væri nú ágætt að fara stundum í Hagkaup eða Bónus.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:01

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einhverra hluta vegna finnst mörgum körlum leiðinlegt að versla.

Sjálfum finnst mér gaman að versla EINN og óstuddur vegna þess að ég er svo nískur og sparsamur! Ég spái mikið í hvað hlutirnir kosta og þótt ég segi sjálfur frá man ég nánast öll verð í matarverslunum.

Keðja, Benedikt frændi en ekki einhver Baldvin út í bæ.

Benedikt Halldórsson, 29.11.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband