Múgurinn hefur rétt fyrir sér.

Ég las einu sinni skemmtilega bók sem heitir The Wisdom of Crowds. Þar er útskýrt á snilldarlegan hátt hvers vegna "kjósendur" eins og ég, getum jafnvel verið dómbærari en gagnrýnendur og sérfræðingar.

Ef 1000 manna úrtak væri valið af handahófi og við, þar á meðal ég, værum beðin að meta kvikmynd eða  listavrk, væri augljóst að fæst okkar kæmust með tærnar þar sem vel menntaðir gagnrýnendur hefðu hælanna.

En segjum sem svo að við (múgurinn) fengjum það hlutverk að gefa sýningu einkunn, t.d. með því að velja tilbúnar umsagnir sem væru frá niðurrifi til upphafningar og allt þar á milli. Það má segja að "sannleikan" um "gæði" sýningarinnar væri að finna í rauðu miðjunni á "skotskífunni" ef svo má að orði komast, örfáir sýningargesta hittu nákvæmlega (örugglega ekki ég) en feilskot okkar dreifðust hlutfalslega jafnt í kringum "sannleikann", ekki ósvipað því sem gerist hjá IMDB kvikmyndavefnum þar sem almenningur gefur kvikmyndum einkunn. Hjá Rotten Tomatos, kvikmyndavefnum eru hins vegar viðurkenndir gagnrýnendur, en það sem er merkilegast er að vefirnir eru algerlega samhljóða um  lélegar kvikmyndir og allra bestu myndirnar og flestar þar á milli. (Ég er fyrir löngu hættur að reiða mig á einn gagnrýnanda þegar kvikmyndir eiga í hlut.)

Gallinn við einn gagnrýnanda er að honum vantar aðhald, hann getur gert mistök eins og annað fólk. Ef margir gagnrýnendur (mörg egg) dæmdu sýningu, kvikmynd eða leikrit myndu þeir örugglega vanda sig og leggja sig fram. Það kæmist upp um þann sem t.d. hefði fordóma gangvart listamanni, væri illa upplagður þegar hann skoðaði sýninguna, í tímahraki eða annað sem truflaði einbeitingu hans og áhuga.

Í raun minnir einn áhrifamikill, virtur og viðurkenndur gagnrýnandi á upplýstan einvald, þeir gengust oft upp í valdinu með hörmulegum árangri og við tók lýðræði sem gefst að jafnaði betur þótt mörg okkar hafi ekki hundsvit á pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband