Laugardagur, 17. nóvember 2007
HVAR ER DRENGJAVERÖLDIN?
Karlar eru hinu nýju gyðingar sem stjórna samfélaginu, eru bæði betur launaðir og hygla hverjir öðrum.
Í viðtali við hina nýju jafnréttisstýru sagði hún að "ekkert gengi" að koma á jafnrétti kynjanna. Þetta sagði hún þó þrátt fyrir að mesta bylting mannkynssögunnar hefur átt sér stað. Mér er til efs að meiri breytingar án stríðs, náttúruhamfara, blóðsúthellinga eða sjúkdóma hafi orðið frá því fólk fór að ganga upprétt, sem breyttu jafn miklu á jafn stuttum tíma. Þessar breytingar hafa orðið án refsinga og fangelsa og útrýmingarbúða enda hafa vestræn samfélög svo sannarlega gengið til góðs að flestu leiti. Frelsi til orðs og æðis hefur aldrei verið meira. En þó gengur "ekkert" í jafnréttismálum" eða bara "alltof hægt". Og það versta er að femínistar vilja lengri fangelsisdóma og vilja fangelsisvæða lesti karlanna en sjúkdómsvæða bágborna stöðu kvennanna. þess vegna þarf fleiri fangelsi fyrir karlanna og lengri dóma og hjálp fyrir konurnar.
Fyrir nokkrum áratugum fóru nánast engar konur í háskóla, nú eru þær í meirihluta en þrátt fyrir allt sem áunnist hefur er það ekki nóg. Ekkert er nóg. Af hverju ekki? Ef búin væri til kúrfa yfir árangurinn sem hefur náðst væri hún stöðug upp á við.
Allar tölur sem segja að ástandið sé nokkuð gott þegar kemur að jafnrétti kynjanna er hafnað en hinum hampað sem draga nógu dökka mynda af ástandinu, konum í óhag. Þegar strákar detta úr skóla er það ekki talið með eða þegar þeir drekka sig í hel.
Áður en lög um reykingabann á veitingahúsum tók gildi hafði um helmingur reykingafólks tekið upp á því að hætta. Áróður og ábendingar duga vel í frjálsum samfélögum þar sem flestir, konur og karlar, tekst bara flestum ágætlega að hafa vit fyrir sjálfum sér og standa með sjálfu sér.
Þegar fullyrt er að samfélagið sé karlasamfélag eða drengjasamfélag er horft til launamunar og hversu margir karlar eru á þingi, hversu margir eru forstjórar og svo framvegis. En fyrir nokkrum aratugum var ekki ein einasta kona forstjóri, kannski ein og ein á þingi en meginþorri kvenna voru heimavinnandi húsmæður.
Fyrir ekki svo löngu síðan urðu engar breytingar á meðan karlar og konur hokruðu allt sitt líf, allt var í sama gamla farinu. Amma mín sem fæddist á Hornströndum lifði í raun í þúsund ár. Það má segja að þjóðin hafi verið í hlekkjum, já í hlekkjum kyrrstöðu.
Kynjafræði og aðrir greinar eru ágætar til að víkka sjóndeildarhring okkar en það má ekki beita slíkum "fræðum" til að minnka frelsi fólks til að ráða hæfasta einstaklinginn hverju sinnu. Ráðningastjóri hvers fyrirtækis ætti sjálfur að fá að ráða þann sem hann telur hæfastan enda hefur fyrirtækið ekki efni á öðru. Vel má vera að karlráðningastjóri hafi meiri trú á einstaka körlum sem hann kannast við úr skóla en sú "regla" mun smátt og smátt gilda líka um konur eftir því sem þeim fjölgar í stjórnum fyrirtækja. En þrátt fyrir að þeir hlutir gangi fyrir sig á ljóshraða ef maður horfir hundrað ár aftur í tímann gengur "ekkert".
Einnig má benda á hversu "grunsamlega" margir yfirlýstir femínistar fá blogg sín auglýst sérstaklega. kannski þekkjast þær konur sem hafa verið saman í kynjafræði til hvor annarrar og finnst að sjálfsögðu skynsamlegra það sem kemur frá skoðanasystrum. Það er ekkert óeðlilegt.
Hins vegar var ég alltaf hrifinn af rauðsokkum en oft þarf ekki nema smá ábendingu til að venjulegt fólk sem hefur skilning, dómgreind og hugmyndaflug til að innbyrða byltingarkenndar ábendingar sem ekki eru bara teknar til greina heldur lifa hugmyndir rauðsokka og annarra "furðufugla" ágætu lífi og eru hluti af hugmyndaflórunni.
Hvítir miðaldar karlar eða bara karlar yfirleitt hafa engin sérstök "karllæg viðhorf" enda eru slíkir frasar aðeins til þess fallnir að gera okkur ómarktæka. Í mörg ár hefur verið alið á því að hvítir karlar séu bjórþambandi, valdasjúkir vitleysingar sem þurfi að stjórna með valdboði og hæfilegu femínísku rafstuði enda eru þeir bara ferkantaðir klunnar eins og Simpson og allir hinir skemmtilegu vitleysingarnir í sjónvarpinu sem eru með derhúfuna öfuga.
Við erum fyrir löngu búnir að ná, skilja og tileinka okkur hugmyndina um jöfn tækifæri kynjanna en mér hefur stundum fundist að þær konur sem blogga um femínisma og eru nýskriðnar úr kynjafræði séu að vísindavæða skoðanir sem eru í eðli sínu pólitískar og aldrei verður sátt um. Í krafti kynjafræðinnar er verið að koma á öflugu en óþörfu eftirliti sem skapar fleiri og fleiri störf eins og gerðist í Sovétríkjunum en þar þurfti gríðarlegt eftirlit með ferköntuðu fólki sem hagaði sér ekki eftir hringlóttum sannindum. Sumir kölluðu þetta eftirlit KGB.
Drengjaveröldin er ekki bara á "toppnum." Kannski ættu femínistar að víkka sjóndeildarhringinn og taka rútu á litla-Hraun til að kynnast drengjaveröldinni þar. Jafnvel að spila fótbolta við fanganna, Talið bara við Bubba Morteins, hann er einn af þessum ofvirku drengjum. Slík ofvirkni getur leitt til mikilla sigra og algers skipsbrots.
Guðný Halldórsdóttir sem bísnaðist yfir drengjaveröldinni - sjá þetta BLOGG Sverris - ætti að vera með í rútunni.
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt. Það fer eftir áhuga og metnaði fólks hvað það tekur sér fyrir hendur. Á námskeiði í kvikmyndagerð sótti engin stúlka. Sjálfsagt eru ástæðurnar mýmargar. Í fangelsum eru nánast bara karlar en ég hef svo sem ekki hugmynd um hvers vegna en það hvarflar ekki að mér að kenna bara uppeldi eða umhverfi um, það hangir fleira á spýtunni.
Rauðsokkur voru kraftmillar og bjartsýnar, þær sögðu, ég get og vil og höguðu sér að mörgu leiti eins og sigurvegara, þær hvöttu kynsystur sýnar til dáða eins og góður markaðsstjóri fyrirtækis sem ætlar að sigra heiminn.
Þær sem skilgreina sig sem feminsta hafa enga trú á kynsystrum sínum og hafa í raun gefist upp, enda er tómt svartnætti framundan til að réttlæta lagasetningu, kynbundið ofbeldi, karlæg viðhorf, misrétti og önnur svartnætti sem verði aðeins lýst upp með kynjakvóta. En til að hann gangi upp eru búin til orð eins og "jafnhæfi" sem ekki er til í raun. Það er útilokað með öllu að meta tvo einstaklinga jafnhæfa nema þá ef þeir hafa komið á sama sekúndubrotinu í mark í 100 metra hlaupi. Sá eða sú sem verður fyrir valinu er sá eða sú sem bætir liðsheildina sem er fyrir. Þannig gæti sá "óhæfari" verið hæfari í raun vegna þess að bjartsýni hans og kraftur, ásamt þekkingu, er einmitt það sem liðið þarfnaðist.
Benedikt Halldórsson, 17.11.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.