Uppskrift að góðum Texasbúa

í fangelsi

Ég var bara eins og hver annar, venjulegur maður, en það átti allt eftir að breytast til hins verra. Vandræðin byrjuðu svo sem ósköp sakleysislega. Ég fór að hugsa um eitt og annað smálegt sem betur mætti fara í samfélagi okkar, svona til að slaka á eftir erfiðan vinnudag. En smátt og smátt jók ég þessar hugsanir mínar um óréttlæti heimsins og áður en ég vissi af var ég farinn að hugsa um pyntingar og grimmilegar refsingar.

Ég fór að hugsa einn með sjálfum mér, til að slaka á, þótt ég vissi innst inni að það væri rangt. Hugsanir mínar tóku orðið mestallan minn tíma og að lokum var ég farinn að hugsa alla daga. Um leið og ég vaknaði á morgnana fór ég strax að hugsa og á kvöldin lognaðist ég út af frá hugsunum mínum.

Ég var farinn að hugsa í vinnunni, þótt ég vissi að vinna og hugsanir færu illa saman, en ég réð bara ekki við mig. Ég forðaðist vinnufélaganna í hádeginu til að geta lesið bókina, "Leitina að tilgangi lífsins", eftir Viktor Frankl, en hann taldi að ekki væri mögulegt að lifa ef maður fyndi engan tilgang. Og eftir að hafa lesið um pyntingar nasista og grimmilegar refsingar þeirra en Frankl lifði af vist í "vinnubúðum" nasista, spurði ég vinnufélaganna nánast ósjálfrátt einn daginn, eftir að hafa lesið um illsku mannanna, hver væri eiginlega tilgangur vinnunnar og lífsins almennt, en þeir hlógu bara af mér. Ekki gekk það betur heima. Kvöld eitt slökkti ég á sjónvarpinu og spurði konu mína alvarlegur í bragði; "hver er tilgangur lífsins?".

leitin að tilgangi lífsinsHún svaf um nóttina hjá tengdamömmu. Brátt var ég farinn að fá orð fyrir að vera of mikill hugsuður. Ég var kallaður á teppið hjá yfirmanni mínum sem sagði mér til syndanna og sagði að ég hefði um tvo kosti að velja. Annað hvort hætti ég að hugsa í vinnunni ella yrði mér sagt upp. Þessir afarkostir leiddu mig út í enn meiri hugsanir.

Ég kom snemma heim eftir skammir yfirmannsins og sagði konu minni að ég þyrfti að játa svolítið; "ég hef verið að hugsa".

"Ég veit að þú hefur verið að hugsa," hrópaði hún, "og ég vil skilnað."

"En elskan mín, þetta er ekki svona slæmt!"

"Það er það víst", öskraði hún nánast. "þú ert farinn að hugsa jafn mikið og kennari og og þú veist að kennarar eru á skítalaunum og ef þú heldur svona áfram getum við ekki framfleytt okkur og förum á hausinn!"

"Þetta er tóm vitleysa í þér kona!" svaraði ég pirraður, og hún fór að gráta.

Ég var að niðurlotum kominn. "Ég er farinn á bókasafnið", æpti ég og skellti útidyrahurðinni fast á eftir mér. Ég ók að bókasafninu og ætlaði sko að lesa í burt sorgir mínar. Ég lagði bílnum fyrir framan safnið og hljóp að dyrunum, en það var einmitt lokað þennan dag, það var víst starfsdagur bókasafnsfræðinga. Ég veit núna að máttur mér æðri og betri tók í taumanna þetta kvöld. Ég settist niður á grasflötina fyrir framan bókasafnið uppgefinn á sál og líkama, en þá tók ég eftir skiltinu sem bjargaði lífi mínu.

"Vinur, eru of miklar hugsanir að eyðileggja líf þitt?" stóð á skiltinu. Þú kannast áreiðanlega við þennan frasa, lesandi góður,  sem kemur frá "Thinkers Anonymous" sem eru þekkt samtök í Bandaríkjunum sem hafa hjálpað fólki að halda sönsum.

Í dag er ég óvirkur hugsuður og mér hefur aldrei liðið betur. Ég fer eins oft og ég get á TA samkomur. Við horfum mikið á sjónvarp, á allskonar skemmtiþætti sem ýta ekki yndir hugsanir. Síðan deilum við reynslu okkar, hvernig best er að forðast hugsanakveikjur, ofhugsandi fólk og aðstæður sem gætu leitt til stjórnlausrar hugsunar. Við hugsum ekki, einn dag í senn.

Ég hélt vinnunni og allt gengur miklu betur heima fyrir og lífið varð miklu auðveldara daginn sem ég sá skiltið og ætti að hugsa.

Á morgun er stór dagur í lífi mínu, en þá á ég 3 ára hugsunarleysisafmæli.


mbl.is Aron Pálmi frjáls maður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hahahahahaha ...... ertu ekki að djóka annars?

Eva Þorsteinsdóttir, 19.8.2007 kl. 05:19

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Snilld!

Villi Asgeirsson, 19.8.2007 kl. 07:58

3 Smámynd: Ásgerður

Veit ekki hvort ég á að hlæja eða

En allavega til hamingju með afmælið á morgun

Ásgerður , 19.8.2007 kl. 08:20

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég þakka ykkur fyrir innlitið og góð orð.

Benedikt Halldórsson, 19.8.2007 kl. 14:31

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sagan er góð. Frumsamin? Ég verð þó að setja spurningu við tengingu við frétt. Geturðu útskýrt það eitthvað frekar?

Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 22:47

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sú meðferð sem Aron Pálmi fékk byggir á sinnuleysi almennings sem styður refsingar sem eru út í hött. Aron Pálmi er fórnarlamb heimsku og sinnuleysis,  ég var að lýsa heimskunni á minn hátt. Íbúar Texas er dálítið uppteknir af trúrlegum frösum sem koma í stað sjálfstæðrar hugsunar.

Benedikt Halldórsson, 20.8.2007 kl. 00:19

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

got ya..

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband