Mánudagur, 30. júlí 2007
Heimiliskvótakerfið
Þegar kvóti er seldur er féð sem fæst fyrir kvótann ekki dregið í sérstakan dilk. Það tíðkast ekki að gefa út sérstakt Kvótafé sem aðeins má nota í heimabyggð eða þarnæstu byggð eins og um væri að ræða gjafabréf í Smáralind. Það er alls ekki bannað að fara með féð út úr heimahögunum og selflytja það sem leið liggur til Reykjavíkur eða þess vegna til annarra landa.
Það er heldur ekki bannað að skrifa greinar um kvótafé sem hverfur úr landi.
Vondur púki á hægri öxlinni hvíslaði þessu að mér:
Á Eskifirði er mikil öfund,
út í njótendur arfsins.
En hvað með höfund,
heimiliskvóta hvarfsins?
Yfirlýsing frá Reyni Traustasyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
Um bloggið
Sko
Bloggvinir
- Einar Sveinbjörnsson
- Svava frá Strandbergi
- Óli Björn Kárason
- Jón Axel Ólafsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Kristján Hreinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Harðarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Björn Heiðdal
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Pálmi Gunnarsson
- Andrés Magnússon
- Haukur Viðar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Valgerður G.
- Sigurlaug B. Gröndal
- Jóna Á. Gísladóttir
- gudni.is
- Vilhelmina af Ugglas
- Kallaðu mig Komment
- Herra Limran
- Sigríður Jónsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Bergur Thorberg
- Heidi Strand
- G.Helga Ingadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ólafur fannberg
- Forvitna blaðakonan
- halkatla
- Júlíus Valsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Guðmundur H. Bragason
- Hlynur Þór Magnússon
- Haukur Nikulásson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Grazyna María Okuniewska
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Arnar Pálsson
- Ágúst Dalkvist
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Fríða Eyland
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Himmalingur
- Jón Steinar Ragnarsson
- Karl Tómasson
- kiza
- Kolgrima
- Lady Elín
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Páll Vilhjálmsson
- Promotor Fidei
- Ragnar Bjartur Guðmundsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Víðir Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott og blessað að þessi grein hafi verið skrifuð þó svo að ruglið í henni sé alveg endalaust. Þykir mér nú samt mestu skipta að kvótinn er ennþá á Eskifirði og geta Eskfirðingar þakkað fyrir það.
Stulli (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 19:54
Mitt álit er að þeir sem eru að flytja peninga úr landi sem þeir fá fyrir kvóta eru að flytja peninga sem þeir áttu aldrei að fá. Semsagt, ég er andstæðingur kvótakerfisins á þeim forsendum að verið er að versla með auðlind sem aldrei átti að safnast á hendur nokkurra sægreifa heldur eru þjóðarinnar allrar.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 20:44
Ég er á báðum áttum, það má vera að kvótakerfið hefði ekki átt að verða að veruleika í upphafi og ég var sjálfur á móti því, en þegar búið er að koma því á, og festa það rækilega í sessi, er það í raun einkamál þess sem selur sinn kvóta hvað hann gerir við peningana, hvort sem okkur líkar betur eða ver.
Það þyrfti að stöðva frjálsa sölu kvóta til að koma í veg fyrir að einhverjir fjárfestu erlendis en um leið yrðu þeir gjaldþrota sem keypt hafa kvóta dýrum dómum, hann yrði verðlaus. Þeir stæðu í svipuðum sporum og íbúðaeigandi sem mætti ekki selja íbúð sem hann keypti af aðila sem fékk sína fyrir slikk á sínum tíma (eða gefins). Hvers ætti íbúðakaupandinn að gjalda?
Hvað er til ráða?
Benedikt Halldórsson, 30.7.2007 kl. 22:38
Kvótar hafa gengið kaupum og sölum undanfarin ár. Sá sem kaupir kvóta á uppsprengdu verði gerir það vegna þess að hann telur sig hagnast á því. Hvað sá sem selur, gerir við peningana kemur okkur ekkert við. Það eina sem er neikvætt við kvótakerfið er hve erfitt er fyrir nýliða að komast að í greininni. En gagnvart þjóðinni í heild þá hefur sjávarútvegur skilað mun meiru til þjóðarbúsins en fyrir daga kvótakerfisins í formi skatta og fyrirtæki í greininni eru hætt að vera baggi á ríki og sveitarfélögum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 00:21
Flest það sem þú segir í þessari athugasemd Gunnar minn er beinlínis rangt. Þú gefur þér nefnilega rangar forsendur.
Úthlutun aflaheimilda skapar ekki eignarétt þó þessu ákvæði laga hafi aldrei verið framfylgt. En það eitt og sér segir sína sögu um siðræn rök fyrir lagabókstafnum.
Hagnaður af kerfinu fyrir þjóðarbúið er afar vafasamur ef tillit er tekið til afleiðinga þess á mörg byggðarlög og þess vanda sem Þjóðin hefur þráfaldlega orðið að bæta með sértækum aðgerðum. Þær aðgerðir hafa sjaldnast skilað varanlegum árangri.
Hagnaður útgerðarinnar hefur mestan part stafað af verðmætari afla vegna betri meðferðar. Sú breyting hefur ekkert með kerfið að gera. Sú breyting kom með fiskmörkuðum sem komu útgerðum og áhöfnum í skilning um að góður fiskur er verðmætari en skemmdur fiskur.
Árni Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.