Á kjánalánum gæti nóttin í hjólhýsi kostað meira en utanlandsferð

Ef fólk kaupir hjólhýsi á 3.000.000 kr, er ekki fráleitt að reikna með að það falli í verði um 30% fyrsta árið í svona brjálaðri sölu. Búast má við verðhruni á notuðum hjólhýsum næsta sumar.

Þegar helmingur kaupir á lánum er ljóst að stór hópur mun eiga í bullandi vandræðum með að borga af skrímslinu í vetur, sem verður kannski geymt í leikmunageymslu sem ekki er ókeypis. Þegar fólki gengur illa að borga af nauðsynjum er oft gripið til þess ráðs að selja ónauðsynjar en þar koma hjólhýsi afar sterkt inn.

Fyrsta sumarið gæti þriggja milljón króna staðgreidda hjólhýsið fallið í verði um 630.000 kr (30%), en miklu meira ef hýsillinn er tekinn á kjánalánum, en þá gæti heimilisskrímslið orðið verðlaust á örfáum árum, þegar ekki fæst meira fyrir það en kjánalánið stendur í. 

Það þarf ekki mikið til að kom af stað vítahring greiðsluerfiðleika sem fer illa með fólk. Ef allt er tekið með í reikninginn gæti nóttin í hjólhýsi orðið ansi dýrkeypt og þá er ég ekki bara að tala um peninga.


mbl.is „Brjáluð sala" í hjólhýsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Og svo er þetta fólk að kvarta yfir ofur háum vöxtum.

Ólafur Guðmundsson, 1.8.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Segðu...

Benedikt Halldórsson, 1.8.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Heidi Strand

Frekar óhagstætt.

Þetta er eins og della sem gengur yfir. Erlendis er algengt að fólk noti hjólhýsi sem ódýran sumarbústað og leigi stæði á ársgrundvelli. Þar er líka algengt með eldri hjólhýsi og ekki þennan flottræfilshátt.

Hér í DK eru ekki mörg hjólhýsi á vegunum, meira um húsbíla.

Heidi Strand, 1.8.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrir mörgum árum voru tjöld, síðan komu hústjöld, þar næst komu fellihýsi...og svo virtist sem bullandi samkeppni væri um að vera með flottustu græjurnar....þannig koll af kolli....en þegar rándýr hjólhýsi eru tekin á 100% lánum á afborgunin....hvað getur maður sagt? Flottræfilsáttur? Samkeppni? Æði? Múgsefjun?

Benedikt Halldórsson, 2.8.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband