Vítahringur

vítahringurAð sjálfsögðu á að verðlauna fólk fyrir góða "hegðun" ef það er þjóðhagslega hagkvæmt. Það er ekki síður hægt að reikna út ávinninginn á því að borga fólki fyrir að fara í megrun, byggja brú eða gera jarðgöng. Það mætti líka athuga hvort ekki borgaði sig að greiða fólki sem er háð vímuefunum, ef það nær að hætta neyslu. En mjög margt fólk er á að launum við drekka frá sér lífið. það fer á örorkubætur út á drykkjuna og ein spurningin í örorkumatinu er hvort viðkomandi drekki fyrir hádegi.

Það er reginmunur á áfengissýki og öðrum sjúkdómum.

Þegar sjúkdómar eða slys leiða til örorku eru örorkubæturnar notaður til að borga húsnæði, mat og aðrar nauðsynjar og jafnvel ónauðsynjar. Það er einkamál hvers og eins hvernig peningunum er varið, en örorkubætur handa virkum alkóhólistum dregur bara vesöldina á langinn.

Tilgangur velferðar, örorkubóta og læknisþjónustu er ekki að ýta undir heilsuleysi eða dauða. Reynt er eftir fremsta megni að koma sjúklingi til heilsu eða halda í horfinu. Þegar ofdrykkjumaður sem hefur litla sem enga stjórn á drykkju sinni fær bætur út á stjórnleysið er hann fastur í öfugsnúnu velferðarkerfi sem sogar hann ofan í kviksyndi, vegna þess að bæturnar eru ekki notaðar til uppbyggingar heldur til niðurrifs, til áframhaldandi drykkju sem varir þar til heilsan gefur sig eða viðkomandi deyr. Það er nógu erfitt að geta ekki neitað sér um vímu þótt íslenska ríkið sé ekki að bjóða öllum sem eiga í erfiðleikum með að neita sér um áfengi, drykkjupeninga í formi örorkubóta.

Ég geri mér grein fyrir að þetta blogg hljómar ekki vel, en ég meina vel, því get ég lofað.


mbl.is Fá greiðslur fyrir að megra sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband