Þriðjudagur, 9. október 2007
2000 VANDINN LEYSTIST ÁRIÐ 2000...
...er skrýtinn fyrirsögn og þó. Frétt DV er röng í öllum aðalatriðum og ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir hana. Dorrit er mjög góð forsetafrú og Ólafur er ágætur forseti og án efa vel að verðlaununum kominn. En þó tel ég ekki að spádómsgáfur Ólafs séu ekki upp á marga fiska þegar haft er í huga að hann spáði fyrir um litla ísöld á íslandi í ávarpi til þjóðarinnar fyrir um 9 árum síðan. Honum til afsökunar át hann vísdóm sinn upp eftir vísindamönnum en eins og allir vita hafa þeir reynst afburða lélegir spámenn um framtíðina. Tunglstöð sem framleiðir rafmagn fyrir jarðarbúa er eitt gott dæmi sem ég birti fyrir neðan þessa færslu. 2000 vandinn var uppblásinn vandi sem var ekki í neinu samræmi við úlfaldan sem reyndist lítil býfluga.
Gefum Ólafi orðið: (leturbreyting er mín).
Sveit fremstu vísindamanna heims, formlega valdir sem fulltrúar þjóðríkja, hefur skilað niðurstöðum um breytingar á hitastigi, hækkun á yfirborði sjávar, umturnun hafstrauma, gróðurfars og lífsskilyrða jarðarbúa. Ef svo heldur fram sem horfir gæti hitaaukning víða um heim gert gróðursvæði að eyðimörk en annars staðar yrði kólnun í ætt við ísaldartíma. Breytingar á saltstigi sjávar myndu stöðva aflvélina sem knúið hefur hringrás hafstraumanna og ylurinn sem við höfum hlotið úr suðurhöfum hætta að berast hingað.
Lega Íslands og lykilhlutverk Golfstraumsins á okkar slóðum eru á þann veg að áhrif loftslagsbreytinganna myndu koma hvað harðast niður á okkur Íslendingum og gera landið nánast óbyggilegt fyrir barnabörn okkar og afkomendur þeirra.
Jökulhella mun þá leggjast yfir landið allt, fiskistofnarnir sem haldið hafa lífi í þjóðinni um aldir hverfa úr hafinu umhverfis, hluti núverandi byggða sökkva við hækkun sjávarborðs.
Þessi lýsing er ekki heimsendaspá eða efnisþráður í skáldlega hryllingssögu heldur kjarninn í vísindalegum niðurstöðum fræðimanna sem skipa hina formlegu ráðgjafasveit ríkja heims, niðurstöðum sem lýsa því sem gæti hafist á æviskeiði þeirra Íslendinga sem nú eru börn í skóla. Ísland hefur einmitt í þessari vísindaumræðu verið tekið sérstaklega sem dæmi um hrikalegar afleiðingar loftslagsbreytinganna. Virtur vísindamaður, sérfræðingur við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum, sagði nýlega í viðtali við eitt helsta dagblað heims: "Ísland yrði þakið jöklum allt til stranda. Íbúarnir yrðu að yfirgefa það." Landið okkar góða yrði þá í raun og sann ísa fold.
Við Íslendingar ættum því að vera í fararbroddi þeirra sem á alþjóðavettvangi krefjast þess að tafarlaust verði gripið til róttækustu gagnaðgerða til að forða heiminum frá slíkri loftslagsbreytingu. Við ættum að fagna þeim vilja sem þjóðir heims sýna nú til samstarfs, hefja með öðrum breytingar á eldsneytisnotkun skipa og bifreiða og beita nýrri tækni sem auðveldar loftslagsvæna framleiðsluhætti. Við eigum að gleðjast yfir þeim tækifærum sem öld umhverfisverndar getur fært okkur Íslendingum ef við sjálf höfum vit og vilja til að nýta kosti Íslands. Það er annars sérkennilegt hve illa okkur hefur gengið að sýna í verki hollustu við vernd umhverfis, lífríkis og landgæða. Við höfum látið ættjörð okkar blása upp og eytt svo gróðri með óhóflegri beit hrossa og sauðfjár að Ísland er nú mesta eyðimörk álfunnar.
Dorrit segir frétt DV móðgandi og særandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.