Miðvikudagur, 5. september 2007
Biskupar mega hafa skoðanir
Biskupinn yfir Íslandi lét færa það til bókar að honum þætti auglýsing Símans ósmekkleg sem er jafn eðlileg og sjálfsögð bókun og þegar stjórnmálaður í stjórnarandstöðu tilkynnir að hann sé á móti tilteknu máli sem stjórnin ætlar að keyra í gegn.
Biskupinn er ekki í stjórn Símans og ber enga skyldu til að leggja blessun sína yfir þessa auglýsingu, hann má segja það sem honum sýnist um hana eða hvaðeina annað sem hann telur viðeigandi. Hann hlýtur að ráða því sjálfur hvað honum finnst, án hótanna í garð annara að sjálfsögðu enda er biskup kurteis og háttvís maður.
Það er hinn mesti misskilningur, ef einhver tekur, að biskupin sé einskonar sjálfsali sem eigi að tala eins og okkur hinum sýnist, en margir hneykslast í hvert skipti sem hann talar um trú eða vogar sér að segja eitthvað annað er hörðustu trúleysingjar hefðu sagt eða ályktað.
Ég vil að stjórnarandstaðan veiti stjórninni aðhald en ég vil líka að biskupar veiti auglýsendum og jafnvel vegfarendum aðhald; en nota bene án hótanna. Um leið og biskupar eða annað fólk hótar með ofbeldi á alls ekki að sýna því tillitsemi. Það er reginmunur á skoðunum og ályktunum fólks eða hótunum ofbeldishópa sem hafa ekki húmor fyrir skopmyndum sem væri svo sem í fínu lagi ef það væri allt og sumt; ef ekki fylgdu hótanir um dráp eða grimmilega hefnd, en það er óþarfi sýna hóturum tillitsemi. Það er stundum kallað meðvirkni þegar allir fara að tipla á tánum til að reita ekki ofbeldismann til ofbeldis. Trú er engin afsökun.
Ef biskupinn yfir öllu Íslandi hefði hótað Símanum eða Jóni Gnarr væri alveg sjálfsagt að taka hann ærlega í karphúsið og hamast vel á honum með háði og spotti þar til hann yrði vel barinn og meyr Biskup.
Og hvað skoðun skildi bloggari hafa á auglýsingu Símans? Mín skoðun skiptir svo sem engu máli enda var það biskupinn sem tjáði sig um auglýsinguna en ekki ég, en ég get svo sem getið þess að mér þótti auglýsingin fræbær.
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góð færsla. Ég er búinn að vera að agnúast út í biskup fyrir þessi ummæli og er búinn að vera hálf-pirraður frá því í gær. Við lestur pistils þíns rann mér hinsvegar reiðin. Áttaði mig á að í frjálshyggju minni var ég kominn út fyrir mörkin. Þakka hugvekjuna.
Ívar Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 09:17
Sæll og blessaður.
Ég hef séð þessa auglýsingu en ekki heyrt nægilega vel allt sem sagt er í auglýsingunni svo ég hef ekki mótað skoðun ennþá.
Ég var í heimsókn í gærkvöldi hjá frændfólki og við vorum að ræða þessa auglýsingu. Þá datt mér í hug atburðurinn þegar Jósef og María voru búin að ferðast þrjár dagleiðir frá Jerúsalem og þau heldu að Jesús væri með vinafólki þeirra í ferðinni. Þegar þau fóru svo að athuga þetta nánar var Jesús ekki þarna. Þau þurftu að fara til baka til Jerúsalem og fundu Jesú í Musterinu. Þarna hefði verið flott hefði síminn verið kominn og þau hefðu getað hringt í Jesú. Hefði sparað mikinn tíma.
Allt gott að frétta af Norðausturlandinu.
Kær kveðja
Rósa Aðalsteinsdóttir
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:37
Ívar, takk fyrir innlitið og hrósið.
Rósa, gaman að heyra frá þér, ég bið að heilsa öllum fyrir austan.
Benedikt Halldórsson, 5.9.2007 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.