HVAÐ ER MYRKUR?

myrkurEinhverju sinni fyrir langa löngu var reynt að frelsa mig frá myrkrinu. Síðan þá hefur myrkrið verið mér hugleikið.

Myrkur er í sjálfu sér bara skortur á ljósi, það er svo sem allt og sumt. En þegar trúað fólk talar um myrkrið í heiminum á það við allt það vonda og illa sem ekki er komið frá Guði. Þannig er Guð ljósið en Satan myrkrið.

Ef ljós heimsins er Guð, er myrkur heimsins aðeins skortur á ljósi, en skortur á ljósi er hvorki efni né orka.

Það þarf orku til að lýsa upp götur og hús. Þetta hafa þeir hjá Orkubeitunni vitað lengi. Þeir senda okkur meira að segja reikning fyrir ljósin sem við notum til að glugga í jólabækurnar. Engum hefur ennþá dottið í hug að senda reikning fyrir myrkrinu enda er ekkert efni til að rukka fyrir.

En af hverju að berjast gegn því sem ekki er til og hefur aldrei verið til? Af hverju er farið í göngu gegn engu? Af hverju telur fólk að það sem ekki er til hafi svo vond áhrif á heiminn? Vissulega má líkja ýmsu böli við myrkur en væri ekki betra að berjast beint gegn bölinu?

ljósLjósið getur einnig staðið fyrir þekkingu og viðsýni. Þannig borgum við ekki bara Orkuveitunni fyrir hitan og ljósið heldur kostar stórfé og komu börnum okkar úr myrkri fáfræðinnar.

Ljósin á sjúkrahúsunum eru í ýmsum myndum en læknar og hjúkrunarfólk notast við bestu þekkingu og kunnáttu til að halda í okkur líftórunni svo við getum notið ljóstýrunnar ögn lengur og séð börnin okkar verða að menntuðu og víðsýnu fólki. Rosaleg er þetta væmið!

En ljós og myrkur eru vond orð til að lýsa heiminum. Þekking er ekki alltaf ljósið og fáfræði þarf ekki að vera myrkrið. Er kjarnorkusprengja sem springur ljós þekkingar auk hins bókstaflega ljóss og þeirrar orku sem hún gefur frá sér?

Brauð gefur hitaeiningar sem við þörfnumst til að lifa. Ef brauð er ljós, er myrkrið brauðskortur. Ef vatn er ljós, er skortur á vatni myrkur. Ef Guð er ljós, er Satan myrkrið og þess vegna er hann ekki til frekar en ekkert brauð eða ekkert vatn. Hann getur aðeins verið skortur á Guði en hefur enga sjálfstæða tilvist eins og skortur vatni og brauði sem er mikið böl.

Ljós og myrkur eru hvítar og svartar andstæður en það eykur ekki skilning okkar að flokka litróf mannlífsins í myrkur og ljós.

Ljósið í myrkrinu er þó að myrkrið er hvorki efni né orka. Það er hvorki hægt að virkja það né selja, en í heimi þar sem allt er til sölu, meira að segja hugmyndir, hefur engum kaupsýslumanni dottið í hug að sýsla með myrkrið nema til að hræða okkur í ýmsum hrollvekjum.

Faðir minn sagði að draugar hefðu  horfið með rafmagnsljósinu en eins og flestir vita eru draugar ekki til en það sem ekki er til þrífst mjög vel í myrkrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ef ekki væri fyrir myrkrið, myndum við ekki sjá ljósið.

Svava frá Strandbergi , 19.11.2007 kl. 07:31

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

það má ýmislegt segja um myrkrið.

Benedikt Halldórsson, 19.11.2007 kl. 20:10

3 identicon

Þegar ég las pistilinn þinn datt mér í hug svar sem mun vera eignað móður Theresu þegar hún var spurð hvort hún vildi taka þátt í mótmælagöngu gegn stríði. Hún á þá að hafa svarað: "Nei takk, en ef þið skipuleggið göngu með friði þá verð ég með."

Væri ekki betra að næra ljósið (nema náttúrulega þetta sem kemur frá sprengjunum) fremur en að mótmæla myrkrinu..

Takk fyrir fróðlega hugleiðingu

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:58

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er merkilega cheap hjá ofurkrissum og Jesúhoppurum að hópast undir merkingarlaust táknmál og myndhverfu, sem þau geta með engu móti komið í samhengi.  Nefna varla hvað þau eru hugsanlega að meina. Þunglyndi var jú eitt, en samkvæmt Lúter er það jú ein af dauðasyndunum sjö.

Á sama hátt getur þetta fólk ekki með nokkru móti skýrt svo skiljist hvað átt er við með þessu ljóstali. Af hverju ekki tala mannamál? Ég er komin með upp í kok af þessu geistlega blablablai.

Vangaveltur þínar um fyrirbrigðið eru annars skemmtilegar. Hefðir getað sleppt því að nefna Satan og Guð í samhenginu, er farið að flökra við slíku yfirdrepi.

Myrkur er ekki til, aðeins mis mikið af ljósi, svo það sé á hreinu.  Tek annars undir fyrsta komment hér. 

Allt í gúddí annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér þótti færslan hans Benna bara í takti við hans skoðanir, sem mér eru að verða æ betur ljósari því meira sem ég les af hans hugleiðingum. Sem vel að merkja mér finnst verulega gaman af að lesa, alltaf gaman þegar hægt er að setja smá húmor með í uppskriftina.

En ég er farin að setja smá spurningamerki við aðra netvini mína. Jón Steinar er nú ekki einusinni bloggvinur ennþá (stendur til bóta) og ég hef alltaf haft lúmskt gaman af að lesa pælingar hans. En af hverju þarf hann alltaf að gera lítið út fólki sem viðurkennir sína barnatrú og þykir vænt um hana?

-Veit ég að Ísland er til þó ég sé ekki á því í augnablikinu?

-Veit ég að vín er til þó ég sé ekki í því í augnablikinu?

Svarið er játandi við báðum spurningum. Ég veit líka að "lífinu" er ekkert lokið þegar "dauðinn" sækir mann. Ég tala þar bæði af reynslu og vissu. Ég sé punktinn í því að gagnrýna öfgatrú og það ofbeldi og þá misbeitingu sem henni fylgir hjá flestum ofsatrúarhópum. -En er þörf á að særa tilfinningar Jóns og Gunnu sem kenna börnum sínum bænir og það úr Guðstrúnni sem telst til góðra siða og almennt það sem gerir okkur að góðu fólki?

Mbk

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 02:20

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ljós án myrkurs er lítils virði

líklega að engu yrði?

Gefi að ef Guð ég spyrði

gæfi hann mér litla byrði.

Ásgeir Rúnar Helgason, 20.11.2007 kl. 18:38

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Skemmtileg komment frá ykkur. Takk fyrir.

Benedikt Halldórsson, 20.11.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband