Grænir Íslendingar og hamingjupróf, "Happy planet index"

Í Gardian er ekki bara vitnað New Economics Foundation og Friends of the Earth, það er ekki bara verið að tala um hversu hamingjusamir íslendingar séu, heldur hversu GRÆNIR og VISTVÆNIR við séum. Vitnað er í Nic Marks sem segir Ísland gott dæmi um að hamingjan þurfi ekki að vera á kostnað náttúrunnar. Þessi vistvæni maður telur semsagt að Íslendingar séu hamingjusamir m.a. vegna þess að þeir umgangast land sitt af varúð og varfærni. Ekki er minnst á Kárahnjúkavirkjun eða önnur meint "hryðjuverk" gegn náttúru íslands sem ég hélt að allir meðvitaðir græningjar væru með á hreinu. Gefum Íslandsvininum Nic orðið:

"Countries like Iceland clearly show that happiness doesn't have to cost the earth," said Nic Marks,[...] "Iceland's combination of strong social policies and extensive use of renewable energy demonstrates that living within our environmental means doesn't mean sacrificing human well-being."

---o---o---

Á síðunni "Happy planet index" sem tengist þessum sama Nic er að finna "allt" um hamingjuna, hamingju hvers ríkis,  auk þess sem hægt er að taka persónulegt hamingjupróf. Góða skemmtun.


mbl.is Íslendingar hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

jahá, hann talar eins og hann viti allt um málið

hver veit kannski gerir hann það

ég meina þetta próf er ansi nákvæmt

Guðríður Pétursdóttir, 16.7.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það ekki bara ríkar þjóðir sem eru hamingjusamastar, heldur þarf  "fólksvænt" umhverfi að vera til staðar. Prófið metur það. Góð heilsugæsla, góð menntun, lág glæpatíðni og þar sem við eigum flest börn er velferð þeirra okkar ofarlega í huga. Þar sem umhverfið er barnvænt hlýtur að vera gott að búa.

Benedikt Halldórsson, 16.7.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sko

Höfundur

Benedikt Halldórsson
Benedikt Halldórsson

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun
  • engin hamfarahlýnun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband