ÞINGBÆNDUR OG UMHVERFISBÓNDI

Ég legg til að ráðherrar verði að þingbændum en áfram yrði talað um þingmenn og þingkonur. Umhverfisbóndi hljómar best að mínu mati. En svona yrði listinn.

Björn Bjarnason, dómsmálabóndi
Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsbóndi
Geir H. Haarde, forsætisbóndi
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisbóndi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisbóndi
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálabóndi
Kristján L. Möller, samgöngubóndi
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, menntamálabóndi
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisbóndi
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarbóndi

 


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ekki má gleyma sjálfum fjármálabóndanum en með slíku heiti myndum við sýna hinu upprunalegu fé þann sóma að nefna þann sem sér um hið nýja fé og það fólk sem hefur umsjón með ríkisbúinu eftir bóndanum og hans búaliði sem þraukaði í þúsund ár. Bóndi getur að sjálfsögðu bæði átt við karla og konu. Búaliðið eru óbreyttir þingmenn.

Benedikt Halldórsson, 21.11.2007 kl. 03:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, góður Benedikt.  Ekki vitlaus hugmynd enda við öll beintengd moldarkofanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Þú móðgar bændur!

Steinarr Kr. , 21.11.2007 kl. 10:20

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk Jenný. Orðið umhverfisráðherra er ákaflega óviðeigandi hvort sem karl eða kona gegnir embættinu. Eðli starfsins er að hafa vakandi auga með náttúrunni og hlúa að henni eins og bóndinn. Slík nafnabreyting væri fyrst og fremst til áminningar um eðli starfsins sem að standa vörð um hvern málaflokk sem "bóndanum" er treyst fyrir. Íslenskir bændur eru einskonar "minister", þeir voru kannski ekki alltaf góðir stjórnendur en þeir þurfti svo sannarlega að hugsa vel um búið.

Benedikt Halldórsson, 21.11.2007 kl. 17:02

5 Smámynd: Heidi Strand

 Ráðsmaður eða ráðskona.

Heidi Strand, 23.11.2007 kl. 11:47

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

HAHAHAHA ... þetta eru þær bestu tillögur sem ég hef séð til þessa! Góður Benni !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.11.2007 kl. 10:32

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Benedikt Halldórsson.

Þetta eru góðar hugmyndir hjá þér og kemur fólki til að hugsa. Ég tel það ekki móðgun eins og Steinar segir. mér finnst þessar hugleiðingar þínar vera frekar hugsaðar sem að stjórnarflokkarnir væru fjósaflokkar.

Fyrir utan finnst mér þessi umræða farin að missa sín. Það eru nefnilega feminístar sem vilja breyta öllu eftir sínu höfði.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.11.2007 kl. 13:41

9 Smámynd: Benedikt Halldórsson

þakka skemmtileg viðbrögð en það er ljóst að bóndinn er miklu nær grasrótinni en RÁÐHERRANN. Við erum gjörn á að líkja almenningi við garsrótina auk þess sem við erum kannski álíka mörg og stráin hjá meðalbónda.

Þarf ekki bóndinn að huga að grasrótinni? Þarf hann ekki að bera á túnin árlega og huga að kali í túnum á hverju vori en ekki bara á fjögurra ára fresti?

Ráðherra á að vera eins og góður bóndi.

En þó er ég ekki að mæla með því að við lítum á okkur sem hvert annað þurrfóður fyrir útvaldar skepnur á vegum Bóndans.

Benedikt Halldórsson, 24.11.2007 kl. 19:03

10 identicon

 Þetta er alveg dásamleg hugmynd

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 20:58

11 identicon

Sæll Benedikt

Skemmtilegar umræður hér. Árni yrði þá fjármálabóndi  Það vantar nafnið hans hér í pistlinum en það er í lagi, hann virðist ofast nær vera í fílu karl greyið

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband