Gúmmískór

gúmmískórGúmmískór standa fyrir sakleysi, sumar og sveit, og æsku sem er eins og gömul auglýsing sem dofnar með árunum, gulnar og gleymist. Þegar ég gekk á gúmmískóm bauluðu kýrnar, hundarnir geltu og mjólkin var kæld í bæjarlæknum.

Bóndinn er út á engjum að slá en við krakkarnir erum að jarða dauðan fugl og gerum eins og prestar og búum til kross úr njólum. Það er kallað, "það er kominn dekkutími" og við hlaupum inn í eldhús og þvoum okkur um hendurnar, áður en við förum inn í stofu og drekkum mjólk með jólaköku og brauðsneið. Við erum svo svöng en maturinn er skammtaður og lystarlausa stelpan spyr, "hver og hver vill brauðsneið". Ég, segi ég, en í staðinn þarf ég að bera hana á hestbaki yfir lækinn. Á morgun eru töðugjöld.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

heillandi endurminningar Benedikt. og ég sé að Skóbúð Reykjavíkur hefur verið verslunarkeðja á 4 stöðum.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Karl Tómasson

Já Benedikt sveitarómantíkin er engu lík.

Það munaði litlu að ég hefði fjárfest í svona ekta gúmmískóm eins og þú birtir mynd af með þinni skemmtilegu færslu þegar ég var á ferð um Mývatnssveit í vikunni.

Ég man reyndar eftir því að afklippt stígvél komu að svipuðu gagni.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 29.7.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Jóna, þegar ég sá þessa auglýsingu fann ég hvað lífið var einfalt.

Tommi, mikið svakalega væri gaman að eignast alvöru gúmmískó.

Benedikt Halldórsson, 29.7.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

lífið getur verið yndislegt

Guðríður Pétursdóttir, 30.7.2007 kl. 10:26

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er nú líkast til Guðríður. En nú langar mig að vera dáldið sveitó og segja; það verða allir að finna sína gúmmiskó!

Benedikt Halldórsson, 30.7.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband